Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Allar tengt bílum og hjólum

TheAdder
vélbúnaðarpervert
Póstar: 933
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 252
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf TheAdder » Mið 26. Nóv 2025 20:27

T-bone skrifaði:Það meiðir í heilann þegar menn segja sprengirými!

Þetta er brunarými! Það verður þarna mjög hraður stýrður bruni en ekki sprenging!

Kv. Vélstjórinn með OCD :lol: :lol: :lol:

Mjög hraður bruni, stýrður sem óstýrður, myndi á leikmáli kallast sprenging.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


frr
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf frr » Mið 26. Nóv 2025 21:41

Ef það er sprunga neðarlega inn í brunahólf við stimpil í neðstu stöðu, þá er ekkert víst að þú sjáir mikið þrýstast inn í kælikerfið.
Síðast breytt af frr á Mið 26. Nóv 2025 21:42, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1130
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf Garri » Mið 26. Nóv 2025 21:56

frr skrifaði:Ef það er sprunga neðarlega inn í brunahólf við stimpil í neðstu stöðu, þá er ekkert víst að þú sjáir mikið þrýstast inn í kælikerfið.

Flottur punktur.. en, ætti þá ekki vatn að þrýstast inn þegar stimpillinn (stimpil-hringarnir) fara upp fyrir þessa sprungu/ur?
Þ.e. olía ætti að vera vatns-blönduð og með brúnan lit, ekki kolsvört eins og hún er hjá mér. Er búinn að bæta sirka 3-4 lítrum af vatni frá því ég uppgötvaði þetta (villumelding í mælaborði, low coolant.. etc.)




T-bone
Nörd
Póstar: 142
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf T-bone » Mið 26. Nóv 2025 22:54

Þetta eru nefninlega samkvæmt skilgreiningunni brunahreyflar en ekki sprengihreyflar.

Orðið sprengihreyfill er mikið notað þó að það sé samkvæmt fræðilegri skilgreiningu rangt.

Nenni svosem ekkert að málalengja það neitt. Búinn að ræða þetta svo oft að ég er orðinn þreyttur á því :lol:


Mynd

Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1275
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 89
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf demaNtur » Fim 27. Nóv 2025 00:55

T-bone skrifaði:Þetta eru nefninlega samkvæmt skilgreiningunni brunahreyflar en ekki sprengihreyflar.

Orðið sprengihreyfill er mikið notað þó að það sé samkvæmt fræðilegri skilgreiningu rangt.

Nenni svosem ekkert að málalengja það neitt. Búinn að ræða þetta svo oft að ég er orðinn þreyttur á því :lol:


Sirka einn mesti þverhaus sem ég þekki :lol:




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1130
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf Garri » Fim 27. Nóv 2025 09:08

T-bone skrifaði:Þetta eru nefninlega samkvæmt skilgreiningunni brunahreyflar en ekki sprengihreyflar.

Orðið sprengihreyfill er mikið notað þó að það sé samkvæmt fræðilegri skilgreiningu rangt.

Nenni svosem ekkert að málalengja það neitt. Búinn að ræða þetta svo oft að ég er orðinn þreyttur á því :lol:

Væri gaman að sjá þessa fræðilegu skilgreiningu. Skv. nokkuð rökréttri ályktun þá er sprengja eitthvað sem myndar mikinn þrýsting hratt. Þú getur notað hægan bruna og langan tíma í lokuðu rými sem byggir upp þrýsting en þegar rýmið rofnar, þá verður SPRENGING.
Brunahólf í bílum er einmitt lokað rými. Og brunahraði á bensín vökva er ekki neitt sérstaklega hraður, minnir að hann sé hálfur m/sek. eða 30m/mín sem er ekki mikið, en auðvitað brennur bensín gufa (vaporized gasoline) mun hraðar.
Gott dæmi er púður. Brunahraði púðurs er vissulega nokkur, eða um 1cm/sek, 60cm á mínútu, en vegna mikillar gas myndunar, þá byggir bruni á púður upp mikinn þrýsting hratt. Raketta er með púður lagt í pappa rör sem brennur einmitt á þessum hraða, en takir þú þetta púður og setur það þétt saman í lokað rými og kveikir í, þá verður sprenging af sama magni af púður.. því sterkara rými, því meiri sprenging.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8610
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1381
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf rapport » Fim 27. Nóv 2025 09:30

Garri skrifaði:
T-bone skrifaði:Þetta eru nefninlega samkvæmt skilgreiningunni brunahreyflar en ekki sprengihreyflar.

