Að velja password manager?

Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Að velja password manager?

Pósturaf Njall_L » Mán 26. Okt 2020 09:46

Sælir vaktarar

Nú er ég kominn á þann stað að mig langar að setja upp password manager en er frekar týndur í því hvern á að velja og vantar því aðstoð.

Væri til í að fá eftirfarandi fídusa (leiðinleg upptalning, ég veit)

Vil geta geymt aðgangsupplýsingar bæði fyrir vefsíður og ýmis forrit, kortaupplýsingar og minnismiða (notes). Allt umfram það er bónus.

Myndi vilja geta skráð mig inn með eftirfarandi aðferðum.
- App fyrir iOS og Android
- Desktop forrit fyrir Windows, MacOS, Linux
- Browser extension fyrir helstu browsera
- Web Access í browser

2FA á master login og end to end encryption er nauðsynlegt. Mér sýnist flestir, ef ekki allir, password managers vera með 256bita encryption svo það er lágmark. Væri líka til í að fyrirtækið sem framleiði password managerinn sé gegnsætt og fái þriðja aðila í öryggisúttektir af og til.

Ég er að sjálfsögðu til í að borga "eðlilegt verð" fyrir svona þjónustu. Finnst 40USD fyrir Dashlane sem dæmi frekar hátt en 10-20USD árlega alveg eðlilegt.

Eftir að hafa skoðað úrvalið sjálfur hallast ég að því að Bitwarden gæti verið málið, hefur einhver reynslu af honum?
Er líka opinn fyrir öðrum hugmyndum, sérstaklega ef einhver er með reynslusögur.


Löglegt WinRAR leyfi


Gummiv8
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Þri 11. Des 2018 16:13
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf Gummiv8 » Mán 26. Okt 2020 10:02

Eru svona password managers trustworthy?



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 26. Okt 2020 10:05

Hef góða reynslu af Bitwarden, færði mig frá Lastpass yfir í Bitwarden fyrir sirka 1-2 árum síðan. Sé ekki eftir því.
Notast við fríu útgáfuna ennþá og hún er t.d er með öllum þeim fídusum sem þú ert að leita að.


Just do IT
  √


ABss
Nörd
Póstar: 118
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf ABss » Mán 26. Okt 2020 10:08

Leyfi mér að stinga upp á þessu: https://keepassxc.org/




slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf slapi » Mán 26. Okt 2020 10:14

Ég nota LastPass og er frekar ánægður, það sem mér fannst aðalatriði væri að þriðji aðili væri búinn að að fara í gegnum kerfin og decrpytið færi fram á tækinu en ekki hjá þeim sem LastPass hakaði í bæði.

Ég hef verið að horfa í átt að BitWarden þar sem maður getur hostað það sjálfur og ef maður ætlaði að vera alveg niðurnelgdur myndi maður hosta því á bakvið VPN eða eitthvað álíka.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf Pandemic » Mán 26. Okt 2020 11:01

Ég og fjölskyldan notum 1Password sem hefur komið best út í flestum testum.
Elska 1Password, að nota password manager er algjör game changer.




darkppl
Gúrú
Póstar: 543
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf darkppl » Mán 26. Okt 2020 12:13

ég notaði lastpass en skipti yfir í 1password og elska það.


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|

Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 583
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 80
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf Hannesinn » Mán 26. Okt 2020 12:52

Ég nota KeyPass á Windows/Linux og KeePass2Android fyrir... ööö... Android. :)
Geymi svo master skrána á OneDrive og lykilinn sjálfan local á viðkomandi tækjum sem eiga að hafa aðgang.
Hef ekki reynslu af því sjálfur en það eiga að vera til einhver browser extension fyrir þetta. Svo er þetta frítt og open-source.

https://keepass.info/index.html


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.


netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf netkaffi » Mán 26. Okt 2020 14:46

Nota bara það sem er innbygt í Chrome. Það var game changer fyrir mig þegar ég gat sett password síðuna chrome://settings/passwords í bookmarks. Svo ég klikka bara á home eða new tab, fæ síðunar sem eru bookmarked og klikka á passwords bookmarkið. Er s.s. bara 2 sek að ná í password.

Er mjög sáttur að þurfa ekki að vera með external software (í raun third party). Af hverju eru menn að nota third party? Google geymir öll password fyrir allar síður og mörg öpp -- bara opnar appið og google loggar þig á síðuna eða inn á appið ef appið styður það.

Skil kannski ef þið eruð ekki að nota Chrome hugbúnað.
Síðast breytt af netkaffi á Mán 26. Okt 2020 14:51, breytt samtals 3 sinnum.



Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf Njall_L » Mán 26. Okt 2020 14:48

Takk fyrir þetta!

Mér sýnist að bæði Bitwarden, 1Password og Lastpass koma vel út miðað við það sem ég myndi vilja. Hvorki KeePass eða KeePassXC virðast bjóða upp á nein native öpp á mobile og ég vil helst bara að þetta sé allt til frá sama aðila.

Þið sem hafið valið Bitwarden, 1Password eða Lastpass, var einhver sérstök ástæða sem þið völduð þá framyfir annað?


