Hvað er í gangi í Árbænum?

Allt utan efnis
Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf Plushy » Þri 03. Des 2013 21:28

Garri skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég held að lögreglan hafi ekkert haft neitt val nema að verjast og stoppa manninn.
Það sem mér finnst hins vegar vanta svör við er:

1) Hvað var svona fárveikur maður að gera í fjölbýli?
2) Hvar fékk hann byssu og skotfæri?
3) Af hverju voru hótanir hans um að skaða aðra ekki teknar alvarlega af lögreglunni á Akureyri?
4) Hvað eru margir í hans sporum út í samfélaginu og hvað á að gera í því?

Samkvæmt yfirlýsingu systur mannsins þá var hann ítrekað búinn að hóta því að skaða fólk en þrátt fyrir að lögreglan hafi fengið upplýsingar sagðist hún ekkert geta gert nema það kæmi formleg kæra? Þá spyr maður hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta með því að taka mark á hótunum hans?

Það virðist oft vera erfitt á þessum klaka að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir, það er yfirleitt unnið með afleiðingar en ekki orsakir því miður.

Finnst þér eðlilegt að það séu engin úrræði önnur en þau að skjóta menn með blý-kúlum á milli þess að tala við þá?

Sem dæmi:

Hvað um það að skjóta í þá gúmmíkúlum?
Hvað um það að skjóta í þá deyfi-örvum?
Hvað um það að henda/skjóta á þá gasi sem sljóvgar þá eða svæfir?
Og ef það gengur ekki í eitt skipti, þá endurtaka aðgerðina?
Hvað um það að blinda þá tímabundið með flass-sprengjum?
Hvað um það að nota hátíðni sprengjur sem lætur fórnarlömb missa meðvitund tímabundið vegna sársauka?
Svo eru til búningar ásamt skjöldum sem taka við haglaskotum. Hvers vegna er slíku ekki til að dreifa?

Hvers vegna er þessi víkingasveit ekki fyrst útbúin þannig að hún ráði við að leysa svona mál án þess að drepa áður en hún er útbúin með mestu drápstólum sem til er?

Og auðvitað má síðan lengi bæta við, enda úrræðin margfalt fleiri en bara skjóta svona andlega veika menn til bana.

Fyrir utan það úrræði að hægt hefði verið að bíða.. og eitthvað meir en einn klukkutíma allavega. Maður sem er búinn að vera vakandi í rúmlegan sólahring, hlýtur að sofna fyrr en síðar.


Talar þú við mann áfram sem skýtur á þig með haglara? Þeir reyndu gas sem hafði ekki tilætluð áhrif

Setti þig í spor lögreglunnar. Hvað hefðir þú gert ef að brjálaður maður myndi skjóta á þig og vinnufélaga og eina sem þú hefur til að verja þig með eru skot til baka, eða leyfa honum að drepa ykkur alla því að þú ert ekki með flassbang og þótt hann sjái ekki né heyri ekki neitt og er vankaður er lítið mál að taka í gikkinn og skjóta út í bláinn.

Það er alltaf hægt að hugsa eftirá "af hverju gerðu þeir ekki þetta, er ekki hægt að gera svona??" en þetta er búið og gert, það eina sem var í stöðunni á þessum tímapunkti var að yfirbuga hann eða taka áhættuna á að fólk deyji.

Ég þekki fólk sem býr í stigagangnum við hliðiná og þau voru hræddust um að hann myndi skjóta niður einhverja hurðina hjá nágrannanum og skjóta t.d. barn eða heila fjölskyldu. Þá værir þú ekki að gagngrýna hvernig farið var að þessu.

Já, það eru til leiðir til þess að komast hjá þessum leiðinlega atburði, en aðgerðir lögreglu voru ekki rangar miðað við aðstæður.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf Gúrú » Þri 03. Des 2013 21:57

Garri skrifaði:Fyrir utan það úrræði að hægt hefði verið að bíða.. og eitthvað meir en einn klukkutíma allavega. Maður sem er búinn að vera vakandi í rúmlegan sólahring, hlýtur að sofna fyrr en síðar.


Íbúar í Árbæ mega telja sig heppna að það er ekki fólk eins og þú sem stjórnar viðbragðsteymum í svona aðstæðum.

Það er maður að skjóta á að því er virðist hvað sem er, eignir annarra, að fólki og í lögreglumenn, og hefur sjónlínu í fleiri tugi íbúða og gangandi vegfarendur.

