Léleg afsökun!
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2249
- Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Léleg afsökun!
Ætla ég að leyfa ykkur kæru vaktamenn að sjá þetta.
-----Original Message-----
From: Internetþjónusta Margmiðlunar [mailto:hjalp@mi.is]
Sent: 1. apríl 2003 09:20
To: 'xxx@xxx.is'
Subject: Ping vandamál
Kæri notandi.
Undanfarið hafa Margmiðlun borist fjölmargar kvartanir um lélegan svartíma á leikjamiðlurum okkar. Þar sem okkur er mikið í mun um að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með þessa þjónustu , þá höfum við gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að rætur þessa vandamáls liggi ekki hjá okkur. Skýringin á þessu ástandi er eftirfarandi.
ADSL kerfi Landsímans er byggt upp á punktum sem eru samtengdir í einn miðpunkt. Þaðan fer svo umferðin yfir ATM net Landsímans til þeirra þjónustuaðila sem bjóða upp á ADSL fyrir sína viðskiptavini.
Lítil og einföld skýringarmynd einfaldar þessa lýsingu:
ADSL Módem <-----> Símstöð Landsímans <----> ATM kerfi Landsímans <----> Margmiðlun (Á sama stað og allir aðrir netþjónustuaðilar) <----> Internetið
Margmiðlun hefur í kjölfar kvartana marguppfært stærðina á ATM sambandi sínu við Landsímann og eins hefur sambandið við útlandagátt Landsímans verið stækkað af svipuðum ástæðum. Einnig hefur verið fylgst vel með álagi á beinum (routerum) sem þessi sambönd fara um, til að ganga úr skugga um að flöskuhálsinn liggi ekki hér hjá okkur.
Nú hefur borið á því að einhverjar tengingar frá ADSL punktunum í miðpunktinn hafa verið mjög hlaðnar í sumum tilfellum og lýsir það sér meðal annars í lélegum svartíma, en lélegur svartími er oft fyrsta merki þess að flutningsleið sé orðin ofhlaðin. Þetta sýnir sig best í því að sumir viðskiptavinir fá mjög góðan svartíma á meðan aðrir fá lélegan, og oft á tíðum mjög lélegan svartíma.
Bilunin liggur því auðsýnilega í búnaði Landsímans. Viðskiptavinir úr öllum hverfum nota sama endabúnaðinn hjá Margmiðlun og ætti því svartíminn að vera jafn lélegur alls staðar ef bilunin væri innan veggja hjá okkur.
Landsíminn hefur viðurkennt að þetta sé vandamál og er að vinna í að finna viðeigandi lausn. Við munum láta alla okkar viðskiptavini vita um leið og talið er að slík lausn hafi fundist og munum fylgja því eftir með því að fá fram staðfestingu á því að þetta sé í raun komið í lag.
Kveðja,
Þjónustudeild Margmiðlunar,
S: 575-7070.
með kveðju,
Brynhildur Ásta Bjartmarz,
Þjónustufulltrúii,
Margmiðlun hf.
______________
Ég veit ekki um ykkur, en þetta bréf fer voðalega í mín nerfs.
Þetta er engan veginn! ENGAN VEGINN! nógu góð afsökun.
Vildi bara fá álit ykkar á þessu.
-----Original Message-----
From: Internetþjónusta Margmiðlunar [mailto:hjalp@mi.is]
Sent: 1. apríl 2003 09:20
To: 'xxx@xxx.is'
Subject: Ping vandamál
Kæri notandi.
Undanfarið hafa Margmiðlun borist fjölmargar kvartanir um lélegan svartíma á leikjamiðlurum okkar. Þar sem okkur er mikið í mun um að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með þessa þjónustu , þá höfum við gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að rætur þessa vandamáls liggi ekki hjá okkur. Skýringin á þessu ástandi er eftirfarandi.
ADSL kerfi Landsímans er byggt upp á punktum sem eru samtengdir í einn miðpunkt. Þaðan fer svo umferðin yfir ATM net Landsímans til þeirra þjónustuaðila sem bjóða upp á ADSL fyrir sína viðskiptavini.
Lítil og einföld skýringarmynd einfaldar þessa lýsingu:
ADSL Módem <-----> Símstöð Landsímans <----> ATM kerfi Landsímans <----> Margmiðlun (Á sama stað og allir aðrir netþjónustuaðilar) <----> Internetið
Margmiðlun hefur í kjölfar kvartana marguppfært stærðina á ATM sambandi sínu við Landsímann og eins hefur sambandið við útlandagátt Landsímans verið stækkað af svipuðum ástæðum. Einnig hefur verið fylgst vel með álagi á beinum (routerum) sem þessi sambönd fara um, til að ganga úr skugga um að flöskuhálsinn liggi ekki hér hjá okkur.
Nú hefur borið á því að einhverjar tengingar frá ADSL punktunum í miðpunktinn hafa verið mjög hlaðnar í sumum tilfellum og lýsir það sér meðal annars í lélegum svartíma, en lélegur svartími er oft fyrsta merki þess að flutningsleið sé orðin ofhlaðin. Þetta sýnir sig best í því að sumir viðskiptavinir fá mjög góðan svartíma á meðan aðrir fá lélegan, og oft á tíðum mjög lélegan svartíma.
