Nas pælingar


Höfundur
danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 292
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Nas pælingar

Pósturaf danniornsmarason » Sun 05. Jan 2025 19:04

Sælir,

Nú hef ég ákveðið að kaupa mér NAS. Ástæðan fyrir því er að ég vill ekki lenda í því að harði diskurinn feilar og allar ljósmyndir og video sem ég hef tekið eyðast. Semsagt aðalega fyrir Raid 1/SHR svo einn diskurinn getur skemmst en ég missi ekkert. (Plús backup)
Einnig er 2tb diskurinn að verða of lítill fyrir þetta.

Ég hef verið mest spenntur yfir Synology kerfinu, þá annaðhvort 423+ eða 923+

Það sem heillar mig með Synology er hversu auðvelt er að setja upp og þæginleg öpp ofl.

423+
    Er bara með 2gb ram og hægt að uppfæra í 6gb "Officially". Hægt er að uppfæra upp í 18gb ram "Unofficially" (ekki allt ram virkar og þeir taka ekki ábyrgð á að það virki)

    Er með verri Cpu en innbyggt gpu

    Ódýrari

    Bara 2x 1gb tengi og engin leið til að uppfæra

923+
    Kemur með 4gb ram en hægt að uppfæra ram í 64gb

    Betri Cpu en ekkert innbyggt gpu

    Dýrari

    Hægt að uppgæra í 10gb tengi


Ég er nokkuð ákveðinn í því að taka 423+ þar sem ég ætla nota hann í plex til að stream'a á sjónvarpið og mun þá intergrated GPU hjálpa með það.
Mun líklegast nota wifi fyrir sjónvarp og tölvu. Svo ég held að 10gb tengið sé ekki að fara hjálpa mér neitt nema ég leiði wlan snúru út um allt hús.
Það verður líklegast bara 1 Borðtölva, kanski 1 fartölva, 2 símar og sjónvarp tengt við Nasinn/með aðgang og yfirleitt bara eitt tæki að "Nota" hann í einu.

Ég mun nota hann til að taka backup af öllum myndun á 2 símum, backup af ljósmyndum/video og sem plex einstaka sinnum þegar manni langar að horfa á eitthvað sérstakt sem er ekki á netflix.

Er þetta ekki nokkuð solid græja í þetta?
byrja líklegast með 2x nvme 1tb(Storage pool) og 2x 4tb diska í SHR, þá er seinna meir pláss fyrir 2x fleirri HDD þegar ég þarf meira pláss.

Væri til í að heyra ykkar skoðun á þessu, sérstaklega ef ég er alveg út á túni!
Síðast breytt af danniornsmarason á Sun 05. Jan 2025 19:05, breytt samtals 1 sinni.


Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |

Skjámynd

Le Drum
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Reputation: 35
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nas pælingar

Pósturaf Le Drum » Sun 05. Jan 2025 20:41

Sjálfur er ég ekki með Synologi, er að notast við ASUSTOR-nas (AS1104T, 4 diskar), hann er ekki með gpu og ég er ekki í raun og veru að keyra neitt á honum núna nema bara að vera server - gafst upp á að láta hann streyma líka og sækja - er að keyra eina raspberry pi með ssd til þess að ná í það sem mér langar í (arr öppin) og nota svo borðtölvu með linux til þess að keyra emby server og get þá tengst honum hvar sem er, allt hardwired á milli í switch sem tengist svo í routerinn svo mallar þetta bara og kvartar ekki þó svo það séu 2 - 3 að horfa á sitthvort efnið.


Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.


Televisionary
FanBoy
Póstar: 725
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Nas pælingar

Pósturaf Televisionary » Sun 05. Jan 2025 23:47

Nú veit ég ekki hvernig aðstöðu þú hefur en ég færi alla daga í PC vél og nokkra diska ef ég hefði rými til að geyma búnað í. Undirritaður býr það vel að eiga bæð búnað og rými. Keyri allt upptalið þarna að neðan og stundum eitthvað meira ti í labinu.