Þú vilt bíða eftir því að hann fari að sofa?

Það hefðu allavegana ekki margir af lögreglumönnunum sofið næstu nætur ef þessi maður hefði skotið eitthvert barnið sem var þarna að hjóla eða hvaðeina.
Síðast breytt af Gúrú á Þri 03. Des 2013 21:58, breytt samtals 2 sinnum.


Modus ponens


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2397
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Tengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf littli-Jake » Þri 03. Des 2013 21:58

Menn virðast vera voða hrifnir af því að ætla að bjarga málunum með svæfigasi og flash sprengjum. Ég veit ekki með ikkur en ég hugsa að sturlaður maður inn í íbúð sem filist að einhverjum reyk forði sér einfaldlega út úr íbúðinni eða út á svalir. Þetta er ekki eins og í bíómyndunum þar sem þú steinsofnar á 5 sek ef að ein dós að gasi lendir í sama herbergi og þú.
OG eins og margir hafa áður sagt þurfa menn hvorki að sjá né heira til að skjóta. Flsh er þar af leiðandi ekki sérlega gagnlegt þar sem aðeins ein leið er inn í íbúðina. Gæti hugsanlega virkað ef mjög gott væri að filgjast með maninum úr fjarska og tvær til þrjár leiðir inn til hans.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16490
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf GuðjónR » Þri 03. Des 2013 22:33

Það hefði líka verið hægt að skjóta hann með sniper af færi, spurning hvort lögreglan geri það ekki næst þegar svona gerist.
Mér finnst ekki réttlætanlegt að senda lögregluna á móti svona geðsjúkling sem skýtur á þá, það verður að teljast kraftaverk að hann drap engan.
Ég græt það ekki að svona hafi farið, enda maðurinn búinn að vera til vandræða amk.síðan 1981 og ekki í fyrsta sinn sem hann hótar fólki lífláti.
Blýkúlir, gas, flashblossar...þá á bara ekkert að dekstra svona menn, bara taka þá úr umferð þegar þeri fara yir þessa línu, þ.e. skjóta á fólk.
Ég vorkenni mest lögreglumanninum sem tók í gikkin og drap hann, jafvel þó það sér klárt mál að hann hafi verið í 100% sjálfvörn þá hlýtur það að vera þungur kross að bera að hafa banað manni, janfvel þó sá maður hafi verið sturlaður geðsjúkingur.



Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1328
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 98
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf Stuffz » Þri 03. Des 2013 22:47

Fyrst þetta er sérstakt mál og mikilvægt að púsla saman atriðum til að fá heildarmyndina þá hef ég fengið að heyra eftirfarandi að hann hafði komið þangað inn um sumarið og allavegana undir það síðasta að hann hafi verið með útvarp í gangi allan sólarhringinn, og aðrir íbúar hússins haft ónæði af því, hann hafði sett upp eitthvað skilaboðabox við hliðina á dyrunum hjá sér til að þeir sem voru að banka uppá hjá honum gætu skrifað eitthvað og sett í kassann sennilega af því hann fór sjaldan til dyra, líka skilst að eitthverjir hafi verið búnir að vinna skemmdir á útidyra hurð blokkarinnar eitthverju áður, til að komast inn mögulega, en hvort það hafi verið í tengslum við þennan einstakling veit ég ekki, það er náttúrulega möguleiki að eitthverjir hafi verið búnir að hafa í hótunum við manninn eða eitthvað sem orsakaði það að hann var í þessu sérstaklega hástemmda ójafnvægi þegar þessir atburðir gerast. bíllinn hans út á planinu var allur klesstur á hliðinni, skilst að hann hafi lent í árekstri á honum eitthverju áður.

Mynd

líka ég var að horfa á kastljós áðan og ég viðurkenni alveg að ég hef ekki hundsvit á skotvopnum en mér þótti skot-götin á hurðinni frekar hærra uppi en ég hefði ætlað, er hann ekki að skjóta upp og/eða til hliðar, eða beint fram? er að reyna að átta mig á hver er hugsunin eiginlega með miðuninni, en ekki bara kvitta þetta sem "just some psycho, so who cares", reyndar eru skotgötin á rúðunni líka hærra uppi en ég hefði haldið ef að maðurinn hafi verið að miða á eitthvað þarna á bílaplaninu, þetta er á 3 hæð, var þetta mjög hávaxinn maður eða?

