Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf Xovius » Mið 25. Júl 2018 13:38

Varð bara að henda í smá væluþráð
MSI GTX1080 Gaming X skjákortið mitt sem var akkurat að skríða yfir 2 ára aldurinn fyrr í sumar (svo ábyrgðin er farin) ákvað bara alltíeinu að deyja.
Ég skellti mér í sumarfrí og slökkti á tölvunni á meðan, þegar ég ætlaði svo að kveikja á henni þegar heim var komið þá blikkar ljósið á skjákortinu einusinni og svo slökknar á öllu. Kippti því út og prófaði gamalt skjákort sem ég átti (hágæða AMD Radeon 7770) þá nátturúrulega flaug allt í gang.

Hefur einhver lent í svipuðu með þessi skjákort og er eitthvað sem ég get gert í þessu?



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf Njall_L » Mið 25. Júl 2018 13:46

Myndi heyra í söluaðila þar sem kortið var í ábyrgð og kanna hvort þeir væru tilbúnir að hafa samband við framleiðanda og óska eftir "goodwill" ábyrgðartilfelli þar sem kortið er að bila svona nýlega eftir að ábyrgð líkur.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6398
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 464
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf worghal » Mið 25. Júl 2018 14:03

Eru ekki allir framleiðendur farnir að bjóða 3-5 ára ábyrgð?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Sigurður Á
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 13:22
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf Sigurður Á » Mið 25. Júl 2018 14:06

Það er 5 ára kvörtunarfrestur á Íslandi talaðu við söluaðila ef þeir vilja ekkert gera talaðu við Neytendasamtökin.



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 188
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf olihar » Mið 25. Júl 2018 15:01

MSI eru hættir að bjóða upp á 3 ára ábyrgð á skjákortum ef ég man rétt.

Ástæðan var mining.

Ef þú átt gamla 3 ára ábyrgðarblaðið þá ætti það að teljast sem bindandi 3 ára.
Síðast breytt af olihar á Mið 25. Júl 2018 15:43, breytt samtals 1 sinni.




braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 58
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf braudrist » Mið 25. Júl 2018 15:36

Þú mátt ekki fara í sumarfrí, þá fer tölvan í fílu.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf Xovius » Mið 25. Júl 2018 17:18

Kíkti með kortið niður í att.is þar sem það var keypt (02.06.2016) og hann sagðist ekki vongóður en ætlaði að athuga hvort það væri eitthvað sem þeir gætu gert fyrir mig.
Kem með update hérna þegar ég fæ svör frá þeim



Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf tanketom » Mið 25. Júl 2018 17:31

Það er helvíti lélegt hjá @tt


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf jonsig » Mið 25. Júl 2018 18:35

tanketom skrifaði:Það er helvíti lélegt hjá @tt


Eiga þeir að taka á sig ábyrgðina ? Og fyrir löngu eru tölvuverslanir búnar að klóra augun úr hvorum öðrum !



Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf tanketom » Mið 25. Júl 2018 21:02

jonsig skrifaði:
tanketom skrifaði:Það er helvíti lélegt hjá @tt


Eiga þeir að taka á sig ábyrgðina ? Og fyrir löngu eru tölvuverslanir búnar að klóra augun úr hvorum öðrum !


Èg fèkk nýlega viðgerð á 980ti korti sem var einmitt ný komið úr ábyrð hjá tölvulistanum án nokkurn kosnað


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf jonsig » Mið 25. Júl 2018 21:16

Það er hægt að vera heppinn. Þeir hafa trassað að skrá ábyrgðina kannske.



Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf Xovius » Fim 26. Júl 2018 16:23

Fékk svar frá @tt áðan. Það eina sem hann sagðist geta gert fyrir mig er að gefa mér 12.25% afslátt af eins skjákorti.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf DJOli » Fim 26. Júl 2018 19:32

Ég sé að það stendur að þetta sé úr frumvarpi um neytendalög, en eru þetta alveg gagnslaus rök?

https://www.althingi.is/altext/128/s/0904.html
IV. KAFLI
Eiginleikar söluhlutar, gallar o.fl.
15. gr.
Eiginleikar söluhlutar.
Söluhlutur skal, hvað varðar tegund, magn, gæði, aðra eiginleika og innpökkun, fullnægja þeim kröfum sem leiðir af samningi.
Ef annað leiðir ekki af samningi skal söluhlutur:
a. henta í þeim tilgangi sem sambærilegir hlutir eru venjulega notaðir til;
b. hafa þá eiginleika til að bera sem neytandinn mátti vænta við kaup á slíkum söluhlut að því er varðar endingu og annað;
c. henta í ákveðnum tilgangi sem seljandinn vissi eða mátti vita um þegar kaup voru gerð, nema leiða megi af atvikum að neytandi hafi ekki byggt á sérþekkingu seljanda og mati hans eða hafi ekki haft sanngjarna ástæðu til þess;
d. hafa þá eiginleika til að bera sem seljandi hefur vísað til með því að leggja fram prufu eða líkan;
e. vera í venjulegum eða öðrum forsvaranlegum umbúðum sem nauðsynlegar eru til að varðveita og vernda hann;
f. vera í samræmi við þær kröfur opinbers réttar sem gerðar eru í lögum eða opinberum ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli laga á þeim tíma sem kaup eru gerð, ef neytandinn ætlar ekki að nota hlutinn á þann hátt að kröfurnar séu þýðingarlausar;
g. vera laus við kvaðir frá þriðja manni, t.d. eignarrétt eða veðrétt. Söluhluturinn skal einnig vera laus við kröfur þriðja manns um kvaðir í hlutnum, enda þótt þeim sé mótmælt, nema kröfurnar séu augljóslega órökstuddar.


Og


16. gr.
Gallar.
Söluhlutur telst vera gallaður ef:
a. hann er ekki í samræmi við þær kröfur sem fram koma í 15. gr.;
b. seljandi hefur við kaupin vanrækt að gefa upplýsingar um atriði varðandi hlutinn eða not hans sem seljandi hlaut að þekkja til og neytandi mátti ætla að hann fengi upplýsingar um, enda megi ætla að vanrækslan hafi haft áhrif á kaupin;
c. hann svarar ekki til þeirra upplýsinga sem seljandi hefur við markaðssetningu eða á annan hátt gefið um hlutinn, eiginleika hans eða notkun og ætla má að hafi haft áhrif á kaupin;
d. nauðsynlegar upplýsingar um uppsetningu, samsetningu, notkun, umönnun og geymslu fylgja ekki söluhlut.
Regla c-liðar 1. mgr. gildir með sama hætti þegar söluhlutur svarar ekki til þeirra upplýsinga sem annar en seljandi hefur gefið á umbúðum hlutarins, í auglýsingum eða við aðra markaðssetningu á vegum seljanda eða fyrri söluaðila.
Neytandi getur ekki borið neitt það fyrir sig sem galla sem hann vissi eða mátti vita um þegar kaupin voru gerð.
Neytandi getur ekki borið fyrir sig galla ef orsök gallans má rekja til efniviðar sem neytandinn hefur sjálfur lagt til. Þetta gildir þó ekki ef seljandinn hefði átt að ráða neytanda frá notkun efnisins vegna óhentugra eiginleika þess.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Sigurður Á
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 13:22
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf Sigurður Á » Fim 26. Júl 2018 19:56

Bara bjalla í neytendasamtökin sjá hvað þau segja




Storm
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mán 30. Jún 2008 18:19
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf Storm » Fös 27. Júl 2018 00:00

https://www.ns.is/is/content/kvortunarfrestur-samkvaemt-logum-um-neytendakaup

Hér eru dæmi af vefsíðu neytendasamtakanna

Meginreglan er að neytandi hefur tvö ár frá afhendingu söluhlutar til að kvarta vegna galla. Í lögunum er hins vegar einnig kveðið á um lengri frest, eða fimm ár frá afhendingu. Sú regla gildir um hluti sem ætlaður er verulega lengri endingartími en gerist almennt með hluti. Samkvæmt framkvæmdinni hér á landi hafa til dæmis þvottavélar, ísskápar, sófasett o.þ.h. verið felld undir fimm ára regluna.


