Moldvarpan skrifaði:Takk fyrir að útskýra fyrir mér lingoið, er 38ára og greinilega byrjaður að grána haha
En að spurningunni minni, hvað það væri sem gerir Teslurnar að LANGBESTA bílnum, þá finnst mér þessi svör ekki hafa svarað því.
Vissulega hefur þessi bíll marga þægilega og kostnaðarsparandi fídusa/búnað. Og það er aðal gimmikið. Gera bíl að merkjavöru eins og iPhone.
Hagkvæmur í rekstri, en þó enginn reynsla kominn á þjónustu framleiðandans á viðhald í framtíðinni.
Heldur margt óljóst enn í þeim efnum, endurvinnsla batteríana og hvernig ábyrgðamálin gagnvart þeim verður.
Þá er ég að tala um þegar bílinn er orðinn nokkra ára gamall og ekinn nokkur hundruð þúsund km.
Fyrir mig, sem bý einn og barnslaus, þá eru þessir fídusar/búnaður ekki að heilla mig það mikið, að ég myndi reiða fram 6milljónir+ fyrir rafmagnsbíl.
Miðað við að ég get rekið bílinn minn fyrir ca 730þús á ári, með bensíni,tryggingum,bifreiðagjöldum,skoðun og viðhaldi, þá get ég rekið hann að lámarki í 8ár fyrir þann pening sem Tesla kostar.
Sé bara ekki hvatann fyrir mig í að skipta. Fyrir utan að ég bý í fjölbýli og get ekki hlaðið rafmagnsbíl heima hjá mér. Ég þyrfti alltaf að vera bíðandi og bíðandi eftir að bíllinn hlaðist.
Kannski er ég einn um þessa skoðun hérna á spjallinu.