jonsig skrifaði:ég er að pæla hvort ég sé orðin ímyndunnarveikur en mér finnst eins og allt kók sem ég kaupi í lágvöruverslunum sé bara vatnsþynnt allavegana síðustu 2 mánuði ,, ég er kók háður og ég keypti 2 kippur sem smakkast eins og vatn með kók bragði .
er þetta nýja leiðin til að græða ? ekki eins og kók sé ódýrt hérna á klakanum
Þetta er nú svolítið kjánalegt, að kók í umbúðum (semsagt ekki úr vél) geti verið vatnsþynnt. Það er alveg bókað mál að svona viðskiptahættir myndu fréttast út og valda hneyksli og gríðarlegu tjóni fyrir Vífilfell og persónulega fyrir stjórnendur fyrirtækisins. Svona ákvörðun þyrfti að koma alveg frá toppi, allir verkstjórar og aðstoðarmenn þeirra myndu vita af þessu vegna skipulags á lagernum... "Setjum vatnssullið fyrir Bónus og Krónuna hér, en góða stöffið fyrir litlu aðilana hérna, ekki svo gleyma að stilla vatnsmagnið í framleiðslunni eftir því fyrir hvern við erum að framleiða...ekki viljum við lenda í því að selja 11-11 lélega vöru!"
Ég veit að það er mikil græðgi í gangi í Íslenskri verslun, en þetta er mjög fjarstæðukennt. Fræðilega séð þá þolir kók svo litla vatnsblöndun þar til það verðu ódrekkandi, að gróðinn af slíkum "monkey business" væri ekki nægur til að vera freistandi fyrir stjórnendur Vífilfells, það væri verið að leggja svo mikla hagsmuni að veði fyrir svo lítinn gróða...