Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf hakkarin » Lau 13. Okt 2012 17:48

Hér er síðan þeirra: http://www.afram-island.is/

Hver er skoðun ykkar á þessum flokki?

Það er margt gott þarna en mér líkar afar ílla við þessa fríverslunar hugmyndir þeirra. Ég vil ekki bara opna fyrir allt á Íslandi, mér finnst það vera ógeðslega mikil skammtímahugsun.

Skoðun?

EDIT: Hér er viðtal í Egills: http://ruv.is/sarpur...-haegri-graenna




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf Blackened » Lau 13. Okt 2012 19:08

án þess reyndar að hafa kynnt mér þetta nokkuð.. afhverju er skammtímahugsun að opna fyrir allt?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf AntiTrust » Lau 13. Okt 2012 19:10

Tala ekkert um aðskilnað ríkis og kirkju = ekki til fyrir mér.



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf hfwf » Lau 13. Okt 2012 19:11

Berðu saman hægri græna saman við álíka hópa i USA þá þá færðu þitt svar. HG hér heima eru ekki eins hardcore




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf Blackened » Lau 13. Okt 2012 19:12

AntiTrust skrifaði:Tala ekkert um aðskilnað ríkis og kirkju = ekki til fyrir mér.


Haha það er reyndar eiginlega svolítið svoleiðis.. það er löngu löngu kominn tími til að þetta verði aðskilið!



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf intenz » Lau 13. Okt 2012 20:51

AntiTrust skrifaði:Tala ekkert um aðskilnað ríkis og kirkju = ekki til fyrir mér.

Sendi þeim póst varðandi það. Skal henda hingað inn þegar ég fæ svar. :)

Annars renndi ég yfir stefnumálin þeirra og líst eiginlega bara vel á þetta. Nýtt fólk, nýtt blóð.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf coldcut » Lau 13. Okt 2012 21:21

Vissulega alltaf gaman að fá nýtt blóð í stjórnmál en gerið það nú fyrir mig að lesa þennan 20+ flokka lista af stefnumálum. Eins og þeir hafi fengið 100manns til að skrifa niður hvað þeir vilji og hent því svo öllu á netið sem stefnumál...




322
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 17. Jan 2011 19:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf 322 » Lau 13. Okt 2012 22:01

Hann lagðist ágætlega í mig þar til ég fór að lesa stefnumál hans. Það er ýmislegt fínt og margt mjög flott en svo er annað sem fékk mig til þess að reka upp stór augu. Núna finnst mér þetta vera hálfgerður fasistaflokkur í dulargerfi. Þegar maður les yfir dómstóla, glæpasamtök og löggæslugreinarnar fær maður hroll og það minnir mann á police state pælingar einhverjar.




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf IL2 » Lau 13. Okt 2012 23:15

Fortíð Guðmundar Franklín í viðskiptum veldur því að ég mundi aldrei kjósa hann, sama fyrir hvaða flokk hann væri.




dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf dandri » Sun 14. Okt 2012 00:18

Sum stefnumálin eru flott en annað er full amerískt.

Lengja og herða dóma fyrir öll afbrot.
Lög um rafræn öklabönd á barnaníðinga, nauðgara, síafbrotamenn og fíkniefnasala eftir að þeir eru leystir úr fangelsi.
Nefndir alþingis skulu geta kallað á vitnisburð aðila með vitnastefnu (subpoena) að viðlagðri refsingu.
Flokkurinn er hlynntur að taka upp samfélagsþjónustu í stað skilorðsbundinna refsidóma.


AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf hakkarin » Sun 14. Okt 2012 02:45

Blackened skrifaði:án þess reyndar að hafa kynnt mér þetta nokkuð.. afhverju er skammtímahugsun að opna fyrir allt?


Vill ekki eyðileggja hluti eins og landbúnað og skemma störf og iðnað með eitthverjari öfgafríverslun. Það er allt í lagi að opna landið eitthvað meirra, en ekki svona mikið.

322 skrifaði:Hann lagðist ágætlega í mig þar til ég fór að lesa stefnumál hans. Það er ýmislegt fínt og margt mjög flott en svo er annað sem fékk mig til þess að reka upp stór augu. Núna finnst mér þetta vera hálfgerður fasistaflokkur í dulargerfi. Þegar maður les yfir dómstóla, glæpasamtök og löggæslugreinarnar fær maður hroll og það minnir mann á police state pælingar einhverjar.


Hvernig er flokkurinn "fasista flokkur í dulagerfi"?

dandri skrifaði:Sum stefnumálin eru flott en annað er full amerískt.