Neytendasamtökin hafa einnig fengið margar fyrirspurnir hvað varðar kvörtunarfrest vegna galla á hlutum sem úrbætur hafa farið fram á. Í sumum tilvikum hafa fartölvur til dæmis farið í viðgerð innan tveggja ára og seljandi greitt viðgerðina á grundvelli laganna en sama bilun komið aftur fram eftir að meira en tvö ár eru liðin frá kaupunum. Við þær aðstæður hafna seljendur stundum ábyrgð á þeim forsendum að meira en tvö ár séu liðin frá kaupum. Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur hins vegar talið að við viðgerð hefjist nýtt ábyrgðartímabil hvað umræddan hluta varðar og það kemur einnig fram í greinargerð með lögum um neytendakaup. Ef skipt er til dæmis um móðurborð í tölvu vegna galla eftir eitt ár gildir ábyrgðin á móðurborðinu þar til tölvan er þriggja ára gömul. Aðrir hlutir tölvunnar myndu hins vegar falla úr ábyrgð eftir tvö, eða eftir atvikum fimm ár, frá kaupum.


Hér er directly sagt á vefsíðu neytendasamtakanna að tölvuíhlutir beri tveggja ára ábyrgð.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf ÓmarSmith » Fös 27. Júl 2018 00:04

Og þar er einnig sagt

"eða eftir atvikum fimm ár, frá kaupum."


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf Minuz1 » Fös 27. Júl 2018 00:29

5 ár er fyrir stór raftæki, sbr ofna, ísskápa, þvottavélar, þurrkara.
2 ár er grunnur fyrir önnur raftæki, sbr skjákort.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf Xovius » Fim 09. Ágú 2018 23:59

Ákvað að kippa því í sundur og sjá hvort ég sæi augljóst vandamál. Þetta virðist allavegana ekki vera eitthvað sem hægt er að gera við :D

Mynd



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6398
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 464
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf worghal » Fös 10. Ágú 2018 00:05

Xovius skrifaði:Ákvað að kippa því í sundur og sjá hvort ég sæi augljóst vandamál. Þetta virðist allavegana ekki vera eitthvað sem hægt er að gera við :D

Mynd

er þetta ekki bara korter í bökunarofninn? :guy


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf Squinchy » Fös 10. Ágú 2018 11:01

Myndi prófa RMA hjá msi, tapar engu á því


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf gnarr » Fös 10. Ágú 2018 15:41

Xovius skrifaði:Ákvað að kippa því í sundur og sjá hvort ég sæi augljóst vandamál. Þetta virðist allavegana ekki vera eitthvað sem hægt er að gera við :D

Mynd


Er PCB'ið sjálft brunnið? :o


"Give what you can, take what you need."


frappsi
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Lau 08. Jún 2013 16:11
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf frappsi » Fös 10. Ágú 2018 16:35

Storm skrifaði:https://www.ns.is/is/content/kvortunarfrestur-samkvaemt-logum-um-neytendakaup

Hér eru dæmi af vefsíðu neytendasamtakanna

Meginreglan er að neytandi hefur tvö ár frá afhendingu söluhlutar til að kvarta vegna galla. Í lögunum er hins vegar einnig kveðið á um lengri frest, eða fimm ár frá afhendingu. Sú regla gildir um hluti sem ætlaður er verulega lengri endingartími en gerist almennt með hluti. Samkvæmt framkvæmdinni hér á landi hafa til dæmis þvottavélar, ísskápar, sófasett o.þ.h. verið felld undir fimm ára regluna.


Neytendasamtökin hafa einnig fengið margar fyrirspurnir hvað varðar kvörtunarfrest vegna galla á hlutum sem úrbætur hafa farið fram á. Í sumum tilvikum hafa fartölvur til dæmis farið í viðgerð innan tveggja ára og seljandi greitt viðgerðina á grundvelli laganna en sama bilun komið aftur fram eftir að meira en tvö ár eru liðin frá kaupunum. Við þær aðstæður hafna seljendur stundum ábyrgð á þeim forsendum að meira en tvö ár séu liðin frá kaupum. Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur hins vegar talið að við viðgerð hefjist nýtt ábyrgðartímabil hvað umræddan hluta varðar og það kemur einnig fram í greinargerð með lögum um neytendakaup. Ef skipt er til dæmis um móðurborð í tölvu vegna galla eftir eitt ár gildir ábyrgðin á móðurborðinu þar til tölvan er þriggja ára gömul. Aðrir hlutir tölvunnar myndu hins vegar falla úr ábyrgð eftir tvö, eða eftir atvikum fimm ár, frá kaupum.


