Hvenær er tölva orðin of gömul?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Hvenær er tölva orðin of gömul?

Pósturaf appel » Sun 17. Júl 2016 17:41

Mér finnst tölvan mín ekkert of gömul, hún gerir það sem ég þarf, orðin nærri 4,5 ára gömul.

Ég man í gamla daga að stökkið í PC þróuninni milli ára var svakalegt. Ég endurnýjaði tölvuna á innan við 2ja ára fresti og það var alltaf heljarinnar stökk í performance í hversdagslegri vinnslu. 386 í 486 í pentium í pentium 2, pentium 3, pentium 4, etc. þetta var alltaf kynslóðastökk á stuttum tíma.

En núna get ég alveg eins notað þessa 4,5 ára gömlu tölvu lengur, kannski 2-3 ár í viðbót. Ég er ekki að sjá neitt sem nýjustu tölvurnar eru að gera sem mín gerir bara alveg svipað vel.

Er maður bara orðinn gamall kall eða er endurnýjun á PC tölvum eiginlega að verða úrelt fyrirbæri? :-k


Eina ástæðan fyrir því að ég er að íhuga uppfærslu á tölvunni er útaf virtual reality, en samt finnst mér það ekki nægileg réttlæting. Maður er ekki forfallinn leikjafíkill sem sækir í nýjustu topp leikina sem krefjast topp vélbúnaðar, þannig að kannski er ég biased. :roll:


*-*

Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Reputation: 8
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er tölva orðin of gömul?

Pósturaf fallen » Sun 17. Júl 2016 17:53

Ég sá ekki ástæðu til að uppfæra í Broadwell og einnig núna með Skylake. Sérstaklega þar sem Skylake notar annað socket og þá fylgir því að kaupa nýtt móðurborð og vinnsluminni. Þá erum við komnir í ~100k upgrade fyrir lítið sem ekkert performance gain.

Það eina sem ég sé fram á að uppfæra í leikjatölvunni er skjákortið upp í 1070. Get engan veginn réttlætt það að henda pening í aðrar uppfærslur.


Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er tölva orðin of gömul?

Pósturaf urban » Sun 17. Júl 2016 17:56

Þegar hún er hætt að gera fyrir þig það sem að þú vilt gera, það er hætt að gera það þannig að verðir ekki pirraður á því hvað hún er hæg eða álíka.

Sjálfur spila ég ekki leiki að neinu ráði og þarf þess vegna ekki að elta það nýjasta og flottasta þar.
Ef að móðurborðið mitt hefði ekki dáið fyrir einhverjum vikum eða mánuðum þá væri ég áræðanlega ennþá með Q6600 örrann sem að ég var með þá og restin var svipað gömul, það eina sem að ég hafði uppfært eitthvað var nýr SSD.

Ég fékk einmitt slátur frá litla bró og raðaði saman vél með því og einhverju öðru.
Á eftir að halda í hana nema hún er svolítið hávær, það gæti verið að ég myndi skipta bara til þess að fá mér lágværari, en ég sem sá sem að spila ekki leiki, sé enga ástæðu fyrir því fyrir mig að uppfæra að öðru leiti.

Já og það besta er við þetta, ég veit ekki einu sinni hvaða vélbúnað ég er með núna :D


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3169
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er tölva orðin of gömul?

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 17. Júl 2016 18:02

Maður finnur fyrir því að fólk velur mjög mikið tæki sem fylgir þeim (snjallsíma og spjaldtölvur) frekar en PC tölvur. Ég uppfærði rúmlega 3 ára gamla desktop vél fyrir nokkrum mánuðum (gamalt skjákort fór í henni og þá valdi ég að gera vélina eins hljóðláta og ég gat) gat nýtt vinnsluminni,SSD og örgjörva úr fyrri vél.Er líka nýbúinn að kaupa mér fartölvu og ég tel að ég þurfi ekki að uppfæra tölvubúnað næstu 5-6 árin (nema eitthvað bili).


Just do IT
  √

Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3362
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er tölva orðin of gömul?

Pósturaf mercury » Sun 17. Júl 2016 18:10

Hefur ekki orðið neitt stökk í performance á örgjörvum síðan sandy bridge kom. Aftur á móti eru að koma nýjir fídusar eins og m.2 nvme ddr4 og þessháttar.
Svo kom auðvitað svaka stökk i skjákortum með nýju nvidia kortunum en það skiptit þá sem spila ekki tölvuleiki neinu máli.
Þróunin virðist hafa færst frá afkasta aukningu yfir í orkusparnað. einkvað sem skiptir okkur íslendinga litlu máli.