Sjálfsagt rétt að gleyma ekki að hann á að hafa skotið af svölunum líka, hvort það var út í loftið eða annað hef ég ekki hugmynd um, ég geri ráð fyrir forhlað getur víst flogið lengra ef skotið er skáhallt upp en skáhalt niður á við eða beint fram, lögreglunemarnir hljóta að finna eitthver högl, það er sennilega ekkert ósennilegt að gat eftir hagl finnist á eitthverjum bílnum þarna á planinu ef skotið hafi verið þangað, en þetta skýrist allt vonandi á næstu misserum.

Og auðvitað voru þetta hættuskapandi aðstæður og rétt að lögreglan hafi verið kölluð til það er enginn að segja að svo sé ekki, ég er að velta fyrir mér hvort aðgerðaáætlanir séu "one size fits all" hvernig sem aðstæður eru, ég hef kynnst því sjálfur að farið hafi verið of geist og vanhugsað í hluti án þess að menn kynntu sér aðstæður almennilega og mál orðið að hálfgerðri Ping-Pong kúlu í kerfinu, svona eins og greyið maðurinn virðist hafa verið þarna í heilbrigðiskerfinu.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf Bjosep » Þri 03. Des 2013 23:32

Stuffz skrifaði:líka ég var að horfa á kastljós áðan og ég viðurkenni alveg að ég hef ekki hundsvit á skotvopnum en mér þótti skot-götin á hurðinni frekar hærra uppi en ég hefði ætlað, er hann ekki að skjóta upp og/eða til hliðar, eða beint fram? er að reyna að átta mig á hver er hugsunin eiginlega með miðuninni, en ekki bara kvitta þetta sem "just some psycho, so who cares", reyndar eru skotgötin á rúðunni líka hærra uppi en ég hefði haldið ef að maðurinn hafi verið að miða á eitthvað þarna á bílaplaninu, þetta er á 3 hæð, var þetta mjög hávaxinn maður eða?


Leita ekki skotvopn upp ef af þeim er hleypt?



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2850
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf CendenZ » Þri 03. Des 2013 23:44

Lýsandi íslensk meðvirkni.

Hvar í heiminum getur maður skotið 2 sinnum á lögreglumenn, í andlit og bringu með haglabyssu, og samt reynir lögreglan að sannfæra manninn að gefast upp ? Það var ekki fyrr en hann hafði tekið þrisvar sinnum í gikkinn í átt að lögreglu að þeir taka hann með valdi.

Þetta gerist bara á íslandi, þar sem meðvirkni virðist vera landlægur sjúkdómur.

og ímyndið ykkur, það er fólk sem ásakar lögreglu um misnotkun á valdi í þessu máli. Það getur engin sett sig í spor þeirra sem þurfti að aflífa manninn. Fáránlegt alveg hreint að lesa þessa "sérfræðinga" sbr. Heiðu..




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf Garri » Þri 03. Des 2013 23:57

Það er kannski ekki hægt að ásaka þá menn sem voru þarna á staðnum með þennan útbúnað einan. Þeirra úrræði virðast hafa verið af skornum skammti.

Það sem er gagnrýnivert er að þetta skuli vera einasti útbúnaðurinn sem og sú staðreynd að maðurinn skuli vera þarna undir "þessu eftirliti"



Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1067
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 28
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf Nördaklessa » Þri 03. Des 2013 23:59

köllum þetta bara karma, ef einhver fer að skjóta á fólk á hann einfallega von á því að vera skotinn til baka, málið dautt


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Gigabyte RTX 2080 8Gb | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD | ASRock CL25FF | HAF 912 Plus | Logitech z625 THX |


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf Garri » Mið 04. Des 2013 00:25

Ætla ekki að ræða þetta meir á þessum vettvangi. Búinn að segja það sem ég vildi segja og meira til.

Var að horfa á Kastljós og aldrei þessu vant virðast menn þar á bæ vera með puttana á púlsinum. Hrannar gagnrýnir þar réttilega þessa tvo tíma sem liðu frá því að sérsveitarmenn mættu á svæðið þar til maðurinn var látinn.

Eins er það ekki spurning að það er holt fyrir unga Vaktara að horfa á þetta Kastljós. Reyndar bæði fyrri og seinni helming.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf tdog » Mið 04. Des 2013 00:56

Ég set stórt spurningarmerki við heilbrigðiskerfið. Sem aðstandandi geðsjúklings þá finnst mér þetta ekki viðeigandi úrræði fyrir mann í þessari stöðu, er svo í pottinn búið að við getum ekki tryggt öryggi þeirra sem ótryggja öryggi flestra?

----
Þetta er náttúrulega harmleikur og hrikalegt að hann hafi fallið, en líklegast var það besta lausnin fyrir hann að deyja ef ekkert annað úrræði var í boði!



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf lukkuláki » Mið 04. Des 2013 09:39

Garri skrifaði: Fyrir utan það úrræði að hægt hefði verið að bíða.. og eitthvað meir en einn klukkutíma allavega. Maður sem er búinn að vera vakandi í rúmlegan sólahring, hlýtur að sofna fyrr en síðar.



Það var heilbrigðiskerfið sem brást manninum. Hann hefði átt að vera á viðeigandi stofnun.
Lögreglan brást hárrétt við þessum hrikalegu aðstæðum ... þú hefðir viljað láta þá spila bíbí og blaka fyrir hann svo hann myndi bara sofna :snobbylaugh


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf appel » Mið 04. Des 2013 10:10

Sá sem myrti öll börnin í Sandy Hook leikskólanum í BNA var geðsjúkur.

Geðsjúkir gera vofveiglega hluti, ekki heilbrigt fólk.

Það er eingöngu hægt að meðhöndla geðsjúka sem gera svona með einum hætti, og það er að skjóta til baka.

Ég þakka bara fyrir að þessi kauði hafi ekki ákveðið að það væri sniðug hugmynd að reyna drepa eins marga og hann gæti, ég er nú ekki viss um að Ísland meðhöndlaði slíkt.

Mér finnst ótrúlegt að hann skuli hafa komist yfir skotvopn. Er umsjón með skotvopnum virkilega svona losaraleg? Saknaði enginn byssunnar sinnar? Eiga menn ekki að hafa meiri gætur á svona vopnum? Mér finnst að eigandi þessa skotvopns eigi að sæta einhverri ábyrgð, enda er skotvopnið á hans ábyrgð og það er á hans ábyrgð að tryggja það að enginn annar en hann sjálfur geti notað það.


*-*

Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf Plushy » Mið 04. Des 2013 11:43

appel skrifaði:Sá sem myrti öll börnin í Sandy Hook leikskólanum í BNA var geðsjúkur.

Geðsjúkir gera vofveiglega hluti, ekki heilbrigt fólk.

Það er eingöngu hægt að meðhöndla geðsjúka sem gera svona með einum hætti, og það er að skjóta til baka.

Ég þakka bara fyrir að þessi kauði hafi ekki ákveðið að það væri sniðug hugmynd að reyna drepa eins marga og hann gæti, ég er nú ekki viss um að Ísland meðhöndlaði slíkt.

Mér finnst ótrúlegt að hann skuli hafa komist yfir skotvopn. Er umsjón með skotvopnum virkilega svona losaraleg? Saknaði enginn byssunnar sinnar? Eiga menn ekki að hafa meiri gætur á svona vopnum? Mér finnst að eigandi þessa skotvopns eigi að sæta einhverri ábyrgð, enda er skotvopnið á hans ábyrgð og það er á hans ábyrgð að tryggja það að enginn annar en hann sjálfur geti notað það.


Minnir að 1986 hafi hann framið rán í Noregi með byssu sem hann stal í Þýsklandi '81 eða '82 eða svipað.

Ætti samt að vera fylgst betur með þessu í dag, sérstaklega á Íslandi.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf lukkuláki » Mið 04. Des 2013 12:08



If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2397
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Tengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf littli-Jake » Mið 04. Des 2013 13:40

appel skrifaði:
Mér finnst ótrúlegt að hann skuli hafa komist yfir skotvopn. Er umsjón með skotvopnum virkilega svona losaraleg? Saknaði enginn byssunnar sinnar? Eiga menn ekki að hafa meiri gætur á svona vopnum? Mér finnst að eigandi þessa skotvopns eigi að sæta einhverri ábyrgð, enda er skotvopnið á hans ábyrgð og það er á hans ábyrgð að tryggja það að enginn annar en hann sjálfur geti notað það.