Orðið sprengihreyfill er mikið notað þó að það sé samkvæmt fræðilegri skilgreiningu rangt.

Nenni svosem ekkert að málalengja það neitt. Búinn að ræða þetta svo oft að ég er orðinn þreyttur á því :lol:

Væri gaman að sjá þessa fræðilegu skilgreiningu. Skv. nokkuð rökréttri ályktun þá er sprengja eitthvað sem myndar mikinn þrýsting hratt. Þú getur notað hægan bruna og langan tíma í lokuðu rými sem byggir upp þrýsting en þegar rýmið rofnar, þá verður SPRENGING.
Brunahólf í bílum er einmitt lokað rými. Og brunahraði á bensín vökva er ekki neitt sérstaklega hraður, minnir að hann sé hálfur m/sek. eða 30m/mín sem er ekki mikið, en auðvitað brennur bensín gufa (vaporized gasoline) mun hraðar.
Gott dæmi er púður. Brunahraði púðurs er vissulega nokkur, eða um 1cm/sek, 60cm á mínútu, en vegna mikillar gas myndunar, þá byggir bruni á púður upp mikinn þrýsting hratt. Raketta er með púður lagt í pappa rör sem brennur einmitt á þessum hraða, en takir þú þetta púður og setur það þétt saman í lokað rými og kveikir í, þá verður sprenging af sama magni af púður.. því sterkara rými, því meiri sprenging.


Mögulega snýst þetta bara um þýðinguna á "combustion engine" - A combustion engine converts fuel into mechanical energy by burning fuel in a combustion chamber.

Svo mögulega að bensín "springur" ekki þegar það er brennt, það er einungis í "brunahólfi" combustion chamber þar sem það er undir þrýstingi, blandað lofti o.s.frv. að það er hægt að hagnýta orkuna sem bruninn skapar.

En skemmtileg pæling og hugsanlega er ég algjörlega úti á plani og T-bone er með einhverja allt aðra og skemmtilegri skilgreiningu sem gengur út á eitthvað allt annað...




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1130
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf Garri » Fim 27. Nóv 2025 09:42

rapport skrifaði:
Garri skrifaði:Væri gaman að sjá þessa fræðilegu skilgreiningu. Skv. nokkuð rökréttri ályktun þá er sprengja eitthvað sem myndar mikinn þrýsting hratt. Þú getur notað hægan bruna og langan tíma í lokuðu rými sem byggir upp þrýsting en þegar rýmið rofnar, þá verður SPRENGING.
Brunahólf í bílum er einmitt lokað rými. Og brunahraði á bensín vökva er ekki neitt sérstaklega hraður, minnir að hann sé hálfur m/sek. eða 30m/mín sem er ekki mikið, en auðvitað brennur bensín gufa (vaporized gasoline) mun hraðar.
Gott dæmi er púður. Brunahraði púðurs er vissulega nokkur, eða um 1cm/sek, 60cm á mínútu, en vegna mikillar gas myndunar, þá byggir bruni á púður upp mikinn þrýsting hratt. Raketta er með púður lagt í pappa rör sem brennur einmitt á þessum hraða, en takir þú þetta púður og setur það þétt saman í lokað rými og kveikir í, þá verður sprenging af sama magni af púður.. því sterkara rými, því meiri sprenging.


Mögulega snýst þetta bara um þýðinguna á "combustion engine" - A combustion engine converts fuel into mechanical energy by burning fuel in a combustion chamber.

Svo mögulega að bensín "springur" ekki þegar það er brennt, það er einungis í "brunahólfi" combustion chamber þar sem það er undir þrýstingi, blandað lofti o.s.frv. að það er hægt að hagnýta orkuna sem bruninn skapar.

En skemmtileg pæling og hugsanlega er ég algjörlega úti á plani og T-bone er með einhverja allt aðra og skemmtilegri skilgreiningu sem gengur út á eitthvað allt annað...

