Moldvarpan skrifaði:Það er frekar kjánalegt að vera bjóða ljósnet og háskerpu útsendingar, en hafa svo ekki búnaðinn til að þjónusta viðskiptavini...
Það er alveg vitað mál að þetta var úreltur búnaður sem þeir keyptu og komu í dreifingu, þessir gráu Sagem myndlyklar.
Og þeir rukka viðskiptavini fyrir leigu á þessum búnaði, svo ég sé á erfitt með að átta mig á afhverju þeir gera þetta svona mikið vandamál.
Þessi litlu gráu sagem myndlyklar eru úreldir og það er verið að vinna að því að skipta þeim út, þeir fara ekki til viðskiptavina í dag.
Stóru gráu eru HD og enn nothæfir, þó helsta vandamálið hefur verið straumbreytarnir, sem ætti að vera búið að leysa að einhverju leyti.
Þú verður að athuga að þessir myndlyklar voru keyptir fyrir mörgum árum, þegar iptv var að hefja innreið sína, og þá voru þetta mjög nýjir myndlyklar. Að segja að við séum að kaupa úreldan búnað er ekki rétt, við erum ekki að kaupa þessa gömlu myndlykla í dag og höfum ekki keypt í þó nokkurn tíma. Hinsvegar dreifum við enn stóru gömlu einfaldlega útaf því að við erum að nýta fjárfestinguna okkar, þeir eru enn nothæfir. Maður hefði þó vissulega kosið að geta látið alla fá nýja myndlykla, en svo einfaldur er raunveruleikinn ekki.
Annars tekur langan tíma að skipta út gömlum búnaði hjá viðskiptavinum. Þetta eru tugir þúsunda myndlykla, stórt hlutfall íslenskra heimila er með sjónvarp símans, og mörg heimili vilja fleiri en einn myndlykil. Þannig að kostnaður við að kaupa nýja myndlykla fyrir alla er mikill.
Gjaldið sem fólk borgar fyrir þjónustuna er að litlu leyti vegna myndlyklanna. Það er nefnilega heljarinnar batterí að reka svona kerfi sem VEITIR þjónustuna sem myndlyklarnir tengjast inn í. Myndlykillinn er heiladauður nema það sé fullt af fólki sem býr til, setur upp, rekur og þróar kerfið á bakvið, svo ég tala nú ekki um allt fólkið sem veitir þjónustu í þjónustuverinu, tæknilegri aðstoð, uppsetningarmenn og fleiri.
Nýju myndlyklarnir eru án snjallkorta.