vantar þig þræl?[uppfært]

Hér má kaupa og selja allt svo lengi sem það er löglegur varningur.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf Gúrú » Fim 25. Okt 2012 08:03

Garri skrifaði:Ég er að sjálfsögðu tala um verktakagreiðslur.


Allt í lagi, það er bara alls ekki hvernig mér fannst þú hljóma eftir að þú sagðir:

Garri skrifaði: og atvinnurekandinn borgar 3.000 uppgefið í laun og launatengdgjöld, þá fær launþeginn um 1.500 útborgað.

Þarna ertu þá farinn að blanda því saman hvað þú átt við þegar að þú segir 'atvinnurekandi', ekki satt? Vegna þess að þú notar þarna 'atvinnurekandi' sem fyrirtækið að greiða launin
og svo hérna
Garri skrifaði:1500 svart er nánast eins og 3000 uppgefið fyrir atvinnurekanda. Það þýðir um 500.000 í mánaðarlaun fyrir 160 tíma vinnu.

sem móttaka launa þ.e. starfsmanninn svo ég skil ekki alveg hvernig að þú ert svona pirraður að einhver misskilji hvað þú átt við með "fyrir atvinnurekandann".


Modus ponens


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf Bjosep » Fim 25. Okt 2012 11:13

1500 á tímann var fyrir flutningsvinnnuna er það ekki .... þarf eitthvað að rökræða þetta frekar?

Hefurðu reynt að komast í löndun? Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig fyrirkomulagið er en eins og ég hef skilið þetta þá vinnurðu 2-3 daga öðru hvoru og ert að fá einhverja hörkusummu fyrir.

Efast um að þeir séu mikið að fara að stressa sig á því hvort þú sért orðinn 18 ára svo fremi að þú gerir þá stolta.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf urban » Fim 25. Okt 2012 11:36

Bjosep skrifaði:1500 á tímann var fyrir flutningsvinnnuna er það ekki .... þarf eitthvað að rökræða þetta frekar?

Hefurðu reynt að komast í löndun? Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig fyrirkomulagið er en eins og ég hef skilið þetta þá vinnurðu 2-3 daga öðru hvoru og ert að fá einhverja hörkusummu fyrir.

Efast um að þeir séu mikið að fara að stressa sig á því hvort þú sért orðinn 18 ára svo fremi að þú gerir þá stolta.


Reyndar er mjög algengt að menn vilji ekki ráða yngri en 18 ára í vinnu vegna tryggingamála.
t.d. í því fyrirtæki sem að ég vinn hjá þá eru ekki ráðnir yngri en 18 ára útaf því.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf Bjosep » Fim 25. Okt 2012 11:44

Eins og ég segi, ég þekki ekki mikið til og þetta er kannski breytt en ég veit um nokkra sem voru að vinna við löndun þegar þeir voru yngri en 18 ára, reyndar á Akureyri og 10 ár síðan.
En það sakar allavega ekki að spyrja. Í versta falli þá hringja þeir bara í þig þegar þú verður 18 ára.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf Garri » Fim 25. Okt 2012 12:52

Skil ekki svona "umræðu"

Atvinnurekandi er aldrei kúni eða viðskiptavinur, bara aldrei. Ef einhver x-aðili er að bjóða sína vinnu og skila staðgreiðslu á annað borð, það er, ekki vinna svart, þá verður að vera atvinnurekandi á bak við hann (lögaðili með kennitölu). Ef viðkomandi er einn, þá er hann að sjálfsögðu sá aðili líka, hvort sem hann rekur sig sem ehf, sf með öðrum eða notar eigin kennitölu og skilar þá reiknuðu endurgjaldi.

Hér eru fyrstu tvær málsgreinar af RSK:

REIKNAÐ ENDURGJALD

Almennt

Maður sem starfar við eigin atvinnurekstur á að reikna sér endurgjald (laun) fyrir þá vinnu. Með þessi laun fer á sama hátt og almennar launagreiðslur til launþega, þ.e. reikna þarf af þeim staðgreiðslu opinberra gjalda, greiða tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð.

Reglan á bæði við um mann sem stundar atvinnustarfsemi í eigin nafni (eigin kennitölu) og mann sem starfar við atvinnurekstur eða starfsemi sem rekin er í sameign með öðrum, eða við atvinnurekstur lögaðila þar sem hann er ráðandi aðili vegna eignar- eða stjórnunaraðildar.


