Minuz1 skrifaði:beggi90 skrifaði:Held að atvinnumöguleikarnir núna séu ekki svo miklir núna að maður geti verið mjög "picky" á staðina.
Það er betra að vera heima hjá sér á atvinnuleysisbótum frekar en að vera í ömurlegri vinnu.
Þetta eru 40 tíma á viku, 8 tímar hvern virkan dag og örugglega 5-10 klst aukalega á viku hérna á íslandi.
Verum bara öll heima þá. Ríkið þolir alveg að hafa fullt af fólki á atvinnuleysisbótum því það nennir ekki að vinna í "ömurlegri vinnu". Fullt af fólki sem vinnur "skítastörf" og finnst það bara fínt.
Vertu ekki svona vitlaus. Þú færð auðvitað engin draumalaun þegar þú byrjar í vinnu, enda er þér ekki treyst fyrir því að standa þig fullkomnlega því vinnustaðurinn hefur enga reynslu af þér. Svo þegar það sér að þú ert dýrmætur starfskraftur þá borgar það þér betur. Svo lítur það líka betur út á ferilskrá að þú hafir verið að vinna heldur en að vera á atvinnuleysisbótum í tíma og ótíma. Fullt af kostum við það að vinna frekar en að vera á bótum hjá ríkinu.
Eitt er á hreinu og það er að ef ég væri atvinnurekandi og maður með þitt attitude myndi sækja um vinnu myndi ég aldrei ráða þig.