Mossi
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mán 10. Jan 2011 00:01
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er tölva orðin of gömul?

Pósturaf Mossi » Sun 17. Júl 2016 21:26

Ég grautaði saman tölvu um helgina. AMD X 995 og GTS 250 með 4GB Ram.

Næ að keyra þà nýju leiki sem ég þarf ì gòðu performanci (40+ fps ì medium ì StarCraft 2 t.a.m.).
Ætla að pròfa DOOM nùna à eftir.
GTSið er ca 8 àra. Þannig að OP, þegar tölvan hættir að sinna sìnu, þà þarf að upgrada. Nema þig langi að taka þàtt ì pissukeppninni.



Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2409
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 156
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er tölva orðin of gömul?

Pósturaf Black » Sun 17. Júl 2016 21:31

Mín varð gömul, þegar Forza kom út á PC og skjákortið studdi ekki direct x12..Virkar samt fínt í öllum leikjum


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er tölva orðin of gömul?

Pósturaf HalistaX » Mið 20. Júl 2016 00:10

Ég hélt að mín væri orðin of gömul um daginn og ÞYRFTI að uppfæra bæði örgjörva og móðurborð... En turns out að það er eiginlega ekkert sem ÞARF að uppfæra.

En mig LANGAR í betri/a skjákort, 4K ready skjákort þar að segja...

Mín ná Medium-High í sæmilegum fps í 4K... Ég vil Very High og Ultra í 60fps!!


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er tölva orðin of gömul?

Pósturaf Heliowin » Mið 20. Júl 2016 10:43

Mér finnst eðlilegt að ég uppfæri tölvu á um það bil 4 ára fresti og finnst best að uppfæra það mesta í henni á sama tíma þannig að ég byrji aftur frá grunni og endurnýti lítið úr þeirri gömlu.

Síðast þegar ég uppfærði þá var gamla tölvan orðin 5,5 ára gömul og komin einhver lítilvæg skjávandamál sem varð til þess að ég uppfærði loksins. Þetta var verulegt stökk því mjög mikil þróun hafði átt sér stað síðan síðast og sérstaklega í örgjörvum og því var mjög gaman að uppfæra.

Fór til að mynda úr:

    Core 2 Duo E6400 > Ivy Bridge i5-3570K
    GeForce 7900 GT > GeForce 660 GTX

Lenti síðan í miklum skjávandamálum þegar 3,5 ár voru liðin frá þessari uppfærslu og fann mig því knúinn til að fá mér nýja í staðinn áður en ég fer með þá gömlu á verkstæði. Þetta er eiginlega ekki nein uppfærsla þó það muni 4 árum á milli þeirrar gömlu og þeirrar nýju hvað örgjörva og skjákort varðar.

Fór úr:

    i5-3570K Ivy Bridge > i5-6500 Skylake
    GeForce 660 GTX > GeForce 960 GTX



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er tölva orðin of gömul?

Pósturaf HalistaX » Mið 20. Júl 2016 11:44

Heliowin skrifaði:
    i5-3570K Ivy Bridge > i5-6500 Skylake


Ertu viss um að þetta hafi verið uppfærsla?

http://cpu.userbenchmark.com/Compare/In ... 3513vs1316

Ég er nefninlega með þann sama og mér var tjáð að það væri ekki svo mikill munur á 3570k og þessum nýjustu, hvað sem þeir kalla sig, Sky Lake?


Annars er tölvan mín bara orðin fjögurra ára þegar ég pæli í því. Mér finnst ég hafa átt hana mun lengur. Ég er allavegana búinn að eyða pening í hana fyrir allann peninginn. Ég hef keypt í hana, síðan hún kom fyrir fjórum árum;

Nýtt skjákort, fór úr HD6850 í HD7850, eitthvað smotteríis ábyrgðar mál, borgaði á milli einhvern 5-10k.
Fór svo úr HD7850 í R9 290, kostaði mig 50k
Verslaði annað R9 290, kostaði mig 55k.
Keypti BeQuiet 1000w fyrir einhvern 30k
Einn 8gb RAM kubb fyrir 8-10k
Kassa fyrir 25-30k
Vökva kælingu 25k
Og jú, auðvitað 2 harða diska, einn 2tb og einn 3tb, 20k og 30k

Samtals er þetta einhver 250.000 kall samkvæmt mínum útreikningum. Ég hef eytt meira í vélina en hún kostaði upprunalega... ...sem var 180.000 með W7 Home.