Það hvernig sumir lesendur fara að því að skilgreina kúna sem atvinnurekanda er svo gjörsamlega nýtt fyrir mér að mér hefur aldrei í allri minni sögu sem forritari og þar á meðal á 3 útgáfum eða gerðum af launakerfum og minnst 2 útgáfum eða gerðum af verktaktakerfum, dottið önnur eins vitleysa í hug.

En.. alltaf lærir maður eitthvað nýtt!

ps. til einföldunar. Ef vinur "bixers" væri að gera nákvæmlega það sama og hann, nema löglega (undir einhverju formi af atvinnurekanda), þá þyrfti hann að rukka 3000 krónur á tímann ef hann er undir VSK viðmiðunum en 4000 krónur á tímann ef hann er með VSK nr, til að fá sömu upphæð í vasann sem launþegi.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf tlord » Fim 25. Okt 2012 13:52

Garri skrifaði:1500 svart er nánast eins og 3000 uppgefið fyrir atvinnurekanda. Það þýðir um 500.000 í mánaðarlaun fyrir 160 tíma vinnu.


afhverju sagðiru ekki bara 'verktaki'

það má skilja þetta eins og þú sért að tala um ráðningarsamband milli 2 aðila




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf Garri » Fim 25. Okt 2012 14:01

tlord skrifaði:
Garri skrifaði:1500 svart er nánast eins og 3000 uppgefið fyrir atvinnurekanda. Það þýðir um 500.000 í mánaðarlaun fyrir 160 tíma vinnu.


afhverju sagðiru ekki bara 'verktaki'

það má skilja þetta eins og þú sért að tala um ráðningarsamband milli 2 aðila

Hef aldrei heyrt um slíkt samband. Ef kúni vill ráða til sín "launþega" og skila staðgreiðslu fyrir hann, þá þarf hann að gera meir en bara ráðningarsamning við "launþegann". Hann þarf mjög líklega að stofna einhverskonar rekstrarfélag um slíka starfsemi.

Ég er til dæmis bæði atvinnurekandi og launþegi. Ég á ehf sem gerir reikningana og er launþegi hjá því fyrirtæki. Reyndar hefði það líka gilt ef ég væri með reksturinn á eigin kennitölu og reiknað endurgjald.

Augljóslega er ég að horfa á heildarmyndina þegar ég er að vísa til þessa orðs, atvinnurekandi. Er að gera það til mótvægis við staðgreiðsluumræðuna, enda augljóst að það er ekki hægt að skila staðgreiðslu einni sér, heldur þarf að skila í leiðinni bæði mótframlagi í lífeyrissjóð og tryggingagjaldi, það er, hafa atvinnurekanda.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf tlord » Fim 25. Okt 2012 14:46

Garri skrifaði:
tlord skrifaði:
Garri skrifaði:1500 svart er nánast eins og 3000 uppgefið fyrir atvinnurekanda. Það þýðir um 500.000 í mánaðarlaun fyrir 160 tíma vinnu.


afhverju sagðiru ekki bara 'verktaki'

það má skilja þetta eins og þú sért að tala um ráðningarsamband milli 2 aðila

Hef aldrei heyrt um slíkt samband. Ef kúni vill ráða til sín "launþega" og skila staðgreiðslu fyrir hann, þá þarf hann að gera meir en bara ráðningarsamning við kúnann. Hann þarf mjög líklega að stofna einhverskonar rekstrarfélag um slíka starfsemi.

Ég er til dæmis bæði atvinnurekandi og launþegi. Ég á ehf sem gerir reikningana og er launþegi hjá því fyrirtæki. Reyndar hefði það líka gilt ef ég væri með reksturinn á eigin kennitölu og reiknað endurgjald.

Augljóslega er ég að horfa á heildarmyndina þegar ég er að vísa til þessa orðs, atvinnurekandi. Er að gera það til mótvægis við staðgreiðsluumræðuna, enda augljóst að það er ekki hægt að skila staðgreiðslu einni sér, heldur þarf að skila í leiðinni bæði mótframlagi í lífeyrissjóð og tryggingagjaldi, það er, hafa atvinnurekanda.


gúglaðu 'ráðningarsamband' . Yfir 2000 hit. Flest á forsíðu eru hjá ASÍ.

afhverju sagðiru ekki bara 'verktaki' ? :roll:




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf Garri » Fim 25. Okt 2012 14:59

Útúrsnúningur.

