Suð í heyrnatól -vandamál-


Höfundur
vidirz
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Þri 08. Feb 2011 12:35
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Suð í heyrnatól -vandamál-

Pósturaf vidirz » Mán 12. Des 2011 10:10

Góðan daginn!

Ég er með hljóðkort innbyggt í móðurborðinu, (móðurborð: EX58-UD4P) og er með tengda hátalara aftan í tölvunni, síðan er jack tengi framan á kassanum fyrir heyrnatól.
Ég heyri alltaf eitthvað stanslaust ''suð'' þegar ég er með heyrnatólin í (að framan) en það heyrist ekkert suð útúr hátölurunum sem eru tengdir að aftan.
Veit einhver hvernig er hægt að laga þetta suð ef það er hægt? Kannast einhver við þetta? (b.t.w. það er allt í lagi með heyrnatólin sjálf)
[-o<


intel i7-7700HQ | 12GB | 1TB HDD | 256 GB SSD | Nvidia GeForce 1050Ti GTX 4GB

Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2350
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 60
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Suð í heyrnatól -vandamál-

Pósturaf Gunnar » Mán 12. Des 2011 12:17

Kom alltaf sma sud hja mer þegar eg var med folding i gangi a skjakortinu minu gamla og með annan aflgjafa. Held ad þad hafi verid aflgjafinn sem var ad væla




Höfundur
vidirz
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Þri 08. Feb 2011 12:35
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Suð í heyrnatól -vandamál-

Pósturaf vidirz » Mán 12. Des 2011 12:22

Gunnar skrifaði:Kom alltaf sma sud hja mer þegar eg var med folding i gangi a skjakortinu minu gamla og með annan aflgjafa. Held ad þad hafi verid aflgjafinn sem var ad væla


Ætli þetta sé þá bara low class aflgjafi sem ég er með Energon 750watta, sé að hann er mun ódýrari en t.d. corsair.


intel i7-7700HQ | 12GB | 1TB HDD | 256 GB SSD | Nvidia GeForce 1050Ti GTX 4GB

Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2350
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 60
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Suð í heyrnatól -vandamál-

Pósturaf Gunnar » Mán 12. Des 2011 12:41

vidirz skrifaði:
Gunnar skrifaði:Kom alltaf sma sud hja mer þegar eg var med folding i gangi a skjakortinu minu gamla og með annan aflgjafa. Held ad þad hafi verid aflgjafinn sem var ad væla


Ætli þetta sé þá bara low class aflgjafi sem ég er með Energon 750watta, sé að hann er mun ódýrari en t.d. corsair.

Þad getur mjog liklega verid astædan var einmitt sjalfur med noname aflgjafa



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Suð í heyrnatól -vandamál-

Pósturaf rapport » Mán 12. Des 2011 12:52

Ég lenti í þessu með 750W Energon...

Lendi enn í þessu ef að ég set USB í frontið og er með headphonin tengd... :cry:



Skjámynd

Beetle
Ofur-Nörd
Póstar: 214
Skráði sig: Mið 16. Ágú 2006 17:52
Reputation: 0
Staðsetning: 104 Rvík.
Staða: Ótengdur

Re: Suð í heyrnatól -vandamál-

Pósturaf Beetle » Mán 12. Des 2011 15:22

Ertu með fluor peru nálægt, t.d. black light, það orsakar suð allavega hjá mér !



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Suð í heyrnatól -vandamál-

Pósturaf dori » Mán 12. Des 2011 15:25

Það má ekki gleyma því að stundum eru þessar front panel snúrur rosalega aumar. En auðvitað ef það er eitthvað "hávært" (eins og í mikið af truflunum) raftæki nálægt ýkir það allt svoleiðis.




frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Suð í heyrnatól -vandamál-

Pósturaf frr » Mán 12. Des 2011 17:32

Ef þú þarft endilega að nota þetta tengi framan á, prófaðu þá að nota skermaðan kapal frá móðurborðinu í tengið.
Þú getur svo sem reynt að hafa snúruna snúna og athugað hvernig það kemur út, en best er að skerma kapalinn.
Annað sem þú getur prófað er usb hljóðkort eða headphones. Það virkar fínt, meira að segja í leikjum.




Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Suð í heyrnatól -vandamál-

Pósturaf Haflidi85 » Mán 12. Des 2011 19:47

Mín reynsla er sú að það er alltaf suð/surg, ef maður er með eitthvað tengt í tengið framaná, getur verið að ég sé alltaf bara með svona low end stuff en anyway...