Ætla að setja saman nýja tölvu - Budget 140k

Hér getur þú óskað eftir tölvum og tölvutengdum búnaði.

Höfundur
BrynjolfurS
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Þri 17. Ágú 2010 11:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ætla að setja saman nýja tölvu - Budget 140k

Pósturaf BrynjolfurS » Þri 17. Ágú 2010 12:29

Er að íhuga að setja saman nýja tölvu. Budget í mesta lagi kringum ~140.000 kr. Setti saman mína eigin tölvu fyrir 3 árum sem hefur reynst mér hingað til. Ég hef hins vegar hellst alveg úr lestinni og ekkert fylgst með hvað er að gerast í tölvulandi þessa dagana. Því væri hjálp mjög vel þegin.

Ég þarf s.s. ekki einhverja trölla vél til að monta mig af. Ég spila aðallega leiki eins og Starcraft 2 og Team Fortress 2 og tilheyrir undartekningum að ég spili eitthvað eins og Crysis sem krefst mikils krafts. Ég býst hins vegar við að tölva í dag í kringum 130-140 þúsund ráði vel við t.d. Crysis og það sem kemur út á næstu árum og myndi því endast vel.

Ég er með 19" LCD skjá sem ég keypti með gömlu og er enn nothæfur. Þyrfti samt nýtt lyklaborð og hugsanlega mús, (nota einhverjir þráðlausar mýs)?
Ráðleggingar hvað slíkt varðar væru skemmtilegar en ekki nauðsynlegar :)

Fyrirfram þakkir,

Brynjólfur




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2408
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 154
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Tengdur

Re: Ætla að setja saman nýja tölvu - Budget 140k

Pósturaf littli-Jake » Þri 17. Ágú 2010 16:30

á þá ekki að selja gamla riggið? er að leita mér að usefull skjákorti


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


Höfundur
BrynjolfurS
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Þri 17. Ágú 2010 11:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að setja saman nýja tölvu - Budget 140k

Pósturaf BrynjolfurS » Þri 17. Ágú 2010 16:55

Því miður er einmitt skjákortið að gefa sig, viftan ónýt eða eitthvað í þá veru.
Veit ekki hvort það tórir mikið lengur en ég ætlaði að leyfa litlu systur að nota gömlu tölvuna hér eftir.

Sé að það eru nokkrir búnir að skoða en engin svör komin. Ég skil það vel. Spyr því bara mannskapinn hvað honum finnst um þessar pælingar:


Intel Core i5 750 2.66 Ghz Quad Core hjá buy.is - 33.990 kr.
Eða
AMD Phenom II X4 Quad-Core 965 3.4GHz hjá Tölvutækni -27.900 kr.

PowerColor Radeon HD5770 1024MB hjá Kísildalnum - 29.500 kr.

Kingston DDR3-1600 4GB(2x2GB) CL9 Memory Kit hjá buy.is - 19.990 kr.
Eða
Mushkin 4GB kit (2x2GB) DDR3 1600MHz, CL9, PC3-12800, Blackline hjá Tölvutækni - 21.900 kr


Þetta eru nokkrir gripir sem ég rak augun í eftir að skoða verðlistana hér á vaktinni. Mér þætti vænt um að heyra hvað fólki finnst um þetta og að fá ráðleggingar um móðurborð. (Clueless)