Ég er í miklum vandræðum með icloud - vonandi getur einhver snillingur hjálpað mér
Staðan:
- Er með iphone, er með 50GB icloud backup sem er orðið fullt og ég vill flytja myndirnar í tölvuna
- Tengi símann við tölvuna og þar eru engar myndir inni, allt vistað í icloud og bara sýnishorn sem ég sé á símanum sjálfum
- Reyni icloud for windows, þar á að vera hægt að downloada en það kemur bara brot af myndunum og engin process sést, eftir bið í marga daga
- logga mig á icloud web síðuna og sé allar myndirnar, einungis hægt að haka í hverja mynd fyrir sig og sækja, virkar ekkert ctrl, shift neitt
Mér finnst eins og Apple hafi stolið myndunum mínum og sé að þvinga mig að nýta hýsinguna sína !!!
Kann einhver snillingur leið framhjá þessu ?
Icloud vandræði
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Icloud vandræði
iCloud er mjög furðulegt fyrirbæri, og er í raun ekki backup kerfi eins og Google Drive eða Dropbox.
Þetta er bara hugsað svo myndirnar þínar glatist ekki ef síminn þinn glatast eða eyðileggst, þá geturðu keypt þér nýjan síma og myndirnar verða þá aðgengilegar í honum.
Það er ekki gert ráð fyrir því að þú sért að tæma símann þinn til þess að eiga meira pláss á iCloud, heldur bara að þú getir keypt stærri pakka.
Allt verður sum sé að vera til á tveimur stöðum - bæði á símanum þínum eða tölvunni OG á iCloud. Ekki bara á iCloud
Þetta er bara hugsað svo myndirnar þínar glatist ekki ef síminn þinn glatast eða eyðileggst, þá geturðu keypt þér nýjan síma og myndirnar verða þá aðgengilegar í honum.
Það er ekki gert ráð fyrir því að þú sért að tæma símann þinn til þess að eiga meira pláss á iCloud, heldur bara að þú getir keypt stærri pakka.
Allt verður sum sé að vera til á tveimur stöðum - bæði á símanum þínum eða tölvunni OG á iCloud. Ekki bara á iCloud
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Icloud vandræði
Ég hélt einmitt að þetta væri bara backup. En nú hefur apple fært allar original myndirnar á icloud og ég sit eftir með sýnishorn sem ég get ekki sótt í tölvuna mína. Þetta er alveg fáránlegt.
Það hlýtur að vera leið að geta sótt gögnin sín sem apple hýsir ??
Það hlýtur að vera leið að geta sótt gögnin sín sem apple hýsir ??
Re: Icloud vandræði
þetta er ein af mörgum tugum ef ekki hundruðum ástæðna þess að ég kaupi mér ekki vörur frá apple.
Re: Icloud vandræði
kornelius skrifaði:þetta er ein af mörgum tugum ef ekki hundruðum ástæðna þess að ég kaupi mér ekki vörur frá apple.
Geggjað, þá verður styttri röð fyrir mig næst.
Þetta tók heilar 30 sec á google og simple as it gets.
Icloud fyrir Windows, smella á tackbar icon, velja download photos, og velja svo hvaða myndir þú vilt.
Er á Windows 7 vél og eg valdi 2013 hjá mér þar sem það voru bara 200 myndir, er að malla núna að sækja myndinrar og vistast hérna C:\Users\þitt.nafn.herna\Pictures\iCloud Photos\Downloads\2013
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Icloud vandræði
Sæktu Google Photos appið á iOS tækin þín.
Það vistar myndir frítt og eyðir af tækinu.
Það vistar myndir frítt og eyðir af tækinu.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Icloud vandræði
Eins og ég nefndi í upphafi þá reyndi ég Icloud fyrir Windows en folderarnir urðu til fyrir hvert ár, en bara lítið brot af myndunum fóru í folderanna (um 1,5gb af 50gb) og það er vika síðan og ekkert bæst við. Svo einhverra hluta vegna virkar þetta ekki í mínu tilfelli.
Re: Icloud vandræði
Það getur allur hugbúnaður klikkað og þá er sjaldan það áhrifaríkasta að gefast bara upp og bölvast og skammast. Ég hef notað þessa aðferð til að hala niður öllum myndunum á iCloud oft, fyrir sjálfan mig og aðra, og ég þekki mikið af fólki sem hefur notað þessa aðferð og hef ekki heyrt af því að hún hafi klikkað.
Mín ráð til þín til að þú þurfir ekki að nota trix til að sækja myndirnar er að uninstalla iCloud for Windows, tryggja að þú sért með 50GB af plássi laus þar sem að myndirnar munu halast niður, og reyna svo aftur.
Mín ráð til þín til að þú þurfir ekki að nota trix til að sækja myndirnar er að uninstalla iCloud for Windows, tryggja að þú sért með 50GB af plássi laus þar sem að myndirnar munu halast niður, og reyna svo aftur.
Re: Icloud vandræði
Aftengdi iclouds accountinn og loggaði migg inn og downloadaði myndunum í nokkrum skrefum - þá virkar þetta. Thx.