- Windows 10/11 Pro
- Drivebit Stablepool
- Backblaze fyrir afritun. Flatt gjald 10$ USD á mánuði. Hérna er referral tengill: https://secure.backblaze.com/r/00zo3l (ég fæ 1 frían mánuð fyrir hvern sem skráir sig).
- Hard Disk Sentinel fyrir vöktun á heilsu diskanna

- Linux
- ZFS / LVM / MDADM / Poor man's raid með mergerfs og snapraid (ef gögnin breytast lítið)
- rclone fyrir afritun -> AWS S3 / Glacier og Deep Glacier sem dæmi. Fer eftir hraða á endurheimt hvað þú myndir velja
- Vöktun á diskaheilsu með þessu: https://github.com/AnalogJ/scrutiny

- Unraid (Linux)
- Fer í taugarnar á mér hvað er búið að prjóna mikið við þetta. En sumum líkar þetta

- Truenas Scale
- NAS dreifing sem var FreeBSD en er núna Linux
- ZFS, það besta síðan niðursneitt brauð

Númer eitt tvö og þrjú er afritun út úr húsi og eins staðan er t.d. hjá mér í dag á master kópíunni minni er ég er ekki einu sinni með Raid eða parity. Það er stanslaus afritun í gangi:
- Skráaþjónn #1 -> afrit í skýið á tvo staði 100% á annan staðinn og valið magn gagna á stað #2. Ég á rollback á skrár hérna í 30 daga.
- Skráaþjónn #1 -> Speglaður eftir hendinni á Skráþjón #2 99% af gögnunum er þarna.
- Skráaþjónn #2 -> afritaður í skýið 100%. Hérna er rollback á skrár í heilt ár.
- Skráaþjónn #3 -> Labið mitt og getur haft 30-100% af öllum gögnum hússins. Fer eftir því í hvaða pælingum ég er. Þessi vél hefur ekki tengingu við internetið og ég handstýri hvað fer á hana eins og á nóðu 2.

Mundu að allar heimsins RAID pælingar geta feilað. Afrit geta líka feilað. Það eru tvær týpur af fólki. Þeir sem hugsa ekkert um þetta og hinir sem hafa endurheimt gögnin sín af afritum.

En í mínum pælingum hef ég storage eitt og sér og keyri ekkert annað á þeim boxum. Plex og aðrar þjónustur keyra á öðrum búnaði. Mest á einhverjum mini vélum sem keyra Proxmox, KVM eða VMware ESXi.

Minn túkall í þessa umræðu. Skoðaði SHR og setti upp í sýndarvél, þetta leit vel út en ég færi ekki að borga yfirverð fyrir eitthvað sem ég get smíðað sjálfur.



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 792
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 51
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Nas pælingar

Pósturaf Squinchy » Mán 06. Jan 2025 11:37

Er sjálfur með synology box fyrir gagna afritun og einnig truenas vél fyrir plex notkun

Get mælt með synology boxi fyrir þínar pælingar, rosalega þæginlegt viðmót sem krefst ekki mikils lærdóms til að geta stjórnað, mikið af upplýsingum á netinu ef manni vantar hjálp.
Auðvelt að setja upp notendur, auðvelt að gera PW reset ef lykilorð gleymast.
Finnst t.d. ljósmynda appið hjá þeim algjör snilld
Þetta virkar bara!

Pæli reglulega í því að færa allt yfir á stærra synology box


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

HP Z840 | TrueNAS Scale | 2 x Xeon 2650 V3 | 32GB DDR4 ECC | 20TB RaidZ1 | Eaton 5SC 1000i UPS


Höfundur
danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 292
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Nas pælingar

Pósturaf danniornsmarason » Mán 06. Jan 2025 19:42

Takk fyrir svörin!

Ég hef lítinn áhuga á að vera með "stórann turn" á ganginum þar sem routerinn er. (eða að þræða 40 metra wlan snúru í herbergið)
Kosturinn sem ég sé í Synology er einmitt sá að ég þarf lítið að læra inn á þetta þar sem mér sýnist þetta vera allt mjög basic.
Nasinn er lítill, snyrtilegur og tekur ekki mikið pláss. Akkurat öfugt við það sem ég ýminda mér að tölvan myndi vera.

Ég verð með afrit af þessum gögnum í tölvunni og nas sem backup, er ekki með aðstöðu til að geyma off site. Kanski seinna fari maður í að borga áskrift fyrir geymslu á netinu eða græjar annan nas offsite? Jafnvel Nuc tölvu tengdann við flakkara með einhverju Nas kerfi í.

@Squinchy Hef einmitt heyrt góða hluti um þetta ljósmynda app, og drive appið. Er alveg til í að borga smá premium verð fyrir synology ef þetta er bara nánast plug and play dæmi og þarf ekki að hugsa um þetta, heldur bara nota!

