einarth skrifaði:Samkvæmt þessu sýnist mér Vodafone vera ódýrari, en nú veit ég ekki hvernig útreikninga Natti var að notast við.
Kv, Einar.
Haha, ok. My bad, gerði ekki ráð fyrir línugjaldi (gjald fyrir heimasíma) í þessa útreikninga mína.
Það vill nefninlega þannig til að flest heimili hafa verið með símalínu og heimasíma fyrir (þrátt fyrir að það sé örlítið að breytast nú í seinni tíð) þannig að ég ég tók "línugjald" ekki með inn í verðsamanburðinn.
Í tilfelli foreldra minna (sem er eini aðilinn sem ég hef þurft að pæla í þessu fyrir) þá vilja þau vera áfram með heimasíma hjá Símanum, þannig að þó þau hefðu fært internetið sitt yfir á Ljósnet GR, þá hefðu þau aldrei sparað sér "línugjaldið", og því setið uppi með hærri útlagðan kostnað per mánaðarmót.
Í þeirra tilfelli var Vodafone via Ljósnet GR því dýrari heldur en Ljósnet Símans.
(Aðrir þjónustuaðilar á Ljósneti GR komu ekki til greina sem raunverulegir valkostir þegar þetta var skoðað, valið var á milli Símans og Vodafone.)