Vil forvitnast hvað menn eru að keyra heima hjá sér sem eru með server, bæði set up , hvaða forrit og jafnvel myndir af þessu tryllitæki! Einnig allt sem tengist Home Assistant og öllu því, bara það sem ykkur dettur í hug!
Sjálfur er ég nýbyrjaður að fikta í þessu og nánast kann ekki neitt á þetta (starta þræði til að fá fleiri hugmyndir)
Það sem ég er með so far
-Plex Server
-Sonarr/Radarr/Overseerr
-Prolouge í gegnum plex fyrir hljóðbækur
-Er að setja upp Kavita fyrir bækur
-Vantar fleiri hugmyndir

Er að keyra þetta á gamalli windows vél með þessi specs, ekkert spes.
Intel(R) Core(TM) i5-8600 CPU @ 3.10GHz
32GB RAM
2x4TB 1x12TB HDD
NVIDIA GeForce GTX 650 Ti
Einnig með vél sem ég fann á nytjamarkaði sem er að keyra debian server og hostar overseerr fyrir mig:
-Intel Pentium CPU g3220
-4GB RAM
-1TB HDD
Markmið síðan að læra meira a linux og beila windows á endanum.
Jæja go wild, kickstarta eitthverri umræðu um þetta!