rapport skrifaði:Síðast þegar ég las neytendalögin þá var tekið fram að skylduábyrgð væri einungis 2 ár. Nema þessu yrði breytt má því gera ráð fyrir því að nema framleiðandi bjóði aukna ábyrgð geti það vel verið að tæki bili eða eyðileggjist eftir þennan tíma.
http://neytendastofa.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2202
BITE ME !...
Fannst reyndar frábært að finna þetta strax...
Þetta er mjög nýlegt mál um tölvu sem var orðin 2 ára og 8 mánaða þegar móðurborðið skemmist.
Söluaðili er skildaður til að skipta um móðurborð...
Mér persónulega finnst þessi dómur sanngjarn og réttlátur.
Þó svo að tölvur verði dýrari .... þá finnst mér það þess virði að hafa þessa tryggingu að baki...
Jei, rusltal. Undirstrikar lítið annað en þroskastig skrifanda.
Allavega þetta er ekki dómúrskurður, einungis álit kærunefndar.
Söluaðili er ekki skildaður til að gera neitt, hann á samt líklega eftir að skipta um móðurborð kúnna að kostnaðarlausu. Einfaldlega vegna þess að það er ódýrara ferlið fyrir hann á þessu stigi.
Kostnaðurinn skilar sér svo í hækkuðu vöruverði, ef þú ert sáttur við hærra vöruverðið, keyptu þá bara strax aukalegu ábyrgðina fyrir þriðja(3) árið.
rapport skrifaði:http://neytendastofa.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1734
Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa er ekki "álit" heldur lögbundin leið neytenda til að fá rétti sínum fullnægt.
Tölva er ekki brauðrist og algjörlega út úr kú að líkja þessu tvennu saman og láta sömu ábyrgð gilda fyrir bæði sem"raftæki".
Hver er meðalendingartími móðurborðs?
Ekki hvenær það úreldist, heldur hve gömul eru þau að meðaltali þegar þau deyja?
2,75 ár er skelfileg ending... að mínu mati.
En ef þið skoðið sögu úrskurða nefndarinnar þá man ég eftireinumúrskurði um fartölvu sem nefndin gjörsamlega hafnaði innan ábyrgðartíma þar sem tölvan var mikið rispuð og leit út fyrir að hafa fengið högg á sig.
Því tel ég að þessi úrskurður sé réttmætur, ef tölvan lítur út eins og ný og þetta gerist þá .... á maður að fá að bætt. (kröfurnar geta ekki verið miklar en allavega plástur á sárið).
En ég vona að einhverjir hérna inni taki þetta til sín og byrji að bera ögn meiri virðingu fyrir rétti neytenda, sérstaklega þar sem maður skynjar að margir hérna vinna í þessum þjónustugeira.
Ég er innkaupamegin í mjög stóru tölvuumhverfi og ég mun nýta mér þennan úrskurð til að pressa á okkar birgja um fríar viðgerðir eftir að ábyrgðartíma líkur ef það eru íhlutir sem hefðu átt að endast mikið lengur (gef mér auka ár).
Mér finsnt ég hafa forsendurnar til þess.. ósanngjarnt? já .. kannski en í þessari kreppu þá munar um allan business...
Eina sem er tekið fram er að kærunefndin sé lögbundin kæruleið neytanda. Hún ætti því ekki að hafa dómsúrskurðarvald og er því ekki lagalega bindandi.
Þetta snýst ekki um virðingu fyrir neytanda, þetta snýst einfaldlega um hverjar lagalegar skyldur fyrirtækja eru gagnvart viðskiptavinum.
Að eigin sögn sérðu ekkert athugavert við að beita öðrum ósanngirni hagnist það sjálfum þér, ætli það endurspegli ekki nokkuð vel það sem virðist vera þín útgáfa af réttlæti.
Enn og aftur þá er ég ekki að segja þetta sé rétt, eðlilegt eða jafnvel æskilegt. Einungis að líklegast sé þetta raunveruleikinn sem blasir við flestum.