Ég þarf s.s. ekki einhverja trölla vél til að monta mig af. Ég spila aðallega leiki eins og Starcraft 2 og Team Fortress 2 og tilheyrir undartekningum að ég spili eitthvað eins og Crysis sem krefst mikils krafts. Ég býst hins vegar við að tölva í dag í kringum 130-140 þúsund ráði vel við t.d. Crysis og það sem kemur út á næstu árum og myndi því endast vel.
Ég er með 19" LCD skjá sem ég keypti með gömlu og er enn nothæfur. Þyrfti samt nýtt lyklaborð og hugsanlega mús, (nota einhverjir þráðlausar mýs)?
Ráðleggingar hvað slíkt varðar væru skemmtilegar en ekki nauðsynlegar

Fyrirfram þakkir,
Brynjólfur