Hér er directly sagt á vefsíðu neytendasamtakanna að tölvuíhlutir beri tveggja ára ábyrgð.


Reyndar ekki. Það er verið að tala um að ef skipt er um íhlut sem er með tveggja ára ábyrgð í tölvu sem var keypt fyrir ári þá fær sá íhlutur nýja tveggja ára ábyrgð (þ.e. hann fellur úr ábyrgð 3 árum eftir að tölvan var keypt). Aðrir íhlutir í tölvunni haldast undir upphaflegu ábyrgðinni sem er 2 eða 5 ár eftir atvikum.
Það sakar ekki að láta reyna á hvort skjákort séu falli undir 5 ára regluna þó mig gruni að þau geri það ekki.
Minuz1 skrifaði:5 ár er fyrir stór raftæki, sbr ofna, ísskápa, þvottavélar, þurrkara.
2 ár er grunnur fyrir önnur raftæki, sbr skjákort.

Þetta er ekki metið út frá stærð raftækisins. T.d. hafa fartölvur og sjónvörp (óhæð stærð) minnir mig verið flokkaðar sem 5 ára hlutir. Vissulega gerir maður svo ráð fyrir að stóru eldhúsraftækin lifi öll önnur raftæki heimilisins.



Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 108
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf Alfa » Fös 10. Ágú 2018 18:39

Ég skil ekki alveg afhverju það er eitthvað verið að setja út á Att hérna, það er 2 ára ábyrgð á þessu af ástæðu. Ef menn fara eitthvað að teygja það fram og til baka endar það bara í rugli. Finn til með þér í þessu máli þó, á einmitt eins kort. Hvernig aflgjafa ertu með ?


TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf Minuz1 » Lau 11. Ágú 2018 10:25

frappsi skrifaði:
Minuz1 skrifaði:5 ár er fyrir stór raftæki, sbr ofna, ísskápa, þvottavélar, þurrkara.
2 ár er grunnur fyrir önnur raftæki, sbr skjákort.

Þetta er ekki metið út frá stærð raftækisins. T.d. hafa fartölvur og sjónvörp (óhæð stærð) minnir mig verið flokkaðar sem 5 ára hlutir. Vissulega gerir maður svo ráð fyrir að stóru eldhúsraftækin lifi öll önnur raftæki heimilisins.


Tók það fram að þetta ætti við langlífari tæki, en þessi flokkur er kallaður stór raftæki, stundum hvítvara.
Líftími þessara tækja á að vera um 15+ ár þannig að ábyrgð á þeim er 5 ár, það er líka meiri ábyrgð sem fylgir, eins og viðgerð á staðnum í staðinn fyrir viðgerð á verkstæðum þar sem stundum er frekar erfitt að hoppa með ofn eða 100kg þvottavél á verkstæði á leiðinni í vinnuna.
Hef heyrt af sjónvörpum sem hafa verið flokkuð sem stór raftæki en sé ekki alveg hvernig það gangi með fartölvur.
Gangi þér annars vel með þetta.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort dó eftir 2 ár og 1 mánuð

Pósturaf Xovius » Lau 11. Ágú 2018 12:13

Alfa skrifaði:Ég skil ekki alveg afhverju það er eitthvað verið að setja út á Att hérna, það er 2 ára ábyrgð á þessu af ástæðu. Ef menn fara eitthvað að teygja það fram og til baka endar það bara í rugli. Finn til með þér í þessu máli þó, á einmitt eins kort. Hvernig aflgjafa ertu með ?


Er með Corsair RM750x sem er 80+ Gold vottaður.
Ég sjálfur hef ekkert að setja út á Att, auðvitað hefði ég viljað fá þetta afgreitt sem ábyrgðarmál en ábyrgðin er útrunnin.