Rétt. Við erum með tvö stöðu-kerfi, annarsvegar "lokað" rými og það sem gerist inn í því, hinsvegar það sem gerist fyrir utan það. Þannig verður sprenging þegar einhver blæs í dekk með of mikinn stýri-þrýsting, nokkrir rússar á Youtube lent í því. Það sem gerist inn í dekkinu gerist hægt en þegar rýmið rofnar, þá verður sprenging. Loftflæðið sjálft undir þrýstingi er ekki per se sprenging, það að mynda of mikinn þrýsting í rými sem heldur því ekki, er sprenging.

https://www.youtube.com/watch?v=agweDb8Tp-0




T-bone
Nörd
Póstar: 142
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf T-bone » Fim 27. Nóv 2025 11:27

Garri skrifaði:
rapport skrifaði:
Garri skrifaði:Væri gaman að sjá þessa fræðilegu skilgreiningu. Skv. nokkuð rökréttri ályktun þá er sprengja eitthvað sem myndar mikinn þrýsting hratt. Þú getur notað hægan bruna og langan tíma í lokuðu rými sem byggir upp þrýsting en þegar rýmið rofnar, þá verður SPRENGING.
Brunahólf í bílum er einmitt lokað rými. Og brunahraði á bensín vökva er ekki neitt sérstaklega hraður, minnir að hann sé hálfur m/sek. eða 30m/mín sem er ekki mikið, en auðvitað brennur bensín gufa (vaporized gasoline) mun hraðar.
Gott dæmi er púður. Brunahraði púðurs er vissulega nokkur, eða um 1cm/sek, 60cm á mínútu, en vegna mikillar gas myndunar, þá byggir bruni á púður upp mikinn þrýsting hratt. Raketta er með púður lagt í pappa rör sem brennur einmitt á þessum hraða, en takir þú þetta púður og setur það þétt saman í lokað rými og kveikir í, þá verður sprenging af sama magni af púður.. því sterkara rými, því meiri sprenging.


Mögulega snýst þetta bara um þýðinguna á "combustion engine" - A combustion engine converts fuel into mechanical energy by burning fuel in a combustion chamber.

Svo mögulega að bensín "springur" ekki þegar það er brennt, það er einungis í "brunahólfi" combustion chamber þar sem það er undir þrýstingi, blandað lofti o.s.frv. að það er hægt að hagnýta orkuna sem bruninn skapar.

En skemmtileg pæling og hugsanlega er ég algjörlega úti á plani og T-bone er með einhverja allt aðra og skemmtilegri skilgreiningu sem gengur út á eitthvað allt annað...

Rétt. Við erum með tvö stöðu-kerfi, annarsvegar "lokað" rými og það sem gerist inn í því, hinsvegar það sem gerist fyrir utan það. Þannig verður sprenging þegar einhver blæs í dekk með of mikinn stýri-þrýsting, nokkrir rússar á Youtube lent í því. Það sem gerist inn í dekkinu gerist hægt en þegar rýmið rofnar, þá verður sprenging. Loftflæðið sjálft undir þrýstingi er ekki per se sprenging, það að mynda of mikinn þrýsting í rými sem heldur því ekki, er sprenging.

https://www.youtube.com/watch?v=agweDb8Tp-0


Þarna svaraðiru þessu sjálfur....

Svo er það líka þannig að bílar brenna eldsneyti, þeir sprengja það ekki.
Þegar það gerist að þeir sprengi eldsneytið (oft í bland við nítró t.d.) þá yfirleitt í besta falli springur loftinntak eða lofthreynsari af, í versta falli verður blokkin í fleiri pörtum en hún átti upphaflega að vera :lol:

En eins og ég segi þá nenni ég ekki að fara í að útskýra þetta staf fyrir staf.
Uppbygging véla og fræðin á bakvið umbreytingu orku þegar eldsneyti er brennt byggirt á því að það verður bruni, ekki sprenging, hence, brunahólf, brunahreyfill o.s.frv.


Mynd


Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1130
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf Garri » Fim 27. Nóv 2025 15:20

Hugsanlega datt ég á þetta.. youtube kom með þetta myndband sem uppástungu og þarna frussast vatn!
Vatnið fer inn á þennan loka hjá mér. Aðeins kælirinn sem er framhjá tengdur.

https://www.youtube.com/shorts/EkaeYBtf5k8




frr
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf frr » Fim 27. Nóv 2025 16:42

Garri skrifaði:
frr skrifaði:Ef það er sprunga neðarlega inn í brunahólf við stimpil í neðstu stöðu, þá er ekkert víst að þú sjáir mikið þrýstast inn í kælikerfið.

Flottur punktur.. en, ætti þá ekki vatn að þrýstast inn þegar stimpillinn (stimpil-hringarnir) fara upp fyrir þessa sprungu/ur?
Þ.e. olía ætti að vera vatns-blönduð og með brúnan lit, ekki kolsvört eins og hún er hjá mér. Er búinn að bæta sirka 3-4 lítrum af vatni frá því ég uppgötvaði þetta (villumelding í mælaborði, low coolant.. etc.)


