erlingur_th skrifaði:depill skrifaði:Og já Filma.is og mjög töff fyrirbæri og ég er persónulega mjög ánægður með VoDið hjá Símanum og Leiguna hjá Vodafone vegna þess að mér finnst þetta allt í rétta átt. Mér finnst eina að mér finnst þættir of dýrir á öllum þessum síðum/miðlum ( sorry erlingur, en mér bara finnst það ), mér finnst 7080 kr fyrir leigu á einni þáttröð ( þá er ég að tala um eina standard 24 þátta seríu of blóðugt. En samt skref í rétta átt. Verðið á myndum finnst mér samt á réttu róli.
Takk fyrir það
Já, ég er alveg sammála þér með þáttaverðið. Ég er búinn að eyða miklum tíma í að reyna að fá það lækkað niður en hefur ekkert gengið (þetta á við um íslensku þættina sem eru núna á síðunni). Hinsvegar held ég að þið verðið ánægðari með erlendu þættina því þeir munu vera eins og Klovn er í dag, "Eigðu".
Klovn sería kostar 2.500 kr. hjá okkur en 4.000 kr. út í búð. Við stefnum á að vera í 2-300 kr. verðinu en það verður þá eingöngu one-time thing. Þú borgar sem sagt fyrir þáttinn einu sinni og getur horft á hann eins oft og þú vilt á Filma.is.
ath ég miða þetta út frá sjónvarpsþáttum, ég horfi andskotan ekkert a bíómyndir og hlusta lítið á músík í tölvunni
Ég vil meina að ef að ég vil borga fyrir sjónvarpsþátt þá á það að sjálfsögðu að vera ódýrara en ef að ég ætla að kaupa hann á DVD
ef að DVD með ~24 þáttum kostar 5000 kall þá vil ég meina að ég eigi ekki að þurfa að borga meira en 3 - 3500 fyrir þættina (helst í raun minna, þar sem að það er verið að sleppa "öllum" milliliðum, sem að allir leggja á vöruna)
Þessi síða er mjög góð og góð byrjun, en það er vandamálið, þetta er bara byrjun.
ég hef ekkert á móti því að borga fyrir það sjónvarpsefni sem að ég horfi á
en ég vil þá geta borgað fyrir það, niðurhalað því, útbúið minn playlista og horft á þetta hvenær sem að ég vil og án auglýsinga
ég vil t.d. ekki þurfa að horfa á eitthvað í gegnum síðuna sjálfa hjá ykkur, það finnst mér bara gríðarlegur galli
einsog staðan er núna, þá er t.d. verið að klára að sýna The Big Bang theory úti í bandaríkjunum núna í þessum skrifuðu orðum, (00:30)
þátturinn verður kominn á netið eftir ca 5 - 10 mín, án auglýsinga, og ég get verið komin með hann í tölvuna hjá mér ca 00:45 í 720p
byrjað að horfa á hann semsagt maximum hálftíma eftir að klárað er að sýna hann úti.
þessu eru menn vanir og þessu verður ekki breytt, kúnninn kemur ekki til með að bíða með að horfa á efnið þangað til dagin eftir eða viku seinna eða hvenær svo sem íslenskum sjónvarpsstöðvum dettur til hugar að taka efnið til sýningar.
það er bara einfaldlega of seint.
en aftur á móti væri avleg hægt að nýta sér tæknina, nýta sér þekkingu sem að er til staðar og bjóða uppá þetta nákvæmelga sama, nema gegn gjaldi.
ég er, einsog ég sagði áðan, alveg til í að borga fyrir það (á t.d. helling af þáttaröðum á DVD bara vegna þess að mig hefur langað að eiga það á dvd, þrátt fyrir að eiga það allt í tölvunni nú þegar), en ég er ekki tilbúinn að bíða óhemju eftir því að geta borgað fyrir það og borga síðan verð sem að mér finnst vera alveg gersamlega út í hött.