Hringdu.is

Allt utan efnis
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf natti » Fös 18. Maí 2012 21:16

einarth skrifaði:Samkvæmt þessu sýnist mér Vodafone vera ódýrari, en nú veit ég ekki hvernig útreikninga Natti var að notast við.

Kv, Einar.


Haha, ok. My bad, gerði ekki ráð fyrir línugjaldi (gjald fyrir heimasíma) í þessa útreikninga mína.
Það vill nefninlega þannig til að flest heimili hafa verið með símalínu og heimasíma fyrir (þrátt fyrir að það sé örlítið að breytast nú í seinni tíð) þannig að ég ég tók "línugjald" ekki með inn í verðsamanburðinn.
Í tilfelli foreldra minna (sem er eini aðilinn sem ég hef þurft að pæla í þessu fyrir) þá vilja þau vera áfram með heimasíma hjá Símanum, þannig að þó þau hefðu fært internetið sitt yfir á Ljósnet GR, þá hefðu þau aldrei sparað sér "línugjaldið", og því setið uppi með hærri útlagðan kostnað per mánaðarmót.
Í þeirra tilfelli var Vodafone via Ljósnet GR því dýrari heldur en Ljósnet Símans.
(Aðrir þjónustuaðilar á Ljósneti GR komu ekki til greina sem raunverulegir valkostir þegar þetta var skoðað, valið var á milli Símans og Vodafone.)


Mkay.

Skjámynd

birgirdavid
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Sun 24. Maí 2009 21:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf birgirdavid » Mið 23. Maí 2012 13:03

Er enn vesen með netið hjá þeim eins og maður er búinn að lesa hér á þræðinum ?
Er að spá í skiptingu því ég er svo spenntur við 250 gb hjá Hringdu útaf það er skelfilegt að vera með 80 gb hjá Vodafone


Turninn : Gigabyte P55A-UD3 - Intel Core i7-860 2.8 GHz - Nvidia GeForce GTS250 1GB og Nvidia GeForce 9500 GT - 4GB Mushkin DDR3 - AXP 500W - 3x Seagate 500GB - Cooler Master HAF X
Jaðarbúnaður : 1x BenQ 22" og 2x 19" Acer - MX510 - Razer Reclusa - Sennheiser HD595

Iphone 4S


twacker
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Fim 30. Sep 2010 14:04
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf twacker » Mið 23. Maí 2012 16:20

Kuldabolinn skrifaði:Er enn vesen með netið hjá þeim eins og maður er búinn að lesa hér á þræðinum ?
Er að spá í skiptingu því ég er svo spenntur við 250 gb hjá Hringdu útaf það er skelfilegt að vera með 80 gb hjá Vodafone

Þeir eru búnir að stækka útlanda linkinn til muna þannig að það hafa ekki verið neinar kvartanir undanfarið. Getur alltaf prófað að skipta, enginn binditími hjá þeim.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf dori » Mið 23. Maí 2012 16:28

Kuldabolinn skrifaði:Er enn vesen með netið hjá þeim eins og maður er búinn að lesa hér á þræðinum ?
Er að spá í skiptingu því ég er svo spenntur við 250 gb hjá Hringdu útaf það er skelfilegt að vera með 80 gb hjá Vodafone

Það var eitthvað smá vesen með netið hjá mér síðustu daga. Hefur dottið út í mislangan tíma við og við síðan á uppstigningadag. Maður finnur sér eitthvað annað að gera en samt slæmt. Þeir vildu meina að það hefði verið eitthvað vesen með línuna og það var lagað en svo datt það samt út í einhvern hálftíma í gærkvöldi.

Mest bögg að þetta vill alltaf vera að gerast þegar símaverið þeirra er lokað svo maður fær engin svör.




ORION
spjallið.is
Póstar: 443
Skráði sig: Þri 29. Nóv 2011 13:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf ORION » Mið 23. Maí 2012 16:50

Þetta er allt annað núna, 50 sinnum betri þjónusta.

svo eru þeir ekkert að kvarta/cappa netið.
"Gleymi" stundum uploadinu í gangi :guy


Missed me?

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16524
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2120
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf GuðjónR » Mið 23. Maí 2012 16:52

twacker skrifaði:
Kuldabolinn skrifaði:Er enn vesen með netið hjá þeim eins og maður er búinn að lesa hér á þræðinum ?
Er að spá í skiptingu því ég er svo spenntur við 250 gb hjá Hringdu útaf það er skelfilegt að vera með 80 gb hjá Vodafone

Þeir eru búnir að stækka útlanda linkinn til muna þannig að það hafa ekki verið neinar kvartanir undanfarið. Getur alltaf prófað að skipta, enginn binditími hjá þeim.


