
Ég er með skemmtilegt vandamál sem ég þarf að leysa. Málið er að ég er með server vél sem ég vill beintengja við ljósleiðarabox.
Hérna er teikning af íbúðinni. Serverinn er grænn á myndinni og ljósleiðaraboxið er rautt.
Eins og þið sjáið, þá er serverinn á frekar óheppilegum stað miðað við hvar ljósleiðarinn kemur inn í íbúðina, og það er eiginlega ekki í boði að hafa serverinn á neinum öðrum stað.
Serverinn er með 2x SFP+ netkort (10G SFP+ with Intel® X722 + Inphi CS4227) og ég er með ljósbreytu yfir í 1Gbps ethernet í honum í dag.
Mér datt í hug að það væri mögulega hægt að draga ljósleiðara meðfram rafmagni, frá servernum að ljósleiðaraboxinu, og svo einhvernveginn breyta því yfir í RJ45 með einhverskonar converter (einhverju svona?).
Ég væri mjög til í að koma servernum á 10Gbps tenginu, en það má ekki vera of dýrt.
Annað sem ég hef verið að velta fyrir mér er hvort það væri mögulega hægt að láta færa ljósleiðaraboxið inn í herbergið þar sem serverinn er. Þekkir einhver hvort og hvernig það er gert? Væri mögulega hægt að gera það á sama tíma og ég myndi láta uppfæra ljósleiðaraboxið í 10Gbps ?
Ég er að reyna að gera þetta allt eins ódýrt og mögulegt er og allar tillögur og hugmyndir eru vel þegnar