Það segir sig sjálft að atvinnurekandi getur gert ráðningarsamning við launþega, reyndar eru allir launþegar með einhver form af slíkum samningum skv. okkar lögum sem og kjarasamningum, (uppsagnarfrest osfv) við erum ekki að ræða um það hér á þessum þræði.

Hér var einstaklingur að bjóða þessum einstaklingi vinnu við flutninga. "Launþeginn" tiltók 1.500 krónur og "umræðan" sem síðan tók við, snerist um þetta "samband"

Og verktaki er ekki heldur alveg rétt lýsing. Viðkomandi aðili getur alveg eins verið launþegi hjá einhverju fyrirtæki. Hann hefur laun hjá fyrirtækinu og vinnur við að flytja búslóðir.

Til að reikna þá tölu sem launþegi fær í vasann versus svarta greiðslu, þarf að reikna þetta út frá atvinnurekanda, í það minnsta í svona tilfellum.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf tlord » Fim 25. Okt 2012 15:29

Garri skrifaði:Útúrsnúningur.

Það segir sig sjálft að atvinnurekandi getur gert ráðningarsamning við launþega, reyndar eru allir launþegar með einhver form af slíkum samningum skv. okkar lögum sem og kjarasamningum, (uppsagnarfrest osfv) við erum ekki að ræða um það hér á þessum þræði.

Hér var einstaklingur að bjóða þessum einstaklingi vinnu við flutninga. "Launþeginn" tiltók 1.500 krónur og "umræðan" sem síðan tók við, snerist um þetta "samband"

Og verktaki er ekki heldur alveg rétt lýsing. Viðkomandi aðili getur alveg eins verið launþegi hjá einhverju fyrirtæki. Hann hefur laun hjá fyrirtækinu og vinnur við að flytja búslóðir.

Til að reikna þá tölu sem launþegi fær í vasann versus svarta greiðslu, þarf að reikna þetta út frá atvinnurekanda, í það minnsta í svona tilfellum.


Ég held að málið sé það að þú skrifar of 'flókinn' texta.

Það þarf til dæmis alveg afburðar lestrarskilning til að ná þessari:

Til að reikna þá tölu sem launþegi fær í vasann versus svarta greiðslu, þarf að reikna þetta út frá atvinnurekanda, í það minnsta í svona tilfellum.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf dori » Fim 25. Okt 2012 15:33

Það er komið gott af þessum útúrsnúningi (og off topic í þræðinum almennt). Garri skrifar textann væntanlega með það í huga að þeir sem lesa hann hafi svipaðan skilning á þessu og hann (s.s. reka ehf og eru sjálfir launþegi hjá því fyrirtæki) og þekkja hvernig ber að reikna hvað hann ætti að reikna útselda vinnu á m.v. laun sem hann vill geta borgað sér.

Það er algjör óþarfi að vera með leiðindi þó svo að hann hafi ekki notað einhverja einföldun sem þér finnst þægilegra að hugsa um. Ef þú skilur ekki eða ert ósammála því sem hann segir geturðu gert athugasemd við það. Það var gert og hann hefur útskýrt hvað hann átti við. Af hverju ekki bara að droppa þessu?




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf DabbiGj » Fim 25. Okt 2012 16:17

Svona til þráðarhöfunds að þá er lítið mál fyrir þig að gefa þetta upp og gefa út reikninga, ég geri ráð fyrir að þú ert ekki að græða yfir milljón á þessu á ári og getur unnið allskonar viðvik fyrir fyrirtæki líka.




Höfundur
bixer
</Snillingur>
Póstar: 1022
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
Reputation: 1
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf bixer » Fim 25. Okt 2012 17:18

.
Síðast breytt af bixer á Mið 29. Mar 2023 14:36, breytt samtals 1 sinni.




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf DabbiGj » Fim 25. Okt 2012 17:44

bixer skrifaði:
DabbiGj skrifaði:Svona til þráðarhöfunds að þá er lítið mál fyrir þig að gefa þetta upp og gefa út reikninga, ég geri ráð fyrir að þú ert ekki að græða yfir milljón á þessu á ári og getur unnið allskonar viðvik fyrir fyrirtæki líka.

já ég þarf þá að kynna mér það, er alls ekk að fara að græða neitt á þessu, er að leitast eftir pening fyrir mat...

