Er að fara að setja saman tölvu fyrir myndvinnslu núna um mánaðarmótin og vantar endilega ráðleggingar frá ykkur.
Hérna er listi yfir forritin sem verða notuð.
Avid Media Composer
DaVinci Resolve
Adobe Audition
Avid Pro Tools
Budget er í kringum 300-350k og hér fyrir neðan er þar sem mér hafði dottið í hug.
- AMD Ryzen 7 3700x - 54.500
ASRock X470 Master SLI - 27.500
Corsair VEN 2x16GB 3200mhz - 34.450
RTX 2070 8GB - 70.995
Corsair Crystal 460X - 24.995
Samsung 970 EVO 250GB - (Boot drif) 13.995
Samsung 860 EVO 2TB - (Fyrir Project files, media cache og scratch) 54.750
Corsair RM650x - 17.750
Þetta eru rúmar 300þús, hef samt verið að pæla mikið í því hvort ég eigi að fara í dýrara skjákort á borð við 2080ti, dýrari örgjörva á borð við 3900x eða hvort ég eigi að fara í 3600mhz vinnsluminni og mögulega uppfæra það yfir í 64GB.
Ég er engan veginn sérfræðingur í þessum málum þannig öll hjálp er vel þegin