Tillaga að nýju svæði um framtíðina

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Tillaga að nýju svæði um framtíðina

Pósturaf kristjanm » Lau 19. Feb 2005 12:39

Ég er einn af þeim sem stunda það mjög mikið að lesa fréttir á tölvusíðum um hvað sé að koma út og muni koma út í framtíðinni og hvernig það muni verða.

Það er umræða um þannig hluti sem ég sakna hérna á vaktinni, og hér með legg ég til að það verði búið til nýtt svæði fyrir þannig.

Það gæti til dæmis heitið "Framtíð og þróun" eða eitthvað álíka, en ég hef enga trú á öðru en að stjórnendurnir hérna geti fundið eitthvað sniðugt nafn á þetta.



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Lau 19. Feb 2005 13:21

Hljómar ágætlega en…

Sá misskilningur virðist oft að umræður myndist afþví að nýtt svæði er gert fyrir þær, en í raun er það þannig að svæðin myndast vegna umræðanna.

Ef að við tökum „eggið eða hænan“ dæmið fræga þá mætti segja að umræðan myndist á undan svæðinu, afþví að við erum með „opin svæði“ (t.d. koníaksstofan og Vélbúnaður: Annað) þar sem að hægt er að tala um eitthvað sem fellur ekki í aðra flokka, og ef að það myndast nógu mikil umræða má hugsa um að hafa sér svæði fyrir þá þá umræðu.

Sem sagt, sýnið frammá að þessi týpa af umræðum þurfi sitt eigið svæði, og þá er ekkert mál að skella þannig svæði upp :)



Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Reputation: 0
Staðsetning: Err Vaff Ká
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf halanegri » Lau 19. Feb 2005 15:28

Það er nú samt ekki eins og að heimurinn farist ef það verður sett upp svona svæði áður en þessar umræður verða of áberandi á öðrum svæðum. Sakar ekki að prófa. :wink:


"open source fólkið gerir ekkert nema að stela hugmyndum annara" -- "open source fólk hugsar bara um sinn eigin rass" - IceCaveman, 2003


Höfundur
kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kristjanm » Sun 20. Feb 2005 12:39

Ef þið gerið þetta þá lofa ég að vera duglegur að setja inn linka á merkilegar tölvufréttir til að stofna til umræðna :D



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Sun 20. Feb 2005 13:07

Jamm...stjórnendur...spreytið ykkur og búið til svona svaði...ef það gerir sig ekki...deletið þá bara ;)



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Sun 20. Feb 2005 13:47

Aight, bjó til nýtt borð. Setti það undir „Allt annað“ svo að menn gætu talað um vélbúnað sem og hugbúnað.

Jæja kristjanm, þá reynir á þig ;)