Ég er ekki að gera neitt út á útlitið sjálft, en það væri fallegt ef það yrði breytt tabs hnöppunum að ofan, s.s Forsíða, Örgjörvar, Vinnsluminni o.sfv. Eins og er, þá hafið þið <li> sem bindur á sig class t.d. icon-home, þannig það nægir ekki að smella á hnappa myndina heldur verður maður að smella á textann í hnappinum. Sniðugri leið væri að breyta icon-home svo það á við tagið <a>.
Gott dæmi væri:
Kóði: Velja allt
.icon-home a
{
background: url('Bakmynd.jpg') no-repeat;
color:white;
display:block;
width:89px; /* Breyddin á hnappinum */
font-weight:bold;
margin: -4px 2px 0 0; /* Stilla textann rétt á hnappinn*/
padding: 8px 1px 8px 0; /* Láta myndina sýnast rétt í kringum textann */
text-align:center; /* Miðjuseta textann */
}
Þá væri einfalt að gera
Kóði: Velja allt
<li class="ButtonBack"><a href="#">Forsíða</a></li>
og þá myndi hnappurinn allur virka sem hlekkur, ekki aðeins textinn.
Svo var önnur pæling, afhverju það er haft headerinn sem iframe, er einhver sértakur tilgangur með því? Síðan er skrifuð í PHP svo það yrði ekkert mál að includa header þarna uppi? Mér persónulega finnst síðan frekar þung eins og er, mætti aðeins létta útlitið, ekki hafa það of þétt.
Afhverju ekki festa logo-ið "Vaktin.is" þannig það sé fast uppi vinstra megin, að það færist ekki með eftir hvað taflan er stór. Endurhanna headerinn með table-less, þar sem töflur eru hannaðar fyrir töflugögn, ekki útlit. Það er allveg rosalega þungt að nota töflu/r sem hönnun á síðu. Ef ykkur vantar hjálp með að gera css-ið fyrir headerinn á ákveðinn hátt, þá er ég alltaf til að hjálpa.
En þetta er aðeins mín persónuleg skoðun, ekkert sem er endilega nauðsynlegt, bara væri þægilegra og skemmtilegra að sjá ;o)
Takk fyrir.