Önnur pæling. Á eina Nuc tölvu til sem ég hef engin not fyrir sem getur tekið 2x nvme stangir .
Er eitthvað til í því að henda henni upp með einhverju Nas kerfi fyrir plex. Til að minnka loadið á Synology nasinn og nýta hann bara í geymslu. eins og @Le Drum og @Televisionary nefna.
Eða er það alveg useless að dreifa þessu á 2 græjur?


Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |


traustitj
Nörd
Póstar: 107
Skráði sig: Lau 31. Júl 2021 23:49
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Nas pælingar

Pósturaf traustitj » Mán 06. Jan 2025 20:10

Sammála öllu sem @televisionary sagði.

En þú getur vel keypt þér notaða PC leikjavél á 20-30k sem er ekkert svo stór. Setur hana undir routerinn.

Með Truenas og unraid og öðrum álíka, þá ertu með sama interface eða álíka og Synlogy. Vandamálið við þessa "NAS" gaura eins og Asutek og Synology er að þeir eru með litlu minni og rosalega litla örgjörva að vélin getur auðveldlega verið hundleiðinleg ef þú t.d. spilar Plex á sama tíma og þú ert að vinna í mynda albúminu þínu. Svo er kostnaðurinn við að hafa PC vél bara brot af svona Synology.

Þá er einnig auðveldara að finna aðila sem gætu aðstoðað þig ef þú lendir í veseni, Linux er Linux.
Þú þarft ekkert að draga kapla neitt. Eins og ég sagði að ofan, þú bara setur kassann hjá módeminu þínu og málið steinliggur. Þetta er alls ekki eins flókið og þú heldur.



Skjámynd

Le Drum
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Reputation: 35
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nas pælingar

Pósturaf Le Drum » Mán 06. Jan 2025 21:18

danniornsmarason skrifaði:
Önnur pæling. Á eina Nuc tölvu til sem ég hef engin not fyrir sem getur tekið 2x nvme stangir .
Er eitthvað til í því að henda henni upp með einhverju Nas kerfi fyrir plex. Til að minnka loadið á Synology nasinn og nýta hann bara í geymslu. eins og @Le Drum og @Televisionary nefna.
Eða er það alveg useless að dreifa þessu á 2 græjur?


Án þess að ég þekki græjuna sem þú ert að spá í þá myndi ég allan daginn skoða að nota NUC sem plex þó svo allt efnið væri geymt á Synology, gerir bara SMB-share sem NUC getur náð í efnið og miðlað því áfram. Eins og ég sagði þá gafst ég upp á hafa bara eina græju og gera of mikið á henni.

Í mínu tilfelli (eins og er) þá situr þetta allt saman í einni skúffu undir tv, ljósleiðarinn er við hliðina á því þannig að þetta steinlá, engar sjáanlegar flækjur, nema maður opnir skúffuna :D


Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?

A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.


Höfundur
danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 292
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Nas pælingar

Pósturaf danniornsmarason » Mið 08. Jan 2025 22:53

Þá hef ég ákveðið.
Fæ ljósleiðarann færðann svo ég get sett wlan snúru í tölvu, með pláss fyrir Nas og routerinn verður þá hjá sjónvarpinu.
Sem gerir þetta allt mun þæginlegra að eiga við.

Eftir að skoða þetta betur þá er ég fastur á því að kaupa tilbúinn NAS og ekki byggja hann sjálfur, þó það væri eitthvað sem ég væri til í að prófa seinna meir.

En í sambandi með að tengja Nuc sem plex.
Ég þarf ekkert að setja upp Synology með það í huga er það?
Ég gæti seinna sett hann upp og þá er hann í raun að lesa Nas'inn, vinna úr því og birta á sjónvarpið. Ekki satt?


Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |

Skjámynd

Le Drum
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Reputation: 35
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nas pælingar

Pósturaf Le Drum » Mið 08. Jan 2025 23:38

danniornsmarason skrifaði:Þá hef ég ákveðið.
Fæ ljósleiðarann færðann svo ég get sett wlan snúru í tölvu, með pláss fyrir Nas og routerinn verður þá hjá sjónvarpinu.
Sem gerir þetta allt mun þæginlegra að eiga við.

Eftir að skoða þetta betur þá er ég fastur á því að kaupa tilbúinn NAS og ekki byggja hann sjálfur, þó það væri eitthvað sem ég væri til í að prófa seinna meir.