Ef ég man rétt þurfti ég að skila inn læknisvottorði þegar ég sótti um skotvopnaleifið fyrir 4 árum síðan. Efast stórlega um að maðurinn hafi átt vopnið. Hann hefur þá allavega mjög ólíklega verið skráður fyrir því og eignast með hefðbundnum hætti.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf rango » Mið 04. Des 2013 16:16

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... reglumenn/

Þeir skutu þennan ekki, Hvað er fólk að væla yfir þessu?
Hvergi annarstaðar fær maður að skjóta og skjóta á lögguna, hæfa tvo og samt fara þeir inn.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf Hargo » Mið 04. Des 2013 19:10

Þegar ég fékk mitt byssuleyfi þá þurfti ég að skila inn læknisvottorði og sakavottorði. Læknisvottorðið var auðfengið. Fór á heilsugæslu til læknis, sagðist þurfa læknisvottorð vegna byssuleyfis. Hann spurði "Ertu með geðsjúkdóm?". Ég svaraði nei, hviss bamm búmm. Kominn með vottorð.

Nú er það þannig að þegar maður fer á heilsugæslu t.d. í Kópavogi, þá sér læknirinn þar ekki sjúkrasöguna mína hjá öðrum lækni á annarri heilsugæslu í Reykjavík - eða hvað? Hvernig er það þegar einstaklingur sem hefur verið lagður inn á Klepp fyrir einhverju síðan mætir á heilsugæsluna sína og læknirinn þar flettir honum upp? Sér hann umsagnir annarra lækna á Kleppi eða Landspítalanum?



Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1328
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 98
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf Stuffz » Fim 05. Des 2013 21:05

Bjosep skrifaði:
Stuffz skrifaði:líka ég var að horfa á kastljós áðan og ég viðurkenni alveg að ég hef ekki hundsvit á skotvopnum en mér þótti skot-götin á hurðinni frekar hærra uppi en ég hefði ætlað, er hann ekki að skjóta upp og/eða til hliðar, eða beint fram? er að reyna að átta mig á hver er hugsunin eiginlega með miðuninni, en ekki bara kvitta þetta sem "just some psycho, so who cares", reyndar eru skotgötin á rúðunni líka hærra uppi en ég hefði haldið ef að maðurinn hafi verið að miða á eitthvað þarna á bílaplaninu, þetta er á 3 hæð, var þetta mjög hávaxinn maður eða?


Leita ekki skotvopn upp ef af þeim er hleypt?


fer eftir ýmsu geri ég ráð fyrir, mín þekking á þeim takmarkast við rambó og mythbusters :P

samt hérna er kannski ágætis viðeigandi/fræðandi vídeó í slow motion:



Annars varðandi aðkomu lögreglunnar þá kannski gerði þeir hluti ekki vitlaust miðað við þær forsendur sem aðgerðaáætlanir sem þeir vinna eftir gera ráð fyrir, bara spurning þegar forsendurnar reynast rangar því aðstæður eru öðruvísi en aðilar eiga að venjast hvort ekki þurfi að endurmeta nálgun í sambærilegum málum til framtíðar, svo vænta megi heillavænlegri niðurstaðna sem allir aðkomandi aðilar geta notið góðs af.

Lögreglustörf hafa aldrei verið fyrir hvern sem er, enda krefjandi störf, þess vegna líka væntir maður mikils af þeim.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1857
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf Nariur » Fim 05. Des 2013 22:56

Stuffz skrifaði:líka ég var að horfa á kastljós áðan og ég viðurkenni alveg að ég hef ekki hundsvit á skotvopnum en mér þótti skot-götin á hurðinni frekar hærra uppi en ég hefði ætlað, er hann ekki að skjóta upp og/eða til hliðar, eða beint fram? er að reyna að átta mig á hver er hugsunin eiginlega með miðuninni, en ekki bara kvitta þetta sem "just some psycho, so who cares", reyndar eru skotgötin á rúðunni líka hærra uppi en ég hefði haldið ef að maðurinn hafi verið að miða á eitthvað þarna á bílaplaninu, þetta er á 3 hæð, var þetta mjög hávaxinn maður eða?


