Jæja, nú á að fá sér nýtt sjónvarp

Við erum að leita að góðu tæki sem er 50", með Google TV stýrikerfinu. Svo vantar mig þráðlaus heyrnartól með því sem verða að vera þannig að aðrir nálægt mér heyri ekki í þeim því ég á þráðlaus heyrnatól en það heyrist aðeins í þeim sem truflar aðra.
Svo þarf að vera pottþétt hægt að tengja heyrnartólin við sjónvarpið, veit af fólki sem keypti nýtt sjónvarp, þau áttu heyrnartól fyrir og sölumaðurinn sagði að það væri með tengi fyrir tólin (audio out) en svo kom í ljós að það tengi var ekki fyrir heyrnartól.
Okkur finnst það ekki skiptia neinu máli hvort það er OLED, QLED eða hvað þetta allt heitir, sér maður einhvern mun? Er þetta ekki bara allt góð gæði?

Það sem skiptir okkur mestu máli er að það sé 50" og að við getum verið með góð þráðlaus heyrnartól með því.
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]