Það þarf ekki að vera að vatnið, eða gufan, nái að fara í olíuna í einhverju magni, ef leiðin er auðveldari til baka eða út brunahólfsmegin.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1130
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf Garri » Fim 27. Nóv 2025 18:06

frr skrifaði:Það þarf ekki að vera að vatnið, eða gufan, nái að fara í olíuna í einhverju magni, ef leiðin er auðveldari til baka eða út brunahólfsmegin.

Ekki viss um að ég skilji þig.
Ef sprunga er neðanlega í cylender, þá er vatnið mest fyrir neðan stimpilhringi sem eru þar að auki undir töluverðri pressu ofan frá í 3/4 af sínu ferli. Sem þýðir að vatnið/gufan á mjög erfitt með að komast upp fyrir hringana. Ef vatnið gæti komist upp fyrir þá, ætti olía líka að gera það og vélin að brenna olíu.




slapi
Gúrú
Póstar: 593
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf slapi » Fim 27. Nóv 2025 20:01

Þetta er svo kaótísk bilanagreining.
Þarf ekki bara að setja þrýsting á kerfið og sjá hvar það kemur út?

ps. Þetta er brunahreyfill ekki sprengihreyfill sama hvað þér finnst




ABss
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 70
Staða: Tengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf ABss » Fim 27. Nóv 2025 22:04

Kannski springur hann bráðum? =)




blah12
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 09:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf blah12 » Fim 27. Nóv 2025 22:43

Garri skrifaði:Hugsanlega datt ég á þetta.. youtube kom með þetta myndband sem uppástungu og þarna frussast vatn!
Vatnið fer inn á þennan loka hjá mér. Aðeins kælirinn sem er framhjá tengdur.

https://www.youtube.com/shorts/EkaeYBtf5k8

Þarna hann sjálfur búinn að sprauta sápuvatni á þetta til þess að finna loftleka.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2822
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 534
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf Moldvarpan » Fös 28. Nóv 2025 00:05

White smoke from an OM651 engine is usually caused by burning coolant due to a failed EGR cooler or head gasket, or by unburnt fuel from a faulty injector or fuel system issue. Other potential causes include condensation on a cold start or a failing turbocharger, so it's crucial to get the engine diagnosed by a professional.

Allt sem er búið að nefna hér. Færð ekki nákvæmari svör nema láta fagmann líta á þetta.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1282
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 146
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Vélavandræði OM651 Benz GLA 200D 4Matic

Pósturaf Minuz1 » Fös 28. Nóv 2025 00:06

Garri skrifaði:
T-bone skrifaði:Þetta eru nefninlega samkvæmt skilgreiningunni brunahreyflar en ekki sprengihreyflar.

Orðið sprengihreyfill er mikið notað þó að það sé samkvæmt fræðilegri skilgreiningu rangt.

Nenni svosem ekkert að málalengja það neitt. Búinn að ræða þetta svo oft að ég er orðinn þreyttur á því :lol:

Væri gaman að sjá þessa fræðilegu skilgreiningu. Skv. nokkuð rökréttri ályktun þá er sprengja eitthvað sem myndar mikinn þrýsting hratt. Þú getur notað hægan bruna og langan tíma í lokuðu rými sem byggir upp þrýsting en þegar rýmið rofnar, þá verður SPRENGING.
Brunahólf í bílum er einmitt lokað rými. Og brunahraði á bensín vökva er ekki neitt sérstaklega hraður, minnir að hann sé hálfur m/sek. eða 30m/mín sem er ekki mikið, en auðvitað brennur bensín gufa (vaporized gasoline) mun hraðar.
Gott dæmi er púður. Brunahraði púðurs er vissulega nokkur, eða um 1cm/sek, 60cm á mínútu, en vegna mikillar gas myndunar, þá byggir bruni á púður upp mikinn þrýsting hratt. Raketta er með púður lagt í pappa rör sem brennur einmitt á þessum hraða, en takir þú þetta púður og setur það þétt saman í lokað rými og kveikir í, þá verður sprenging af sama magni af púður.. því sterkara rými, því meiri sprenging.



Þegar vélin þín er farin að banka, þá ertu komin með sprengingu.

Það er höggbylgjan sem vantar í brunahreyfilinn til þess að hann myndi teljast til sprengihreyfils.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það