Það má gera ráð fyrir að hann hafi haldið byssunni í höfuðhæð þegar hann skaut í gegn um hurðina, það er venjan, og að hann hafi skotið nokkuð beint. Götin eru í samræmi við það. Lögreglan braut rúðurnar með gashylkjum, skilst mér.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


orangestone
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fös 25. Mar 2011 16:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf orangestone » Fös 06. Des 2013 01:12

væri hægt að loka gluggum og hurðum íbúðar með sterkum plötum eða sveigjanlegu efni sem dregur mátt úr skotum, td gömul troll, og lyfta þessu upp með kranabíl eða skotbómulyftara eða hífa upp, festa fyrst talíu á þak. eða nota stangir grindur.
eða að safna þeim sem líklegir eru til árása í annað húsnæði fjarri fjölskyldum og öðrum, jafnvel sérútbúið hús með opum lokanlegum utanfrá auðveldlega eða búnaði innanhúss til að ná stjórn á fólki, rafstuðtæki eða úðakerfi m köldu vatni osfrv eða net eða plötur sem færast og þrengja að.
eða að nota slökkvibíla og kannski kranakörfu með skildi til að sprauta köldu vatni inn um glugga og dyr , eða volgu, bleytir kannski í púðri skotanna eða eru þau vatnsþétt.
eða að bauna einhverju, td boltum inn um gluggann í miklu magni ,og fylla íbúðina tefur hreyfingar , kannski stykki sem krækjast saman, helst nógu þungt til að halda manni niðri en nógu létt til að hindri ekki öndun um of
eða raflost tæki sem springur í margar áttir með elektróður
eða sérstakan langan og liðugan arm á krana sem fer inn um glugga og grípur um manninn
eða dýr, skjóta þúsund hænum inn um gluggann, og köttum og hundum og kindum og máfum og reka hestastóð upp stigaganginn, hægt að hafa næga hesta til reiðu úr hesthúsum árbæjar víðidal, og milljón fiskiflugur og já nú veit ég , geitungar.
eða nota óþef , dælu niður í næsta ræsi og senda góðan skammt af skít inn. eða hafa tilbúið í smá tankbíl eitthvað skemmt og úldið gums, þá þarf hann að æla og verður óvígur
eða já hugmyndaflæði leiðir til einstakra skárri hugmynda, sérþjálfaða árásarhunda inn um gluggann sem kunna að meiða og halda en bannað að drepa.
fallbyssuskot inn um gluggann , gæti fattað að það væri ofurefli þegar vegur hrynur. þyrla gæti náð betri sýn inn um glugga og miði með gúmmíkúlum, eða speglar á stöngum frá jörð og myndupptökuvélar eða henda þeim bara inn , vélar sem senda út mynd á örbylgju , nógu margar bara og helmingurinn eða flestar óvirkar td , dundar sér þá við að skemma þær
spila óþolandi músík þangað til hann gefst upp , eða mismunandi mússík og bíómyndir þangað til hittist á það sem hann fílar og fer að dansa og kemst í gott skap.
skjóta inn fíkniefnum og bjór og vodka og konfekti og vindlum til að mýkja hann upp , og klámblöðum. uppdúkað veisluborð með steik að glugganum
jólatré og gjafir og jólalög , stinga því inn um gluggann. spila barnsrödd hjalandi hlægjandi eða unaðsstunur konu, hey , snjóvél, minna vatnstjón þannig kannski. fjarstýrðar þyrlur með myndavélum. reyna eitthvað sem hann kannski virðir , hells angels á staðinn með gjallarhorn og hótanir. eitthvað vopn td sjálfvirkt sem veldur blóðmissi en grunnum sárum. golf, safna saman golfurum og já. peningar , safna í sjóð , setja einhvern traustvekjandi í hljóðkerfið til að bjóða honum fé, jah td forsetann, gæti boðið honum í mat og drykki, fréttamann, ómar rangarsson. hundrað þús eða hálfa millu . virðing , bjóða honum einhverja stöðu, yfirmaður hugmyndafræðibreytinga ríkisins, eða vináttu við þekktan mann, andra, er nokkur vinalegri, bjóða land og búskap , bát og fiskirí, ferðalög kringum hnöttinn til sælulanda. ævintíraferðir og fallhlífastökk. kraftmikinn bíl. skriðdreka. og mætti skjóta á pappalöggur úti í móa. þykjast skilja hann svo vel, tala hann til þannig . elliðaárnar. risaslöngu í þær fyrir ofan og hinn endann inn um gluggann. nei myndi drukkna. jæja .



Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf Yawnk » Fös 06. Des 2013 01:20

eða nota óþef , dælu niður í næsta ræsi og senda góðan skammt af skít inn. eða hafa tilbúið í smá tankbíl eitthvað skemmt og úldið gums, þá þarf hann að æla og verður óvígur

Hahahaha, ég verð að viðurkenna það að ég hló smá að þessu :D



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Tengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf chaplin » Fös 06. Des 2013 01:41

Ég hef ekki lesið eitt einasta komment hérna og ætla ekki að blanda mér í umræðuna þar sem mér finnst hún hundleiðinleg en mig grunar auðvita að menn séu að rífast um sama hlutinn og allsstaðar annars staðar, það að lögreglan hefði átt að bíða lengur áður en þeir skutu manninn.

1. Þið sem eruð á þeirri skoðun gerið ykkur sjálfsagt ekki grein fyrir því að maðurinn var búinn að skjóta á tvö sérsveitarmenn. Hvað væri réttast að gera í stöðunni ef annar þeirra (eða báðir) hefðu látist?

2. Hvað hefði lýðurinn sagt (og þá sérstaklega þið sem hefðuð viljað að sérsveitin hefði beðið lengur) ef maðurinn hefði náð að myrða einhvern almennan borgara? "Afhverju var sérstveitin ekki löngu búin að skjóta manninn! Þetta er sérsveitinni að kenn!" ?

3. Fjölskyldan, af öllum, voru ánægð að þetta fór ekki verr (að eingöngu hann týndi lífi). Þetta er fólk sem þekkti manninn. Pælið aðeins í því.

Ég er orðinn ógeðslega þreyttur og leiður á þessu endalausa hatri gagnvart lögreglunni, virðist vera trend í dag að vera á móti löggunni.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf Plushy » Fös 06. Des 2013 01:57

chaplin skrifaði:Ég hef ekki lesið eitt einasta komment hérna og ætla ekki að blanda mér í umræðuna þar sem mér finnst hún hundleiðinleg en mig grunar auðvita að menn séu að rífast um sama hlutinn og allsstaðar annars staðar, það að lögreglan hefði átt að bíða lengur áður en þeir skutu manninn.

1. Þið sem eruð á þeirri skoðun gerið ykkur sjálfsagt ekki grein fyrir því að maðurinn var búinn að skjóta á tvö sérsveitarmenn. Hvað væri réttast að gera í stöðunni ef annar þeirra (eða báðir) hefðu látist?

2. Hvað hefði lýðurinn sagt (og þá sérstaklega þið sem hefðuð viljað að sérsveitin hefði beðið lengur) ef maðurinn hefði náð að myrða einhvern almennan borgara? "Afhverju var sérstveitin ekki löngu búin að skjóta manninn! Þetta er sérsveitinni að kenn!" ?

3. Fjölskyldan, af öllum, voru ánægð að þetta fór ekki verr (að eingöngu hann týndi lífi). Þetta er fólk sem þekkti manninn. Pælið aðeins í því.

Ég er orðinn ógeðslega þreyttur og leiður á þessu endalausa hatri gagnvart lögreglunni, virðist vera trend í dag að vera á móti löggunni.


Þetta er basically það sem margir eru búnir að vera segja vs. það sem aðrir eru búnir að segja: eins og af hverju biðu þeir ekki lengur, eða fengu sálfræðing til að tala við hann ](*,) eða skjóta hann með deyfilyfjum, spjalla við hann og svona... :p

edit: ahah shit hvað loksins að lesa núna klausuna hérna að ofan. Held að það sé best að hitta á rétta tóninn með tónlist eða mynd og láta hann fara dansa, eða lyfta upp borði með dúk og steik hahaha



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1857
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er í gangi í Árbænum?

