QD-Oled vs W-Oled


Höfundur
Addi11
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Þri 31. Ágú 2021 13:59
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

QD-Oled vs W-Oled

Pósturaf Addi11 » Fim 11. Sep 2025 14:47

Sælir, núna er ég staddur á Spáni og er til mjög mikið úrval af 1440p, 27-32 tommu QD og W OLED skjáum. en svo skoða ég heima og það er ekki geggjað úrvalið og verðin eru frekar há ég veit að Ísland er eyja og það er mjög dýrt að flytja inn vörur,

Er eitthver önnur leið til að panta þessa skjái kannski frá Bandaríkjunum eða norðurlöndunum sem væri ennþá ódýrari en heima? skoðaði amazon smá og fannst shipping alls staðar vera ruglað dýrt. held ég kaupi bara auka tösku og troði skjánum með í hana það er örugglega lang ódyrasta leiðin.

hvað finnst mönnum líka betri skjárinn QD eða W Oled? ég er ekki alltaf í dimmum helli en heldur ekki með ljós sem miðar beint á skjáinn.


Kv. Andrés


Gurka29
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 17:32
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: QD-Oled vs W-Oled

Pósturaf Gurka29 » Fim 11. Sep 2025 17:15

Ég pantaði minn á 29% afslætti af overclockers.co.uk var kominn heim að dyrum á rúmum sólarhring (minnir mig) og fékk hann á 110k með öllum gjöldum. Sambærilegir skjáir hér heima voru á um 150k.


i9 13900k - Asus strix z790-E - RTX 4090 - G.skill Trident z5 32gb Ddr5 6400 cl32 - Asus ROG Strix 1000w Platinum.
Skjár: Asus xg27aqdmg OLED 240hz.


Höfundur
Addi11
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Þri 31. Ágú 2021 13:59
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: QD-Oled vs W-Oled

Pósturaf Addi11 » Fim 11. Sep 2025 18:10

Hvernig er best að reikna sendingarkostnað? gera overclockers.co.uk það fyrir mig og tollinn eða þarf ég að reikna hann sjalfur?


Kv. Andrés

Skjámynd

ekkert
Ofur-Nörd
Póstar: 224
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 101
Staða: Ótengdur

Re: QD-Oled vs W-Oled

Pósturaf ekkert » Lau 13. Sep 2025 09:21

Sammála þér Addi11, það er mjög slæmt úrval af skjáum á Íslandi, sérstaklega þegar kemur að einhverju aðeins öðruvísi eins og OLED eða 5K/6K panelum. Kannski er það úskýring (en ekki afsökun) að markaðurinn er lítill, skjáir endast lengi, laun starfsfólks eru há í retail búðunum og sjá fyrir að mögulega verður niche skjár að taka pláss á lagernum mjög lengi.

Get mælt með bhphotovideo.com ef þú vilt fljóta þjónustu og ekkert stopp í tollinum því þeir sjá um að borga vaskinn. Hef aldrei þurft að skila vöru þaðan þannig að ég veit ekki hvernig það er að senda til baka (og fá vaskinn endurgreiddan) en sendingarkostnaður til bandaríkjanna er oft hærri en evrópu.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030


Höfundur
Addi11
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Þri 31. Ágú 2021 13:59
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: QD-Oled vs W-Oled

Pósturaf Addi11 » Þri 16. Sep 2025 22:37

ekkert skrifaði:Sammála þér Addi11, það er mjög slæmt úrval af skjáum á Íslandi, sérstaklega þegar kemur að einhverju aðeins öðruvísi eins og OLED eða 5K/6K panelum. Kannski er það úskýring (en ekki afsökun) að markaðurinn er lítill, skjáir endast lengi, laun starfsfólks eru há í retail búðunum og sjá fyrir að mögulega verður niche skjár að taka pláss á lagernum mjög lengi.

Get mælt með bhphotovideo.com ef þú vilt fljóta þjónustu og ekkert stopp í tollinum því þeir sjá um að borga vaskinn. Hef aldrei þurft að skila vöru þaðan þannig að ég veit ekki hvernig það er að senda til baka (og fá vaskinn endurgreiddan) en sendingarkostnaður til bandaríkjanna er oft hærri en evrópu.


Skoðaði skjá þar og hann var á 999$ svo 120$ shipping en svo var VAT + Imort 500$ rúmir sem mér finnst ekki passa því er ekki bara 24% vsk á skjáum?
Væri betra að borga bara shipping og sjá um tollinn sjálfur?


Kv. Andrés