GuðjónR skrifaði:Strákar, ef það er einn tölvutengdur hlutur sem þið eigið ekki að spara í þá er það skjárinn.
Dýr og góður skjár er góð fjárfesting, hann eykur ánægjustigið, endist lengur og er því til lengri tíma litið oft ódýrari en lélegur skjár.
Þess vegna keypti ég mér dýra og vandaða 19" CRT túbu með flötu gleri fyrir mööörgum árum síðan, við höfum farið í gegnum súrt og sætt saman, og aldrei hefur hann brugðist!
Búinn að vera að skoða 24" skjái undanfarið, langar að fá mér 2-3 til að skipta út túbunni og prufa Eyefinity, (3 led taka minna pláss en túban, bara á annan veg), og það er eitthvað sem veldur því að ég finn ekki skjá sem ég fýla..
Sakna alltaf bara Hansol'sins þegar ég spila á einhverju öðru..
Ég veit ég, ég veit, ég er skrítinn..
Black skrifaði:þú ert skrítinn..