Er ekki einhver hérna sem vantar eitthvað?





Skattskylda
Aðili sem í sjálfstæðri starfsemi sinni selur skattskyldar vörur eða þjónustu í atvinnuskyni hefur með höndum virðisaukaskattsskylda starfsemi.

Aðilar sem eru með óverulegan rekstur, þ.e. sölu á vörum eða þjónustu undir kr. 1.000.000 án virðisaukaskatts á hverju 12 mánaða tímabili frá því rekstur hefst, eru undanþegnir skráningarskyldu á virðisaukaskattsskrá. Velji þeir að vera ekki á skrá mega þeir ekki gefa út reikninga með virðisaukaskatti. Þeir sem tilgreina á einhvern hátt á reikningum sínum að virðisaukaskattur sé innifalinn, þrátt fyrir að vera undaþegnir, skulu skila skattinum í ríkissjóð.


Þú getur skroppið í næstu bókabúð og verslað þér reikningahefti og gefið út reikninga fyrir vinnu þinni án þess að vera að flækja þetta að einhverju ráði og opnar þá t.d. inná það að þjónusta fyrirtæki sem eru ekki tilbúin að greiða svart. Gætir t.d. þrifið stéttar eða sinnt allskonar viðvikum.

Þú myndir þá bara gefa reikninga út í þínu nafni og þarft ekki að standa skil á virðisaukaskatti.



Skjámynd

SIKk
Geek
Póstar: 870
Skráði sig: Mið 25. Mar 2009 20:55
Reputation: 7
Staðsetning: Hafnarfjarðarsveit
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf SIKk » Fim 25. Okt 2012 17:51

bixer skrifaði:upp...trúi ekki að það sé ekki einhver letingi hérna!

Kannski hellingur af letingjum hérna, en færri sem eru með loðna lófa :lol: :lol:


Just a Pc master race member that converted to a simple life as a console peasant


steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf steinarorri » Fim 25. Okt 2012 17:52

DabbiGj skrifaði:
Skattskylda
Aðili sem í sjálfstæðri starfsemi sinni selur skattskyldar vörur eða þjónustu í atvinnuskyni hefur með höndum virðisaukaskattsskylda starfsemi.

Aðilar sem eru með óverulegan rekstur, þ.e. sölu á vörum eða þjónustu undir kr. 1.000.000 án virðisaukaskatts á hverju 12 mánaða tímabili frá því rekstur hefst, eru undanþegnir skráningarskyldu á virðisaukaskattsskrá. Velji þeir að vera ekki á skrá mega þeir ekki gefa út reikninga með virðisaukaskatti. Þeir sem tilgreina á einhvern hátt á reikningum sínum að virðisaukaskattur sé innifalinn, þrátt fyrir að vera undaþegnir, skulu skila skattinum í ríkissjóð.


Þú getur skroppið í næstu bókabúð og verslað þér reikningahefti og gefið út reikninga fyrir vinnu þinni án þess að vera að flækja þetta að einhverju ráði og opnar þá t.d. inná það að þjónusta fyrirtæki sem eru ekki tilbúin að greiða svart. Gætir t.d. þrifið stéttar eða sinnt allskonar viðvikum.

Þú myndir þá bara gefa reikninga út í þínu nafni og þarft ekki að standa skil á virðisaukaskatti.



Þýðir þetta að ég þarf ekki að standa skil á vsk ef útseld vinna er undir milljón krónum, líka ef ég fullnýti skattkortið sem launþegi?



Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf Frantic » Fös 26. Okt 2012 15:17

steinarorri skrifaði:
DabbiGj skrifaði:
Skattskylda
Aðili sem í sjálfstæðri starfsemi sinni selur skattskyldar vörur eða þjónustu í atvinnuskyni hefur með höndum virðisaukaskattsskylda starfsemi.