Ég er með flottan hraða hjá þeim :happy



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6379
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf worghal » Mið 23. Maí 2012 17:15

ORION skrifaði:Þetta er allt annað núna, 50 sinnum betri þjónusta.

svo eru þeir ekkert að kvarta/cappa netið.
"Gleymi" stundum uploadinu í gangi :guy

hvað kemur upload köppuðu neti við?
það er eingöngu hægt á downloadi og aðeins sú umferð sem er mæld.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf Daz » Þri 29. Maí 2012 21:34

Spes. Var að kíkja inn á síðuna hjá Hringdu
hringdu.jpg
hringdu.jpg (32.53 KiB) Skoðað 2642 sinnum


Alltaf verið að kvarta yfir því að það séu svo margir útlendingar á Íslandi, eru þeir núna að yfirtaka internetið okkar líka?? :thumbsd

#rasisti #húmorferðastekkiáinternetinu #erþettaekkiörugglegatwitter?




Óskar T
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Lau 16. Jún 2012 12:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf Óskar T » Lau 16. Jún 2012 12:50

Hringdu.is er stórfurðulegt fyrirtæki.

Ég hætti viðskiptum við þá í febrúar.Þrátt fyrir að ég hafi fært viðskipti mín annað notuðu þeir vísa kortið mitt áfram.

Ég hef reynt í rúma 3 mánuði að fá peningana endurgreidda.Í hverju símtali viðurkenna þeir að þetta séu mínir peningar og þetta verði borgað strax.
Vandamálið er venjulega að einhver sé ekki við í augnablikinu.Svona hefur þetta gengið á 4 mánuð,ekkert nema almennilegheitin í hverju símtali.Öllu fögru lofað og sama lýgin notuð í hvert einasta skipti.

Ef þjónusta þessa fyrirtækist felst í þjófnaði á peningum almennings og lygum þjónistufulltrúa í hverju símtali.Þá geta þessir vinir bara lokað sjoppunni strax.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf depill » Lau 16. Jún 2012 13:58

Óskar T skrifaði:Hringdu.is er stórfurðulegt fyrirtæki.

Ég hætti viðskiptum við þá í febrúar.Þrátt fyrir að ég hafi fært viðskipti mín annað notuðu þeir vísa kortið mitt áfram.

Ég hef reynt í rúma 3 mánuði að fá peningana endurgreidda.Í hverju símtali viðurkenna þeir að þetta séu mínir peningar og þetta verði borgað strax.
Vandamálið er venjulega að einhver sé ekki við í augnablikinu.Svona hefur þetta gengið á 4 mánuð,ekkert nema almennilegheitin í hverju símtali.Öllu fögru lofað og sama lýgin notuð í hvert einasta skipti.

Ef þjónusta þessa fyrirtækist felst í þjófnaði á peningum almennings og lygum þjónistufulltrúa í hverju símtali.Þá geta þessir vinir bara lokað sjoppunni strax.


Hmm, ég venjulega skipti mér ekki að þessum þræði. Ég gerði ekkert annað þá og þótt þetta sé ekki mín deild get ég gengið í að láta klára þetta.

Ég hins vegar tók nú bara stutta leit yfir viðskiptavina grunninn og beiðnakerfið og sá ekki nafnið þitt ( leitaði að Óskari sem greiðir með korti og sá eini sem kom upp, þekki ég og veit að er í viðskiptum ).

Hentu á mig PM með kennitölu og ég skal ganga í að finna þá beiðni og ganga á eftir því að það verði gengið frá þessu.




Óskar T
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Lau 16. Jún 2012 12:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf Óskar T » Lau 16. Jún 2012 14:18

Ef þú hefur áhuga á að redda þessu.
Þá er mál mitt no:1014



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf depill » Lau 16. Jún 2012 14:26

Óskar T skrifaði:Ef þú hefur áhuga á að redda þessu.
Þá er mál mitt no:1014


Mikinn áhuga því, hringdu eitt símtal og fékk þetta gengið frá. Mun ræða með starfsmanni sem var að vinna málið hjá þér hvers vegna það var fest á öðrum starfsmanni. Afsaka þetta.




