Tesla lækkar verð

Allar tengt bílum og hjólum

B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 310
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Tesla lækkar verð

Pósturaf B0b4F3tt » Þri 05. Sep 2023 08:05

Trihard skrifaði:Ég get allavega sagt að ég hlakka til að keyra Model 3’inn minn á veturna, þetta er bara skemmtilegur bíll. Get ekki séð fyrir mér fólk fari með tilhlökkun inní hæga og feita Volvoinn á veturna á leið í vinnuna :guy


Ó jú, það er sko tilhlökkun hjá mér að fara í 400 hestafla Volvo XC60 Plugin Hybrid hlunkinn minn á morgnana í vetur. Notabene, ég get hitað hann með appinu í bílnum \:D/



Skjámynd

RassiPrump
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Tesla lækkar verð

Pósturaf RassiPrump » Þri 05. Sep 2023 11:07

Ég er alveg spenntur fyrir því að sjá hvernig það verður að vera á Model Y í vetur, keypti Long Range AWD MY í apríl, fór frá Reykjavík austur á firði í sumar, og aftur til baka, norðurleiðina í báðum tilvikum, kostaði mig í heildina 5.248kr í hraðhleðslustöðvum Teslu í Staðarskála, Egilsstöðum og Akureyri. Hlakka til að sjá hvernig raundrægnin verður í vetur. :D


CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent


sverrirgu
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fim 01. Mar 2012 17:40
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Tesla lækkar verð

Pósturaf sverrirgu » Þri 05. Sep 2023 14:39

orn skrifaði:Auðvitað eru margir gallar á þessum bílum eins og öðrum, og margir hlutir sem hægt er að pirra sig á. T.d. hvernig maður stýrir þurrkuhraða. Auto er mjög fínt, nema þegar það er þurrt úti og götur blautar (classic Reykjavík) þ.s. bílar fyrir framan bleyta neðri hluta rúðunnar en myndavélin ofan á er þurr. Þá er glatað að þurfa að nota raddstýringu eða ýta á icon á skjánum til að breyta þurrkuhraða.


Það kom uppfærsla fyrr á árinu þannig að þegar þú smellir á þurrkutakkann á vinstri stönginni þá birtist valmyndin fyrir þurrkuhraðann á skjánum hjá þér. Á meðan hún er opin þá geturðu notað vinstra hjólið til að flakka á milli stillinga.




orn
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Tesla lækkar verð

Pósturaf orn » Þri 05. Sep 2023 15:41

sverrirgu skrifaði:
orn skrifaði:Auðvitað eru margir gallar á þessum bílum eins og öðrum, og margir hlutir sem hægt er að pirra sig á. T.d. hvernig maður stýrir þurrkuhraða. Auto er mjög fínt, nema þegar það er þurrt úti og götur blautar (classic Reykjavík) þ.s. bílar fyrir framan bleyta neðri hluta rúðunnar en myndavélin ofan á er þurr. Þá er glatað að þurfa að nota raddstýringu eða ýta á icon á skjánum til að breyta þurrkuhraða.


Það kom uppfærsla fyrr á árinu þannig að þegar þú smellir á þurrkutakkann á vinstri stönginni þá birtist valmyndin fyrir þurrkuhraðann á skjánum hjá þér. Á meðan hún er opin þá geturðu notað vinstra hjólið til að flakka á milli stillinga.

Snilld. Takk fyrir það. Held ég hafi verið búinn að heyra af því og gleyma því. Þá er þurrkudæmið basically orðið non-issue.



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 145
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Tesla lækkar verð

Pósturaf Hrotti » Þri 05. Sep 2023 18:33

Moldvarpan skrifaði:Takk fyrir að útskýra fyrir mér lingoið, er 38ára og greinilega byrjaður að grána haha :D

En að spurningunni minni, hvað það væri sem gerir Teslurnar að LANGBESTA bílnum, þá finnst mér þessi svör ekki hafa svarað því.

Vissulega hefur þessi bíll marga þægilega og kostnaðarsparandi fídusa/búnað. Og það er aðal gimmikið. Gera bíl að merkjavöru eins og iPhone.

Hagkvæmur í rekstri, en þó enginn reynsla kominn á þjónustu framleiðandans á viðhald í framtíðinni.
Heldur margt óljóst enn í þeim efnum, endurvinnsla batteríana og hvernig ábyrgðamálin gagnvart þeim verður.
Þá er ég að tala um þegar bílinn er orðinn nokkra ára gamall og ekinn nokkur hundruð þúsund km.

Fyrir mig, sem bý einn og barnslaus, þá eru þessir fídusar/búnaður ekki að heilla mig það mikið, að ég myndi reiða fram 6milljónir+ fyrir rafmagnsbíl.

Miðað við að ég get rekið bílinn minn fyrir ca 730þús á ári, með bensíni,tryggingum,bifreiðagjöldum,skoðun og viðhaldi, þá get ég rekið hann að lámarki í 8ár fyrir þann pening sem Tesla kostar.

Sé bara ekki hvatann fyrir mig í að skipta. Fyrir utan að ég bý í fjölbýli og get ekki hlaðið rafmagnsbíl heima hjá mér. Ég þyrfti alltaf að vera bíðandi og bíðandi eftir að bíllinn hlaðist.

Kannski er ég einn um þessa skoðun hérna á spjallinu.


Ég hef sjálfur ekki áhuga á Teslu, það er ekkert við þær sem kveikir í mér nema 1000 hestafla Plaid græjan. Það verður samt ekki af þeim tekið að Model 3/Y er langmesta bang for the buck sem er í boði. Hellings kraftur, drægni og þægindi fyrir ekki meiri pening. Lítill rekstrarkostnaður, lifandi merkaður með notaða bíla og fullt af uppfærslum sem að breyta helling.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tesla lækkar verð

Pósturaf Viktor » Lau 09. Sep 2023 10:40

appel skrifaði:
En þessi punktur með öryggi. Elon Musk segir sjálfur að ef þú vilt vera öruggur þá viltu vera á stórum þungum bíl.

Já skítt með alla aðra svo lengi sem ég er öruggur.
Viðhengi
IMG_7350.jpeg
IMG_7350.jpeg (1.27 MiB) Skoðað 5803 sinnum
Síðast breytt af Viktor á Lau 09. Sep 2023 10:41, breytt samtals 2 sinnum.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB