TheAdder skrifaði:oliuntitled skrifaði:Allar innanhússlagnir eru effectively á ábyrgð húseiganda.
Það er mjög algengt að ganga ekki frá öllum endum og flestir average users munu bara nota lítinn hluta af lögnum og tengja eftir hentugleika.
Hefur alltaf þótt þetta vera undarlegur staður til að spara vinnu/efni, það er nú þegar búið að draga í og að ganga frá svona endum bara í plögg tekur vanann mann undir hálftíma að klára.
Netlagnir í heimahúsum hafa setið á hakanum hér á landi í 20 ár. Það er allt eftirá og úrelt.
Þetta er fullkomlega eðlilegt. Aðalatriðin eru, númer 1, að lagnaleiðir sé til staðar. Númer tvö, að
vír sé dreginn í þær. Númer 3, að gengið hafi verið frá endum.
Lagnaleiðirnir eru aðalatriðið. Ef þú ert eins og ég viltu hafa rafmagnsinnstungur á ÖLLUM veggjum
í ÖLLUM herbergjum og þær eiga vitaskuld að vera tengdar. Helst vil ég líka hafa smáspennulagnir í
alla veggi í ÖLLUM herbergjum. Fæstar þeirra verða nokkurntíma notaðar. En það er meiriháttar að
þær séu til staðar. Smáspennutöflur er oftar en ekki fáranlega litlar og þola hreinlega ekki að allt sé
"tengt", það er ekki pláss.
Semsagt það sem sýnt er á myndinni er hið besta mál. Bara krimpa á þetta enda eða í patch panel.
Það er út í bláinn að tengja alla smáspennu ef nægilegar lagnaleiðir eru til staðar til að svala villtustu
órum. Í einbýli gætu þetta verið tugir tengja. Tengin og vinnan eru þá stundum af þeirri stærðargráðu
að það skiptir máli og því óráðlegt að spandera 10-30k per fyrir eitthvað sem verður ekki notað og
hugsanlega úrelt efni ef til kemur síðar.