Í dag fékk ég svo tengipunktinn og henti mér því í það að brúa símarouterinn og hélt að þetta myndi að sjálfsögðu virka eins og það hafði gert áður. En, sama hvað ég reyni, þá fær pfSense boxið ekki WAN IP.
Ég keyrði:
Kóði: Velja allt
dhcp client ifdetach intf=dhcp_Internet
eth bridge vlan ifdelete name=vlan_Internet intf=OBC
eth bridge vlan ifadd name=vlan_Internet intf=ethport3 untagged=enabled
eth bridge vlan ifdelete name=default intf=ethport3
eth bridge ifconfig intf ethport3 igmpsnooping disabled
og úr varð brúaður router:
Í framhaldi af þessu ætti pfSense að geta fengið WAN IP, en nákvæmlega ekki neitt gerist þar á bæ:
Hvernig virkaði þessi aðgerð fullkomlega fyrir mánuði, en ekki í dag?