Mig langar aðeins að leggja orð í belg. Ég er langt frá því að vera einhver HD sérfræðingur en er þó búinn að fikta aðeins.
Er búinn að vera með
þessa tölvu í rúmt hálft ár og verða að segja að hún er algjör snilld.
Ég byrjaði á því að setja upp WIN7, setti síðan upp
K-Lite Mega Codec en það inniheldur FF-show og MediaPlayerClassic.
Skellti síðan upp
XBMC.Það sem gerðist næst var að MediaPlayerClassic virkaði 100% spilaði allt með sóma en allir aðrir spilarar þar á meðal XBMC, windows mediaplayer og MediaCenter hökkta á H.264 fælum.
720 og 1080 efni virkar bara á MediaPlayerClassic. Ég er viss um að þetta eru stillingaratriði, eitthvað vitlaust stillt. Í kjölfarið þá installeraði ég
CoreAVC codec og þá fór allt í klessu.
Gat ekki opnað windows explorer eða neitt...fara allt í fokk.
Endaði með format, byrjaði þá að að installera CoreAVC og MediaPlayerClassic standalone (án ff-show). Og viti menn, þá virkar allt! Tók reyndar eftir því að við spilun á 1080 efni fór örrinn í 100% load og myndin hökkti.
Installeraði þá nvidia driverunum og þá datt örrin niður í 15% load og allt smooth, GPU tók greinilega á sig alla vinnuna. Mig minnir að með ff-show þá hafi CPU verið í kringum 25%-30% load, en einungis í 15% með CoreAVC.
Og mér finnst ég sjá gæðamun á myndunum, þ.e. mér finnst myndirnar skarpari/skýrari með CoreAVC en ff-show codec. Hugsanlega af því að ég kann ekkert að stilla þessa codes, nota þá bara default.
En þetta eru bara mín 5cent.