Lengja og herða dóma fyrir öll afbrot.
Lög um rafræn öklabönd á barnaníðinga, nauðgara, síafbrotamenn og fíkniefnasala eftir að þeir eru leystir úr fangelsi.
Nefndir alþingis skulu geta kallað á vitnisburð aðila með vitnastefnu (subpoena) að viðlagðri refsingu.
Flokkurinn er hlynntur að taka upp samfélagsþjónustu í stað skilorðsbundinna refsidóma.


Finnst þetta bara vera flott og sé ekkert af þessu. Fangelsisdómar á Íslandi eru brandarar.




Jim
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Mán 23. Ágú 2010 14:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf Jim » Sun 14. Okt 2012 03:04

Reynslan hefur sýnt að glæpir minnka ekki þó að dómarnir séu hertir.



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf hakkarin » Sun 14. Okt 2012 05:33

Jim skrifaði:Reynslan hefur sýnt að glæpir minnka ekki þó að dómarnir séu hertir.


Þetta er ekki bara spurning um að draga úr glæpum, þetta er líka spurning um réttlæti. Myndi þér til dæmist finnast það vera sanngjarnt ef að eitthver nauðgaði dóttir þinni og fengi síðan bara 3 mánaða dóm?

Það er fullt af ógeðisliði sem á skilið að dússa inni mikið lengur en það gerir. Hefur ekkert að gera með það hvort að það dragi úr glæpum eða ekki.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 14. Okt 2012 06:16

Sjálfur hef ég ekki mikla skoðun á stjórnmálum en mér finnst vanta að fá betri yfirsýn hvað skattpeningurinn minn er að fara í. Ég myndi vilja geta stjórnað (allavegana hluta af mínum skattgreiðslum) hvað þær eru að fara í. Það væri ekki leiðinlegt ef það væri eitthvað álíka funding kerfi í líkingu við Kickstarter og stjórmálaflokkar þyrftu að setja upp campaign ef þau vilja fá eitthvað málefni í gegn og þurfa að ná eitthverri X tölu frá skattgreiðendum ef ætti að reisa mannvirki o.s.frv.
http://www.lockergnome.com/news/2012/08/23/government-kickstarter/


Just do IT
  √

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf Tiger » Sun 14. Okt 2012 11:14

Það er bara engan vegin hægt að dæma flokka út frá stefnumálum lengur. Þeim mum háleytari sem þau eru, þeim mun minna af þeim verður staðið við. Það er alveg á tæru að við kjósendur neyðum þá ekki til að standa við eitt né neitt, og kjósum svo bara sama liðið aftur og aftur.

En nýtt blóð er gott, svo lengi sem það er ekki í sama blóðflokk og allt hitt blóðið.

Þetta er t.d. auglýsingaloforð Sjálsstæðisflokksins fyrir hrun....þetta loforð sem var á öllum strætóstoppustöðum var ofsa gott, en stóðst eitthvað af því.

Mynd

Ég mun að öllum líkindum skila auðu í næstu kosningum.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf Klemmi » Sun 14. Okt 2012 11:23

Finnst þessi heimasíða, bæði textinn og útlitið, vera eins og eitthvað sem grunnskólakrakki bjó til í tölvutíma.

Hent fram tölfræði án nokkura heimilda eða hugmynda um hvernig tölurnar eru fengnar, auk þess án nokkurs rökstuðning um hvernig hlutirnir ganga upp:
lækkun matvöruverðs um 20 – 30% með fríverslunarsamningi við Bandaríkin og jafnframt með afnámi tolla, vörugjalda og einokunar. 20% flatur skattur


Get ekki tekið þau alvarlega.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf hagur » Sun 14. Okt 2012 12:00

Útópísk stefnuskrá. Vantar bara "Já, svo fá allir nýjan bíl ókeypis




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf Garri » Sun 14. Okt 2012 12:18

Það að einn helsti hrunverji Íslands, Guðmundur Franklín skuli vera þarna er mikið meir en nóg til að láta mig ekki líta við þessum söfnuði.

Maðurinn virkar á mig eins óheiðarlegur og óheiðarlegur maður getur virkað. Mundi ekki taka minnsta mark á honum. Meir mark takandi á Jóni Gnarr.. hann sagði þó að hann ætlaði að lofa öllu fögru og svíkja það. (held að margir hafi ekki fattað að hann meinti það)



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf dori » Sun 14. Okt 2012 16:51

Það geta allir fundið eitthvað sem þeir vilja á þessari stefnuskrá. Vandamálið er bara að hún stenst ekki alveg (það eru atriði þar inni sem stangast á við önnur atriði).
Svo hafa menn bent á að þetta sé vafasamur maður. Ég hef líka heyrt eitthvað um það, samt ekkert nógu ítarlegt, bara heyrt fólk nefna það. Veit einhver hérna eitthvað um hvað er átt við?