Helvíti er magnað að pæla í þessu... Eins því líka að það eina upprunalega í vélinni minni eru 2 vinnsluminnis kubbar, örgjörvi, móðurborð, SSD og 1x HDD.

Á meðan ég hef bætt við öllu þessu að ofan, 2x HDD, Kassa, þrjú skjákort, aflgjafa, 1x 8gb RAM og Vökvakæling.

Ég hef bætt meiru við hana en ég á eftir upprunalega í henni.

Ahh.... Gaman að hugsa útí svona..... :snobbylaugh


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er tölva orðin of gömul?

Pósturaf Heliowin » Mið 20. Júl 2016 17:59

HalistaX skrifaði:
Heliowin skrifaði:
    i5-3570K Ivy Bridge > i5-6500 Skylake


Ertu viss um að þetta hafi verið uppfærsla?

http://cpu.userbenchmark.com/Compare/In ... 3513vs1316

Ég er nefninlega með þann sama og mér var tjáð að það væri ekki svo mikill munur á 3570k og þessum nýjustu, hvað sem þeir kalla sig, Sky Lake?


Ég tók fram í leiðinni að þetta væri eiginlega ekki nein uppfærsla. Ég tók jafnframt fram alveg fyrst í innlegginu að allt önnur tölva nokkuð mörgum árum áður hafi verið síðasta uppfærsla sem ég hafi gert því þá var verulegur munur á tölvubúnaðinum.

Ég einfaldlega neyddist til að fá mér nýjan örgjörva að því ég var að fá mér nýja tölvu og þurfti því að fá mér nýtt systemboard í leiðinni sem studdi ekki gamla örgjörvann.



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er tölva orðin of gömul?

Pósturaf HalistaX » Mið 20. Júl 2016 18:33

Heliowin skrifaði:
HalistaX skrifaði:
Heliowin skrifaði:
    i5-3570K Ivy Bridge > i5-6500 Skylake


Ertu viss um að þetta hafi verið uppfærsla?

http://cpu.userbenchmark.com/Compare/In ... 3513vs1316

Ég er nefninlega með þann sama og mér var tjáð að það væri ekki svo mikill munur á 3570k og þessum nýjustu, hvað sem þeir kalla sig, Sky Lake?


Ég tók fram í leiðinni að þetta væri eiginlega ekki nein uppfærsla. Ég tók jafnframt fram alveg fyrst í innlegginu að allt önnur tölva nokkuð mörgum árum áður hafi verið síðasta uppfærsla sem ég hafi gert því þá var verulegur munur á tölvubúnaðinum.

Ég einfaldlega neyddist til að fá mér nýjan örgjörva að því ég var að fá mér nýja tölvu og þurfti því að fá mér nýtt systemboard í leiðinni sem studdi ekki gamla örgjörvann.

Jájájá, ég afsaka mig. Þá eru þetta ekkert galin kaup fyrst þú þurftir að uppfæra móðurborð með.

Ég hef verið eitthvað þreyttur þegar ég las póstinn þinn. Ég biðst forláts :-#


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Hvenær er tölva orðin of gömul?

Pósturaf Njall_L » Mið 20. Júl 2016 19:32

Fyrir mér er tölva orðin of gömul þegar að hún er hætt að geta þjónað því sem að þú þarft/vilt nota hana í.
Ég uppfærði vélina hjá mér í byrjun þessa árs á eftirfarandi hátt:

i7 4770 >> i7 6700k
GTX980 >> GTX980ti

Aðal ástæðan fyrir þessari "uppfærslu" var að mig langaði í ITX build sem að ég gæti yfirklukkað. Staðreyndin er sú að ég finn engan mun á eldri vélinni og þeirri nýju í almennri vinnslu en get þó fengið aðeins fleiri FPS í leikjum og nýja vélin lítur betur út. Sumir myndu kalla þetta waste of money en ég verð að vera ósammála þar sem að eldri vélin bauð ekki uppá þá fídusa sem ég vildi.


Löglegt WinRAR leyfi