Hvar er best/ódýrast að láta framkalla filmur?

Skjámynd

Höfundur
Prentarakallinn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 388
Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Hvar er best/ódýrast að láta framkalla filmur?

Pósturaf Prentarakallinn » Mið 09. Júl 2025 10:04

Er byrjaður að fikta við filmu vélar og var að spá hvar sé best/ódýrast að láta framkalla. Hef ekki notað filmu vél síðan 2004 þannig er bara spá hvort menn hafi reynslu af þessu í dag


TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 3700X | Gainward RTX 4060 | 32 GB Crucial Ballistix 3200Mhz


Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 649
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best/ódýrast að láta framkalla filmur?

Pósturaf Frussi » Mið 09. Júl 2025 14:11

Pixlar og ljósmyndavörur eru einu sem framkalla held ég. Ljósmyndavörur framkalla bara litfilmur, pixlar bæði. Hef ekki gert neinn samanburð á þeim þannig séð. Annars hef ég ætlað að prófa að senda út í framköllun en hef yfirleitt ekki þolinmæði í að safna filmum í eina sendingu. Mæli líka með að kaupa skanna og skanna sjálfur, hef lent í misgóðum skönnunum þó að filmurnar séu alltaf fínar


Ryzen 9 5900x // ROG STRIX X570-F // RTX4080 Super // 64GB 3600MHz // 32" 1440p 165hz

Skjámynd

thrkll
Nörd
Póstar: 112
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best/ódýrast að láta framkalla filmur?

Pósturaf thrkll » Fös 11. Júl 2025 00:41

Frussi skrifaði:Pixlar og ljósmyndavörur eru einu sem framkalla held ég. Ljósmyndavörur framkalla bara litfilmur, pixlar bæði. Hef ekki gert neinn samanburð á þeim þannig séð. Annars hef ég ætlað að prófa að senda út í framköllun en hef yfirleitt ekki þolinmæði í að safna filmum í eina sendingu. Mæli líka með að kaupa skanna og skanna sjálfur, hef lent í misgóðum skönnunum þó að filmurnar séu alltaf fínar


Mælir þú með einhverjum skanna? Langar að prófa þetta.

Hjá Ljósmyndavörur kostar 1.190 kr. að framkalla 35mm filmu en 3.300 kr. að framkalla og skanna í "A3 upplausn", sem er svakalegt. Ef skanninn er ekki svo dýr er útséð mál að gera þetta bara sjálfur.

Annars hef ég bara framkallað í útlöndum þegar ég fer.




Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 649
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best/ódýrast að láta framkalla filmur?

Pósturaf Frussi » Fös 11. Júl 2025 15:21

Ég er með Epson Perfection V600 Photo, mjög sáttur með hann. Er smá stúss og dund en mér finnst það bara gaman og hefur klárlega borgað sig


Ryzen 9 5900x // ROG STRIX X570-F // RTX4080 Super // 64GB 3600MHz // 32" 1440p 165hz

Skjámynd

Höfundur
Prentarakallinn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 388
Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best/ódýrast að láta framkalla filmur?

Pósturaf Prentarakallinn » Fös 11. Júl 2025 17:55

Fór í ljósmyndavörur og lét framkalla stafrænt, ekki dýrt og gekk mjög hratt fyrir sig en upplausnin á skönnun var mjög lág (bara 2 megapixlar). Hefði örugglega gert þetta öðruvísi ef ég hefði vitað að þetta væri svona lág upplausn


TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 3700X | Gainward RTX 4060 | 32 GB Crucial Ballistix 3200Mhz


Meso
Ofur-Nörd
Póstar: 202
Skráði sig: Fös 10. Des 2004 23:50
Reputation: 3
Staðsetning: Ak City
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best/ódýrast að láta framkalla filmur?

Pósturaf Meso » Lau 12. Júl 2025 19:58

Eina vitið að framkalla s/h sjálfur, er mjög einfalt og eini spes búnaðurinn sem þarf er framköllnartankur og "darkroom bag" til að loada filmunum í tankinn. En ef þu ert með gluggalaust herbergi er hægt að sleppa við darkroom bag. Svo ef þú átt digital vél er hægt að "skanna" filmurnar með henni ef þú ert með macro linsu. Annars nota ég Canon 8800f til að skanna, er ok fyrir medium format en frekar slakur fyrir 35mm.