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf intenz » Sun 14. Okt 2012 17:17

Hver er Guðmundur Franklin? Kannast við nafnið en er ekki með skýra mynd af því hver þetta er.

Sent from my Nexus 7 using Tapatalk 2


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf Bjosep » Sun 14. Okt 2012 17:44

intenz skrifaði:Hver er Guðmundur Franklin? Kannast við nafnið en er ekki með skýra mynd af því hver þetta er.



Að því er ég best veit var Guðmundur Franklín verðbréfamiðlari á Wall Street einhvern tímann fyrir hrun. Veit reyndar ekki hvenær hann sneri aftur þaðan EÐA af hverju hann er einn helsti hrunverjinn. Væri alveg til í því að sjá rökstuðning fyrir þeirri fullyrðingu.

Garri skrifaði:Það að einn helsti hrunverji Íslands, Guðmundur Franklín skuli vera þarna er mikið meir en nóg til að láta mig ekki líta við þessum söfnuði.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf Garri » Sun 14. Okt 2012 17:49

Þegar ég tala um hrunverja þá er ég að tala um menn sem verja allt það sem gert var hér fyrir hrun og ber höfuðábyrgð á því að hér fór allt til andskotans.

Ef menn vilja fá slíka menn í okkar stjórnmál aftur.. þá verði þeim að góðu, því miður ræð ég svo til engu um það.




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf Bjosep » Sun 14. Okt 2012 18:15

Garri skrifaði:Þegar ég tala um hrunverja þá er ég að tala um menn sem verja allt það sem gert var hér fyrir hrun og ber höfuðábyrgð á því að hér fór allt til andskotans.

Ef menn vilja fá slíka menn í okkar stjórnmál aftur.. þá verði þeim að góðu, því miður ræð ég svo til engu um það.


Geturðu rökstutt það að Guðmundur Franklín sé einn helsti hrunverji landsins með einhverju haldbæru ??



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf Gúrú » Sun 14. Okt 2012 19:45

Garri skrifaði:Þegar ég tala um hrunverja þá er ég að tala um menn sem verja allt það sem gert var hér fyrir hrun og ber höfuðábyrgð á því að hér fór allt til andskotans.


Hvernig getur maður sem var ekki í neinni stjórnunarstöðu verið einn af þeim helstu sem bera höfuðábyrgð á því? Give me a break.


Modus ponens


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á hægri grænum?

Pósturaf Garri » Sun 14. Okt 2012 19:57

Gúrú skrifaði:
Garri skrifaði:Þegar ég tala um hrunverja þá er ég að tala um menn sem verja allt það sem gert var hér fyrir hrun og ber höfuðábyrgð á því að hér fór allt til andskotans.


Hvernig getur maður sem var ekki í neinni stjórnunarstöðu verið einn af þeim helstu sem bera höfuðábyrgð á því? Give me a break.

Hmmmm...

Hvar segi ég hann bera höfuðábyrgð á hruninu?????

Ég segi Guðmund vera einn af þeim forkólfum sem sé að verja þá hugmyndafræði sem setti allt hér á hvolf og ber höfuðábyrgð á hruninu (lesist að sjálfsögðu að það er hugmyndafræðin sem ber ábyrgð á hruninu, ekki Guðmundur)

Orðrétt sagði ég: "Þegar ég tala um hrunverja þá er ég að tala um menn sem verja allt það sem gert var hér fyrir hrun og ber höfuðábyrgð á því að hér fór allt til andskotans."

Og þegar ég segi, "verja allt það sem gert var hér fyrir hrun" þá er ég ekki að tala um eiginlega gerendur, heldur einstaklinga sem verja hugmyndafræðina sem setti hér allt á hvolf. Orðrétt: "..sem gert var hér fyrir hrun og ber höfuðábyrgð á því að hér fór allt til andskotans."

Annars gleymdi ég alveg helstu hrunverjunum.. þeim Ingva Hrafni og Co. sem gagga á Inn stöðinni. Guðmundur var á tali hjá Ingva Hrafni fyrir stuttu og eftir einhverja froðuræðu Guðmundar, lyftist brúnin á "andskotanum" og hann söng.. "Amen og Haleljúa"