En í sambandi með að tengja Nuc sem plex.
Ég þarf ekkert að setja upp Synology með það í huga er það?
Ég gæti seinna sett hann upp og þá er hann í raun að lesa Nas'inn, vinna úr því og birta á sjónvarpið. Ekki satt?


Þarft ekki Synology á NUC, bara stýrikerfi. Getur notaða hvaða Linux distro sem er sem þér finnst þægilegt, eða á Windoze, þarft bara að stilla hann þannig að hann sé að lesa af NAS. Plexið þá geturðu tengst úr TV/tölvu/síma, hvað sem þú ert að nota.


Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?

A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.

Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 792
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 51
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Nas pælingar

Pósturaf Squinchy » Fim 09. Jan 2025 09:12

Þar sem þú átt þessa nuc vél þá væri alveg vel þess virði að setja upp truenas scale á hana, slatti sem þú lærir þar sem gagnast þér við uppsettningu á synology boxi ef þú endar síðan þar.

truenas er líka með ljósmynda library app (Photoprism) sem á að vera á pari við synology photo.


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

HP Z840 | TrueNAS Scale | 2 x Xeon 2650 V3 | 32GB DDR4 ECC | 20TB RaidZ1 | Eaton 5SC 1000i UPS


Höfundur
danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 292
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Nas pælingar

Pósturaf danniornsmarason » Fös 10. Jan 2025 01:26

Squinchy skrifaði:Þar sem þú átt þessa nuc vél þá væri alveg vel þess virði að setja upp truenas scale á hana, slatti sem þú lærir þar sem gagnast þér við uppsettningu á synology boxi ef þú endar síðan þar.

truenas er líka með ljósmynda library app (Photoprism) sem á að vera á pari við synology photo.


Já er sammála því. Gaman að geta fiktað við þetta ef maður hefur tíma. samhliða Synology, þá má allt klúðrast þessvegna við þessa Nuc tölvu því hún hýsir ekkert mikilvægt!


Hvernig er það svo með nethraða. Er með 1gbps tengingu frá Hringdu.
Til að ná 2,5gbps tengingu frá Nas í tölvu. Þarf ég að uppfæra tenginguna?
Þetta væntanlega er ekki tengt tengingunni sjálfri(?) þar sem þetta verður "Locally" en þá mögulega routerinn sem verður bottleneck og þarf uppfærslu?

Er með láns router frá Hringdu, en hef verið að spá hvort það sé worth it að kaupa mér sjálfur einhvern "Ódýrann" - 20kish en ég hef ekkert vit á routerum.


Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |

Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 792
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 51
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Nas pælingar

Pósturaf Squinchy » Fös 10. Jan 2025 09:50

Já leigurouterinn er eflaust 1gb lan nema annað sé tekið fram á honum, en svo er bara spurning hvort þú hafir þörf á 2.5. Ég hef ekki séð þörf á því hjá mér, 4K efni er um að 50mbps þannig að það er nóg eftir.

Mín reynsla er að ég lenti frekar í hardware bottleneck á gamla servernum mínum ef ég var að streima 4K efni í tæki sem hafði t.d. ekki stuðning við codec og þurfti transcode


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

HP Z840 | TrueNAS Scale | 2 x Xeon 2650 V3 | 32GB DDR4 ECC | 20TB RaidZ1 | Eaton 5SC 1000i UPS


playman
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 78
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Nas pælingar

Pósturaf playman » Sun 12. Jan 2025 14:14

Þetta venjulega LAN, sem er 1 Gb/s eins og stendur, er alveg nóg fyrir streymi heima fyrir.
Ef þú vilt fullnýta 2.5 Gb/s á LAN, þá þurfa allar stöðvar að vera með 2.5 Gb/s Ethernet-port og þú þarft að vera með 2.5 Gb/s switch.
Ef þú notar routerinn sem switch, þá ertu bara að notast við 1 Gb/s.
Að spila RAW 4K Blu-ray, sem væri max 100 GB, myndi nota um 0.128 Gb/s í það mesta (þegar mikið action er í gangi).

Til þess að NAS geti fullnýtt sína 2.5 Gb/s getu þarftu að hafa router sem styður 2.5 Gb/s og 2.5 Gb/s nettengingu. Ég veit ekki með ljósbreituna, en reikna með því að hún sé einnig 1 Gb/s. Þá þarf að skipta henni út líka.
1 Gb/s nettenging er svo sem nóg; það tekur nokkrar mínútur að sækja 4K mynd. Til dæmis gæti 30 GB tekið um 4 mínútur ef þú nærð að fullnýta tenginguna.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9