Pósturaf Nariur » Fös 06. Des 2013 02:11

orangestone skrifaði:væri hægt að loka gluggum og hurðum íbúðar með sterkum plötum eða sveigjanlegu efni sem dregur mátt úr skotum, td gömul troll, og lyfta þessu upp með kranabíl eða skotbómulyftara eða hífa upp, festa fyrst talíu á þak. eða nota stangir grindur. Hefði tekið allt of langan tíma.
eða að safna þeim sem líklegir eru til árása í annað húsnæði fjarri fjölskyldum og öðrum, jafnvel sérútbúið hús með opum lokanlegum utanfrá auðveldlega eða búnaði innanhúss til að ná stjórn á fólki, rafstuðtæki eða úðakerfi m köldu vatni osfrv eða net eða plötur sem færast og þrengja að. Enginn myndi sætta sig að búa í þannig húsi. Það er til önnur útgáfa af því, almennt kallað Kleppur. Flestir eru sammála um að hann hefði átt að vera þar.
eða að nota slökkvibíla og kannski kranakörfu með skildi til að sprauta köldu vatni inn um glugga og dyr , eða volgu, bleytir kannski í púðri skotanna eða eru þau vatnsþétt. Til að gera þetta þarf að standa beint fyrir framan brjálaðan mann með byssu, án skjós. Hann, á hinn bóginn hefur skjól.
eða að bauna einhverju, td boltum inn um gluggann í miklu magni ,og fylla íbúðina tefur hreyfingar , kannski stykki sem krækjast saman, helst nógu þungt til að halda manni niðri en nógu létt til að hindri ekki öndun um of. Of erfitt, tekur of langan tíma og undirbúning, er ekki til.
eða raflost tæki sem springur í margar áttir með elektróður. Ekki til.
eða sérstakan langan og liðugan arm á krana sem fer inn um glugga og grípur um manninn. Ekki til.
eða dýr, skjóta þúsund hænum inn um gluggann, og köttum og hundum og kindum og máfum og reka hestastóð upp stigaganginn, hægt að hafa næga hesta til reiðu úr hesthúsum árbæjar víðidal, og milljón fiskiflugur og já nú veit ég , geitungar. Ég hló. Annars er ljóst að hann myndi bara skjóta dýrin.
eða nota óþef , dælu niður í næsta ræsi og senda góðan skammt af skít inn. eða hafa tilbúið í smá tankbíl eitthvað skemmt og úldið gums, þá þarf hann að æla og verður óvígur. Táragas var notað, ætti að virka betur / auðveldara / eyðileggur ekki alla blokkina.
eða já hugmyndaflæði leiðir til einstakra skárri hugmynda, sérþjálfaða árásarhunda inn um gluggann sem kunna að meiða og halda en bannað að drepa. Fólk er almennt betra en hundar í svoleiðis, þeir voru með þannig. Hann hefði átt auðveldara með að drepa hundinn. Planið var ekki að drepa manninn.
fallbyssuskot inn um gluggann , gæti fattað að það væri ofurefli þegar vegur hrynur. Einu fallbyssurnar á Íslandi eru á varðskipunum. þyrla gæti náð betri sýn inn um glugga og miði með gúmmíkúlum,Of erfitt/hættulegt eða speglar á stöngum frá jörð og myndupptökuvélar eða henda þeim bara inn , vélar sem senda út mynd á örbylgju , nógu margar bara og helmingurinn eða flestar óvirkar td , dundar sér þá við að skemma þær Tæki sem kosta milljónir til að trufla mannin? Er hvort eða er ekki til.
spila óþolandi músík þangað til hann gefst upp , eða mismunandi mússík og bíómyndir þangað til hittist á það sem hann fílar og fer að dansa og kemst í gott skap.
Allt hér eftir er eiginlega bara bull sem virkar augljóslega ekki.
skjóta inn fíkniefnum og bjór og vodka og konfekti og vindlum til að mýkja hann upp , og klámblöðum. uppdúkað veisluborð með steik að glugganum
jólatré og gjafir og jólalög , stinga því inn um gluggann. spila barnsrödd hjalandi hlægjandi eða unaðsstunur konu, hey , snjóvél, minna vatnstjón þannig kannski. fjarstýrðar þyrlur með myndavélum. reyna eitthvað sem hann kannski virðir , hells angels á staðinn með gjallarhorn og hótanir. eitthvað vopn td sjálfvirkt sem veldur blóðmissi en grunnum sárum. golf, safna saman golfurum og já. peningar , safna í sjóð , setja einhvern traustvekjandi í hljóðkerfið til að bjóða honum fé, jah td forsetann, gæti boðið honum í mat og drykki, fréttamann, ómar rangarsson. hundrað þús eða hálfa millu . virðing , bjóða honum einhverja stöðu, yfirmaður hugmyndafræðibreytinga ríkisins, eða vináttu við þekktan mann, andra, er nokkur vinalegri, bjóða land og búskap , bát og fiskirí, ferðalög kringum hnöttinn til sælulanda. ævintíraferðir og fallhlífastökk. kraftmikinn bíl. skriðdreka. og mætti skjóta á pappalöggur úti í móa. þykjast skilja hann svo vel, tala hann til þannig . elliðaárnar. risaslöngu í þær fyrir ofan og hinn endann inn um gluggann. nei myndi drukkna. jæja .


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED