GuðjónR skrifaði:Þetta er magnaður dagur!
Fyrir 24 dögum síðan sat ég hér og skrifaði fyrsta innleggið á þessum þræði þar sem ég bað ykkur um hjálp.
Í sannleika sagt þá var þetta erfiðasti póstur sem ég hef skrifað frá því að vefurinn opnaði fyrir rúmum 12 árum síðan.
Mér fannst erfitt að biðja um hjálp en tilhugsunin um að standa aleinn í þessu var þó erfiðari og því fór þráðurinn upp.
Núna 24 dögum síðar er takmarkinu náð! Hverjum hefði dottið það í hug í upphafi? Ekki mér svo mikið er víst.
Hvað segir þessi árangur mér? Þetta segir mér að ég er partur af einhverju sem er miklu, miklu stærra og miklu merkilegra en mér hafði nokkurn tíman grunað.
Samhugurinn og samstaðan er það sem gerir okkur að samfélagi, vefur er bara vefur en fólkið sem tekur þátt gerir vefinn að samfélagi.
Ég er óendanlega þakklátur og stoltur af því að hafa verið partur af Vaktinni frá upphafi, alveg frá því að vefurinn var bara vefur og þangað til hann breyttist í samfélag.
Við munum halda ótrauð áfram inn í framtíðina, Facebook, Twitter, SnapChat og fleiri góðir vefir munu bætast við en það mun ekki breyta því að þetta er „samfélagið okkar“.
Ný og flottari uppfærsla er rétt handan við hornið, sú stærsta síðan 2007 en ég er að íslenska og litaleiðrétta uppfærsluna og mun skella henni upp fyrir jól.
Það verður mín jólagjöf til ykkar!
Ég er er svo hrærður yfir þessu öllu að stafirnir eru í móðu á skjánum, líklegast þar sem ég skrifa þetta með tárin í augunum af þakklæti.
Innilegar þakkir fyrir allt saman kæru vinir.
Njóttu vel