Nú hef ég ekki allar upplýsingar frá þessum mönnum, bara þessa frétt.
En mér sýnist nú á öllu að það sé rosalega mikil einföldun að segja að tíföldun á heimatenginum, úr 1 í 10 Gbits, sé að fara að skila einhverjum milljörðum aukalega, hvað þá milljörðum aukalega í þjóðarbúið.
Um framlag netsins til hagvaxtar segja höfundar að rannsóknir hafi sýnt fram á að áhrif fjarskiptatækni á hagvöxt séu aðallega eftir þremur leiðum. Í fyrsta lagi auki það skilvirkni í rekstri. Í öðru lagi geri það fyrirtækjum og stofnunum kleift að nýta auðlindir sínar með skilvirkari hætti en ella og í þriðja lagi geti tæknin lækkað framleiðslukostnað, ekki síst samskiptakostna
Það þarf ekkert að efast um framlag netsins til hagvaxtar.
auðvitað eykur það skilvirkni í rekstri, auðvitað geta fyrirtæki betur nýtt auðlindir og tæknin lækkað kostnað.
En ekkert að þessu gerist við það að við fáum 10 gíg í staðin fyrir 1 gíg heim til okkar.
Þeir segja að fjölmargar rannsóknir hafi bent á mikilvægi góðra tenginga við internetið og talið sé að 10% aukning í notkun netsins geti aukið verga landsframleiðslu um allt að 0,25-1,5% á ári.
Vissulega getur þetta skilað óhemju árangri, en þarna er verið að tala um mikilvægri góðra tenginga.
1 Gbits á heimilistengingu er nú þegar góð nettenging.
Væri gaman ef að þeir væru spurðir að því hvernig það að ég fái 10 gbits heim til mín eigi að auka landsframleiðslu.