Óskar T
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Lau 16. Jún 2012 12:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf Óskar T » Lau 16. Jún 2012 14:38

Takk fyrir kærlega :)




paze
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Mán 31. Okt 2011 18:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hringdu.is

Pósturaf paze » Þri 19. Jún 2012 00:38

Já ég hef reynslu af þeim.

Þeir tengdu internetið frekar hratt en heimasíminn kom ekki fyrr en eftir þrjá mánuði.

Ég borgaði þá reikninga sem ég fékk frá þeim og bað þá um að sleppa heimasímanum þessa mánuði og allt í góðu með það, reikningarnir mjög lágir þar sem ég hélt að ég væri bara að borga fyrir internet og ekkert annað.

Síðan er þessi tenging alltaf í klessu hjá þeim og ég er að fá rukkanir sem hljóða upp á himinháar upphæðir. Ég hringi og spyrst um þessa reikninga og þá kemst í ljós að þeir fokkuðu upp og létu mig borga fyrir einungis heimasíma en ekki tengingu þessa þrjá mánuði sem ég var ekki með heimasíma. Ég bað þá um að frysta þessa reikninga og reikninga sem skyldu koma eftir þetta þangað til að við gætum fallist á eitthvað samkomulag þar sem þetta var auðvitað ekki sanngjarnt. Ég sendi sennilega svona 10 mail og hringdi oftar en 3 sinnum til þess að ná samband við einhvern sem sæi um reikningana. Aldrei var mér svarað og aldrei gat neinn talað við mig eða afgreitt málið almennilega. Ég ákvað að fara niður á skrifstofu til þeirra og þegar þar var komið var enginn sem gat aðstoðað mig við þetta vandamál. Á þessum tímapunkti voru allir reikningarnir í innheimtu (sem ég bað þá sérstaklega um að passa að ekki yrði gert fyrr en niðurstaða væri komin í málið) og upphæðirnar orðnar fáránlegar.

Núna eru nokkrir mánuðir síðan ég hætti hjá þeim út af hræðilegri þjónustu (netið alltaf að detta út jafnvel í fleiri daga og vikur) og þessir reikningar eru á fullu í innheimtu.

Ég er bókstaflega að bíða eftir því að þeir ætli að setja mig á svartann lista því ég veit að þá þarf ég að fara fyrir nefnd með þeim og öðru fólki, svolítið eins og ákæra og þá skal fjandinn hafi það einhver vera á þessum fundi sem hefur vald til þess að græja þetta mál. Annars fer ég í mál við þá á móti.



Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

hringdu.is of gott til að vera satt?

Pósturaf Stuffz » Sun 24. Jún 2012 14:01

Ok hefur eitthver tekið eftir verðskránni á hringdu.is?

Ég var að fara frá voddafukk og yfir í Landssímann fyrir ekki svo löngu síðan og það var bölvað vesen Kjarneðlisfræðingarnir hjá voddafukk héldu áfram að rukka mig lengi eftir að ég var farinn yfir til Landsímans, og tók alveg 2+ vikur í stjarnfræðilega útreikninga í ofurtölvu til að færa tenginguna á milli, nei virkilega hvað er að tefja fyrir, eitthver sagði mér að tæknilega gæti þetta tekið minna en 2 daga, það þarf að fara og tengja eitthvað í kassa og svo er það auðvitað pappírs vinnan. svo hvort er að taka meiri tíma hið verklega eða það skriflega, mér segir hugur að það virki letjandi á netnotendur að skipta yfir í nýjan þjónustuaðila eftir því sem tafir á skiptunum eru meiri og það þjóni mest hagsmunum þeirra sem þegar hafa flesta netnotendur hjá sér.

Allavegana núverandi nettenging sem ég er með er að kosta mig 2x meira en dýrasta hringdu.is tilboðið en býður manni 2x meiri hraða og 2x meiri erlendan niðurhals kvóta, svo ergo titillinn "..OF GOTT TIL AÐ VERA SATT?"

Fljótt í bragði dettur manni í hug að annaðhvort er hringdu.is eitthver bóla eða hin stóru fjarskiptafyrirtækin hafa verið að taka suma feitt í tja.. netinntakið með sína verðskrá :^o


"Frábær verðskrá á ljósi

10 GB 20 GB 40 GB 80 GB 250 GB
Heimasími frá 695 kr. 695 kr. 695 kr. 695 kr. 695 kr.
Hraði 100 Mb/s 100 Mb/s 100 Mb/s 100 Mb/s 100 Mb/s
Erlent niðurhal 10 GB 20 GB 40 GB 80 GB 250 GB
Sjónvarp** Já Já Já Já Já
Router leiga*** 395 kr. 395 kr. 395 kr. 395 kr. 395 kr.
Mánaðargjald 1.995 kr. 2.495 kr. 2.995 kr. 3.995 kr. 4.995 kr."
Síðast breytt af Stuffz á Sun 24. Jún 2012 14:06, breytt samtals 1 sinni.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


agust1337
Gúrú
Póstar: 549
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hringdu.is of gott til að vera satt?

Pósturaf agust1337 » Sun 24. Jún 2012 14:04

Það er eitthvað gruggugt við þetta, þetta er alltof gott til að vera satt


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: hringdu.is of gott til að vera satt?

Pósturaf Tiger » Sun 24. Jún 2012 14:07

Lestu bara þráðin um Hringdu.is og þá veistu afhverju flestir hrökklast í burtu frá þeim og þeir þurfa á svona auglýsingu að halda.... Frekar borga ég meira og fæ það sem ég borga fyrir en borga minna og ekki fá það + lélegustu þjónustu norðan Alpafjalla.



Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hringdu.is of gott til að vera satt?

Pósturaf Stuffz » Sun 24. Jún 2012 14:11

Tiger skrifaði:Lestu bara þráðin um Hringdu.is og þá veistu afhverju flestir hrökklast í burtu frá þeim og þeir þurfa á svona auglýsingu að halda.... Frekar borga ég meira og fæ það sem ég borga fyrir en borga minna og ekki fá það + lélegustu þjónustu norðan Alpafjalla.


hmm

sendu mér tengil :)


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hringdu.is of gott til að vera satt?

Pósturaf urban » Sun 24. Jún 2012 14:12



Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Hreggi89
Fiktari
Póstar: 97
Skráði sig: Sun 24. Jún 2012 14:15
Reputation: 11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hringdu.is of gott til að vera satt?

Pósturaf Hreggi89 » Sun 24. Jún 2012 14:49

Halló.
Hreggviður heiti ég og er Tæknifulltrúi hjá Hringdu. Einhver ágætur einstaklingur kom á spjallið á Hringdu.is rétt í þessu til þess eins að benda mér á þennan þráð. Ég skil fullvel að þetta virðist vera of gott til að vera satt, ég hóf störf hérna sjálfur fyrir rétt undir hálfu ári og mjög skeptískur hvað varðar þessar Ljósleiðaratengingar og hélt Vodafone tengingunni í tvo mánuði áður en ég lagði í að skipta, ég tók nefnilega eftir því að ég var að fá símtöl frá fólki sem var að kvarta undan erlendum hraða, en þá var verið að semja um stærri link á Farice, svo þegar samningar kláruðust hættu þau símtöl alveg. Núna er ég með 100Mbit og er himilifandi, ég veit að þetta hljómar eflaust ekkert rosalega sannfærandi þar sem ég er starfsmaður, en ég get ekkert sett út á þessa tengingu, ég stríma 1080p á youtube auðveldlega og er ekki sjaldgjæft að sé að sækja gögn erlendis á 10MB/s. Stærsta vandamálið hinsvegar sem viðskiptavinir okkar virðast eiga við okkur eru reikningar. Reikningar eru keyrðir sjálfvirkt með hugbúnaði sem er skrifaður hérna og er algengt að upp séu að koma villur sem valda því að fólk sé að fá ranga reikninga, það hefur meira að segja komið fyrir mig, en ég þurfti ekki að gera meira en að láta yfirmann vita sem að leiðrétta það um leið. En ef þessar villur koma upp reinum við að leiðrétta þær eins fljótt og við getum, það er þó mikilvægt að láta okkur vita um leið, eina fólkið sem er virkilega óánægt með þjónustuna hjá okkur (fyrir utan tæknihefta sem halda að við getum leyst tæknilegu vandamálin þeirra með því að ,,ýta bara á takkann") er fólk sem að hefur lent í svona málum, ekki látið okkur vita og svo þarf að rifja upp allt ferlið til að lagfæra það, en ég veit að reikningadeildin er líka mjög hörð á því að fólk þurfi að láta okkur vita og ganga á eftir því að fá reikningana sína leiðrétta. Við erum að reyna að bæta úr þessari þjónustu og erum við farin að gera þetta í gegnum tölvupósta svo að auðveldara sé að halda utan um allar upplýsingar og svo að hægt sé að ræða málin beint við aðilan sem sér um að leiðrétta þau.
Vonandi svarar þetta einhverjum spurningum hvað varðar þjónustu Hringdu, endilega spyrjið ef þið hafið fleyri spurning, ég er nefnilega á vinnutíma ;)


Allt of mikið af græjum/drasli.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16524
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2120
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: hringdu.is of gott til að vera satt?