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf Njall_L » Mán 26. Okt 2020 14:51

netkaffi skrifaði:Nota bara það sem er innbygt í Chrome. Það var game changer fyrir mig þegar ég gat sett password síðuna chrome://settings/passwords í bookmarks. Svo ég klikka bara á home eða new tab, fæ síðunar sem eru bookmarked og klikka á passwords bookmarkið. Er s.s. bara 2 sek að ná í password.

Er mjög sáttur að þurfa ekki að vera með external software (í raun third party).

Hef akkúrat verið að nota þetta hingað til en finnst það virka svo illa fyrir allt sem er utan Chrome, eins og t.d. Safari í símanum eða bara á desktop forrit. Safari vistar sem dæmi allt í Apple Keychain og það getur ekki syncast með Windows. Er þessvegna að leita að einum stað þar sem ég get verið með allt frekar heldur en nokkra.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

daaadi
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 12. Okt 2019 16:57
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf daaadi » Mán 26. Okt 2020 14:54

Skipti úr LastPass yfir í Bitwarden þegar að LogMeIn keypti Lastpass, fannst það að Bitwarden sé open-source og bjóða uppá útgáfu sem þú getur hýst sjálfur stórir plúsar, er samt bara að nota fría planið þeirra og hefur aldrei klikkað á iOS og Firefox.
Síðast breytt af daaadi á Mán 26. Okt 2020 14:55, breytt samtals 1 sinni.




netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf netkaffi » Mán 26. Okt 2020 15:00

Ahh. Lúkkar eins og ég verði að prófa þetta þá líka. Ég er algjör fídusanörd.
Síðast breytt af netkaffi á Mán 26. Okt 2020 15:01, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf depill » Mán 26. Okt 2020 15:03

Ég sjálfur nota LastPass
Gott
* Hef notað það ógeðslega lengi
* Hafa brugðist hratt við þegar það kemur vesen
* Ég borga þeim ekkert, virkar vel á iOS og Chrome/Edge
* Minnir mann á ef maður ætti að vera breyta lykilorðum ( og gerir það sumstaðar )

Vont/Mætti vera betra
* Helsti hluturinn sem fer sturlað í taugarnar á mér er þegar þú ert með mismunandi scaling ( allavega á mac ) á milli skjá að þá virkar takkarnir ekki rétt ( þegar maður smellir er maður að smella aðeins annarsstaðar )
* AutoFill í annað enn user og pass er alveg hrikalega lélegt, og þegar þetta plugin vistar aðra dálka enn user og pass getur þetta gert mig gjörsamlega sturlaðan ( lent í þessu með field sem eru stillingar enn lastpass bara ákveður að þetta sé autofill user og pass )

Ég hef prófað síðan 1Password nokkru sinnum enn finnst þessi sífellda læsings Vaultsins leiðinlegt. Sérstaklega þar sem ég er oft ekki með lappan opinn heldur lokaðan og skjátengdan og þá virkar ekki TouchID og þá þarf maður að slá inn leiðinlega langt lykilorð til að unlocka. Skil alveg að þetta er ákveðið öryggi, enn tölvan mín er líka encrypted og með lás og bara þetta er of mikið bögg fyrir mig.



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf HalistaX » Mán 26. Okt 2020 15:13

Ég skal vera password managerinn þinn.

Sendu mér passwords á: IeatPassworddss@scammercity.co.uk og við erum good to go!


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Zethic
spjallið.is
Póstar: 445
Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf Zethic » Mán 26. Okt 2020 16:24

Ég mæli með 1Password. Einfalt, aðgengilegt og öruggt. Desktop client, mobile app, browser extensions er allt sem ég þarf.

Mín skoðun
Margt sem hægt er að spara í, en lyklar að lífi þínu eiga ekki að vera háð áhugamáli annara (open source) eða hjá fyrirtækjum með sögu um alvarleg vandamál (LastPass / LogMeIn)




Hallipalli
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf Hallipalli » Mán 26. Okt 2020 16:28

Eftir að hafa prufað mig áfram og lesið mig til endaði ég á Lastpass og er mjög ánægður



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 188
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf olihar » Mán 26. Okt 2020 17:01

Notað 1Password mjög lengi og mæli með.




ElvarP
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fös 27. Feb 2015 16:39
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf ElvarP » Mán 26. Okt 2020 18:28

Nota BitWarden og er mjög glaður með það.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Að velja password manager?

Pósturaf dori » Þri 27. Okt 2020 10:07

Ég held að allir þessir sem þú ert að skoða séu algjörlega stórkostlegir miðað við að hafa ekkert eða það sem er innbyggt í vafra eða svipað.

Einhverntíma valdi ég Lastpass, held að það hafi bara verið frekar random eða man allavega ekki ástæðuna. Það helsta sem ég fíla ekki við það er native appið á tölvunni. Fannst það lélegt á Windows en aðeins skárra á Mac, samt eitthvað off. Fín öpp í mobile bæði á Android og iOS og innleiðingarnar í Chrome/Firefox/Safari eru fínar.

Er ekkert viss um að ég myndi velja það aftur í dag samt, 1Password hefur heillað mig en ég bara nenni ekki að skipta.