Fyrir nokkrum mánuðum síðan voru gerð þau mistök á mínu heimili að keypt var Medion fartölva frá BT. Með henni fylgdi utanáliggjandi sjónvarpskort sem fer í þessa auka rauf á hliðinni á tölvunni, minnir að hun heitir PCMCIA eða eitthvað álíka. Allavega. Á kortinu er ss. tengi fyrir coaxial TV snúru, loftnet, S-vido, composite video og Auxulary Audio In. Þar sem ég klaufaðist til að grýta vekjaraklukku í sjónvarpið mitt og brjóta það þá neyðist ég núna til að nota þessa fartölvu sem sjónvarpið mitt og Playstation tölvan er tengd í það líka.
Núna er ég að hugsa, hvernig get ég notað þessi 3 tengi á sjónvarpskortinu, [gult] Composite Video in, [rautt og hvítt] Auxulary In fyrir hljóð?
Forritin sem fylgdu með þessu "Home Cinema" eru PowerDVD, PowerCinema, PowerProducer og MusicMatch Jukebox. Ekkert af þessum forritum vill leyfa mér að horfa á það sem kemur inn í gegnum þessi tengi. Ég var reyndar búinn að ná að nota K! TV XP til að sjá það sem kom úr Playstation tölvunni en náði ekki hljóðinu í gegnum það.
Er einhver sem gæti verið svo æðislegur og bent mér á hvað ég þarf að gera til að geta horft og hlustað á það sem Playstation tölvan sendir í sjónvarpskortið?
[Leyst] Sjónvarpstkort í fartölvu
-
Höfundur - Staða: Ótengdur
[Leyst] Sjónvarpstkort í fartölvu
Síðast breytt af Danni Colt á Sun 28. Maí 2006 02:25, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Staða: Ótengdur
Mazi! skrifaði:hahaha... vastu þreittur þegar þú kastaðir vekjaraklukkuni í sjónvarpið ?
Þreittur og þunnur. Baaaaaaad combination
Zedro skrifaði:Búinn að tengja hljóðið í AUX IN?
Ef svo er gæti það verið að þú þurfið að stilla K!TV eitthvað til að fá hljóðið.
Allavega það eina sem ég dettur í hug einmitt núna
Jamm búinn að því. En er líka búinn að þræða allar stillingar á K! TV en af minni bestu kunnáttu er allt rétt stillt til að fá hljóðið í gegn.
Kannski að einhver kann á þetta forrit og veit hvernig á að stilla það til að fá AUX in hljóð til að virka?
-
Höfundur - Staða: Ótengdur