Pósturaf GuðjónR » Sun 24. Jún 2012 15:24

Hreggi89 skrifaði:Stærsta vandamálið hinsvegar sem viðskiptavinir okkar virðast eiga við okkur eru reikningar. Reikningar eru keyrðir sjálfvirkt með hugbúnaði sem er skrifaður hérna og er algengt að upp séu að koma villur sem valda því að fólk sé að fá ranga reikninga.


Sæll Hreggviður og takk fyrir þetta innlegg.
Það er alveg rétt hjá þér að reikninganamálin ykkar eru flöskuhálsinn og er það fekar dapurt þar sem það er óþarfi.
Það kostar lítið sem ekkert að hafa þetta í lagi, þið þurfið bara að henda þessum ónýta hugbúnaði og kaupa/leigja nýjan og málið dautt.

Ég veit um notanda hérna á Vaktinni sem hætti af því að hann fékk aldrei senda reikinga, en vinnan hans ætlaði að borga tenginguna en svo lenti það allt á honum af því að hann fékk aldrei reikninga til að framvísa. Hann er hjá Símanum í dag. Frekar dapurt þar sem hann var mjög ánægður með tenginguna.

Sjálfur er ég búinn að fá reikning fyrir router frá því að ég kom til ykkar þrátt fyrir að hafa aldrei fengið router hjá ykkur. Ég sætti mig við þetta í marga mánuði af því að Vaktin er hýst hjá ykkur og af því að mér líkar vel við depil :)
En svo fór þetta að pirra mig smá, ég talaði um þetta við depil og nokkrum mánuðum síðan hætti þetta en byrjaði svo aftur í júní.

Núna hef ég ákveðið að borga ekki júní reikninginn og ekki heldur júlí reikninginn þar sem þeir eru báðir vitlausir.
Er búinn að láta depil (Davíð) vita en engin svör, þegar þetta fer svo í löginnheimtu þá fæ ég tækifæri til að sýna fram á að reikningarnir eru rangir.
Ef þið lokið tengingunni í millitíðinni þá er það bara Voda eða Síminn ...



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: hringdu.is of gott til að vera satt?

Pósturaf appel » Sun 24. Jún 2012 15:29

Vantar ekki línugjald í þessi verð, þ.e. það sem er borgað til Gagnaveitu Reykjavíkur fyrir ljósleiðara?


*-*

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: hringdu.is of gott til að vera satt?

Pósturaf GullMoli » Sun 24. Jún 2012 15:36

appel skrifaði:Vantar ekki línugjald í þessi verð, þ.e. það sem er borgað til Gagnaveitu Reykjavíkur fyrir ljósleiðara?


Jú.

* 2.410 kr. línugjald ljósleiðara er greitt til Gagnaveitu Reykjavíkur og er ekki innifalið í verði


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: hringdu.is of gott til að vera satt?

Pósturaf appel » Sun 24. Jún 2012 15:52

Ég átta mig ekki á verðskránni hjá Hringdu.

Þar er heimasími 695 kr. og router gjald 395 kr. Er það ekki innifalið í "Mánaðargjaldi"? Ef ekki, þá er þetta svona:

695 + 395 + 4.995 + 2.410 = 8.495 kr. fyrir stærsta pakkann.


*-*

Skjámynd

Hreggi89
Fiktari
Póstar: 97
Skráði sig: Sun 24. Jún 2012 14:15
Reputation: 11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hringdu.is of gott til að vera satt?

Pósturaf Hreggi89 » Sun 24. Jún 2012 16:01

appel skrifaði:Ég átta mig ekki á verðskránni hjá Hringdu.

Þar er heimasími 695 kr. og router gjald 395 kr. Er það ekki innifalið í "Mánaðargjaldi"? Ef ekki, þá er þetta svona:

695 + 395 + 4.995 + 2.410 = 8.495 kr. fyrir stærsta pakkann.


Passar, ef þú tekur heimasíma með, hinsvegar gildir router gjaldið aðeins fyrir þá sem ætla að nýta sér þráslausa routing virkni í Ljósleiðaraboxinu, þeir sem nota eigin router eða kaupa einn slíkann af okkur (Edimax 6428, 300Mbps á 5.900kr) borga ekki þessar 395kr.

GuðjónR: You got PM ;)


Allt of mikið af græjum/drasli.