Aðilar sem eru með óverulegan rekstur, þ.e. sölu á vörum eða þjónustu undir kr. 1.000.000 án virðisaukaskatts á hverju 12 mánaða tímabili frá því rekstur hefst, eru undanþegnir skráningarskyldu á virðisaukaskattsskrá. Velji þeir að vera ekki á skrá mega þeir ekki gefa út reikninga með virðisaukaskatti. Þeir sem tilgreina á einhvern hátt á reikningum sínum að virðisaukaskattur sé innifalinn, þrátt fyrir að vera undaþegnir, skulu skila skattinum í ríkissjóð.


Þú getur skroppið í næstu bókabúð og verslað þér reikningahefti og gefið út reikninga fyrir vinnu þinni án þess að vera að flækja þetta að einhverju ráði og opnar þá t.d. inná það að þjónusta fyrirtæki sem eru ekki tilbúin að greiða svart. Gætir t.d. þrifið stéttar eða sinnt allskonar viðvikum.

Þú myndir þá bara gefa reikninga út í þínu nafni og þarft ekki að standa skil á virðisaukaskatti.



Þýðir þetta að ég þarf ekki að standa skil á vsk ef útseld vinna er undir milljón krónum, líka ef ég fullnýti skattkortið sem launþegi?


:)




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf steinarorri » Fös 26. Okt 2012 15:25

Ok takk, en þarf ég samt ekki að greiða tekjuskatt af því?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf dori » Fös 26. Okt 2012 15:28

hárrétt, þú þarft að telja það fram á skattframtali.

Það er frekar auðvelt samt.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf Gúrú » Fös 26. Okt 2012 20:32

Garri skrifaði:Atvinnurekandi er aldrei kúni eða viðskiptavinur,


Nei, og í mínum huga er atvinnurekandi aldrei bæði fyrirtækið og verktaki bara sitt á hvað í sömu umræðu. Veit ekki hvernig þú fékkst út að ég ætti við að A=K,V

Ef þú hefðir bara kallað verktakann "verktaka" en ekki "atvinnurekandi" eftir að hafa áður kallað fyrirtæki "atvinnurekanda" þá hefði þetta innlegg mitt aldrei birst. :)
Þú hefðir þú í (mögulega flestra) margra huga bara átt að segja 'verktaki' til að forðast rugling, eins og tlord benti þér á.


Modus ponens


Höfundur
bixer
</Snillingur>
Póstar: 1022
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
Reputation: 1
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf bixer » Sun 04. Nóv 2012 19:33

upp, styttist í jólin og þau eru nú ekki ódýr...

þarf svosem ekki mikið, 1000kr á dag til að geta gert það sem ég vil




aRnor`
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 16:03
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf aRnor` » Sun 04. Nóv 2012 21:09

Drífðu þig bara út og keyptu reiknings hefti, rúðusköfu og spray brúsa og sápu. Reyndu að stelast í prentara einhver staðar, fáðu lánaðar tröppur,
stiga og garðslöngur, og farðu í einbýlishúsa hverfi eða þar sem húsin eru bara á einni hæð og hentu miða innum lúguna með nafninu þínu og síma númeri
þar sem þú segist gerir tilboð í ódýran amateur glugga þvott,

Ekki bara bíða á bakvið skjáinn og vona að vinnan komi til þín.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Tengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf rapport » Sun 04. Nóv 2012 21:16

aRnor` skrifaði:Drífðu þig bara út og keyptu reiknings hefti, rúðusköfu og spray brúsa og sápu. Reyndu að stelast í prentara einhver staðar, fáðu lánaðar tröppur,
stiga og garðslöngur, og farðu í einbýlishúsa hverfi eða þar sem húsin eru bara á einni hæð og hentu miða innum lúguna með nafninu þínu og síma númeri
þar sem þú segist gerir tilboð í ódýran amateur glugga þvott,

Ekki bara bíða á bakvið skjáinn og vona að vinnan komi til þín.


LIKE á þetta...

Er hreinlega bara góð hugmynd...




Höfundur
bixer
</Snillingur>
Póstar: 1022
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
Reputation: 1
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf bixer » Sun 04. Nóv 2012 21:55

er kominn með vinnu, er bara að leita af aukaverkefnum þannig metnaðurinn er ekkert eitthvað hrikalegur. en já ég mun nýta þessa hugmynd



Skjámynd

Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: vantar þig þræl?(mig vantar vinnu)

Pósturaf Lunesta » Sun 04. Nóv 2012 22:04

bixer skrifaði:-get rifið símaskrá


besta atvinnulýsing sem ég hef séð :happy :happy