Ég fer líklega að fá bílprófið einhvertíman "fljótlega" þó að ég gæti nú reyndar löngu verið kominn með það, en ætla ekki að fara að útskýra hvað hefur dregið þetta svo á langinn.
Fyrst ég er að fara að fá bílpróf langar mig mikið að skoða þann valkost að kaupa mér bíl um leið. Bæði til að þurfa ekki að vera að væla bílinn út úr mömmu og svo er það kannski líka svona smá sport að eiga þetta sjálfur

Ég held ég sé eiginlega ekki með neinar kröfur nema þá að ég vil að bíllinn sé beinskiptur og þokkalega útlítandi. Ég er semsagt að leita að einhverjum ódýrum bíl sem að er ekki forljótur, er beinskiptur, og er í "ágætis" ástandi.
Mér er sama um aldurinn á bílnum en það væri mjög vel þegið að fá ábendingar frá ykkur um hvaða týpur eru að duga vel og bila lítið eða er ódýrt að fá varahluti í.
Svo er ég ekki endilega að leita að einhverju einu tilboði á bíl heldur frekar hugmynd að hverju ég á að fara að leita að þegar ég fer út í þessi kaup.
Edit: Vil líka helst hafa bílinn í sparneytnari kantinum ef það er hægt.
Með fyrirfram þökk og von um góða aðstoð
