Vcore er einungis hækkaður til þess að auka stöðugleikann á hærri tíðni. Það virkar svona:
Þegar leiðarinn er við 40 gráðu hita þá veitir hann lítið sem ekkert viðnám.
1.5V >---40°C---> 1.5V
En þegar hitinn hækkar, hækkar viðnámið einnig.
1.5V >---70°C---> 1.4V
en með því að hækka spennuna (Vcore) er hægt að jafna út töluna á hinum endanum.
1.6V >---75°C---> 1.5V
ATH! Ég vill endilega leggja áherslu á það að þegar spennan (Vcore) er hækkuð hækkar hitinn í 99.999% tilvika einnig. Það þarf ekki að vera mikið en það getur munað um það
Aðeins þeir sem eru í stífum yfirklukkunum og þeir sem eru með almennilega kælingu ættu að vera að fikta í spennustillingum. Það á við um alla íhluti, örgjörva, minniseiningar, skjákort eða kubbasett. Aukinn hiti dregur úr endingu hlutsins og ef ranglega er farið að getur þetta skemmt...
Góða skemmtun