Bilunin liggur því auðsýnilega í búnaði Landsímans. Viðskiptavinir úr öllum hverfum nota sama endabúnaðinn hjá Margmiðlun og ætti því svartíminn að vera jafn lélegur alls staðar ef bilunin væri innan veggja hjá okkur.
Landsíminn hefur viðurkennt að þetta sé vandamál og er að vinna í að finna viðeigandi lausn. Við munum láta alla okkar viðskiptavini vita um leið og talið er að slík lausn hafi fundist og munum fylgja því eftir með því að fá fram staðfestingu á því að þetta sé í raun komið í lag.
Kveðja,
Þjónustudeild Margmiðlunar,
S: 575-7070.
með kveðju,
Brynhildur Ásta Bjartmarz,
Þjónustufulltrúii,
Margmiðlun hf.
______________
Ég veit ekki um ykkur, en þetta bréf fer voðalega í mín nerfs.
Þetta er engan veginn! ENGAN VEGINN! nógu góð afsökun.
Vildi bara fá álit ykkar á þessu.
Voffinn has left the building..
-
- Gúrú
- Póstar: 592
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/null
- Staða: Ótengdur
Vandamálið er í þessum svokallaða BBRAS Landssímans. BBRASinn er ekkert annað en router og í þessu tilviki lélegur router frá Alcatel. Eins og mér skilst þá eru þeir (L$) að vinna í að setja upp nýjan sem á að fara í gagnið á næstu vikum. Nýji router er líka alvöru græja frá Cisco sem mun vonandi skila okkur góðu pingi á vaktinni
kemiztry
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 272
- Skráði sig: Mið 28. Ágú 2002 23:30
- Reputation: 1
- Staðsetning: 127.0.0.1
- Staða: Ótengdur
Re: Léleg afsökun!
Voffinn skrifaði:Ætla ég að leyfa ykkur kæru vaktamenn að sjá þetta.
Afhverju kallaru bréfið "Léleg afsökun" ?
Þetta er hárrrétt hjá þeim
Kobbi
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16567
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Mér finnst furðulegt þetta vandamál hjá landssímanum með "BBRAS" og hversu langan tíma það tekur þá að setja upp almenninlegann router.
Það er ekki eins og landssíminn eigi fjárhagslega erfitt...með tvo til þrjá milljarða í hagnað ár eftir ár eins langt aftur í tímann og elstu menn muna.
Hvað skyldi svona router kosta? 10mills? 50?? 100??? Hver sem upphæðin er þá er það klink hjá þessari stóru peningavél.
Það er ekki eins og landssíminn eigi fjárhagslega erfitt...með tvo til þrjá milljarða í hagnað ár eftir ár eins langt aftur í tímann og elstu menn muna.
Hvað skyldi svona router kosta? 10mills? 50?? 100??? Hver sem upphæðin er þá er það klink hjá þessari stóru peningavél.
Síðast breytt af GuðjónR á Fim 10. Apr 2003 14:25, breytt samtals 1 sinni.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Ætli það komi á óvart að maður sjái sjaldan eitthvað að viti hérna?
Held ekki.
Þetta er ekki alltaf spurning um peninga.
Og eins og vandamálið er í dag, þá er það ekki svo gamalt.
Það er nú ekki svo langt síðan að bbrasinn yfirfylltist svona rosalega.
Þegar maður les yfir spjallborðið hérna fyrir Netkerf(eina sem ég les hér), þá er fólk voðalega mikið að endurtaka sömu hlutina, og oftar en ekki að reyna að sýnast voða klárt, með mislukkuðum árangri.
Nei ég vinn ekki hjá Landssímanum.
En já, Landssíminn +er+ að vinna í þessu.
Það er töluvert meiri vinna bakvið þetta heldur en að bara slökkva á einu tæki og kveikja á öðru.
Þið verðið að athuga að stóóóór meirihluti ADSL notenda fer í gegnum LS.
Upphaflega bréfið hér var mjög illa útsett. Því titillinn sem er "léleg afsökun" og svo kemur afsökunarbeiðni frá Margmiðlun, og svo er sagt neðst í póstinum að þetta sé fáránleg afsökun.
Seinna er svo sagt "uhh, já, ég hérna, ég meinti sko afsökunin sem LS er að gefa en ekki Margmiðlun" eftir að nokkrir eru búnir að benda á að þetta sé mjög valid afsökun frá Margmiðlun.
Þið eruð búnir að vera með NOKKRAR umræður um hvað Landssíminn sé ömurlegur og ADSL þjónustan ömurleg.
Ég skil alveg hvað þið eruð að fara, það er ENGiNN ánægð(ur) með að vera með þetta 'lagg'. Og þá segi ég nú skítt með leikjafíklana, ég er að meina fólk sem er að vinna t.d. heimanfrá sér í gegnum þessar tengingar.
Hörmung.
En að vera sítuðandi og vælandi yfir sama hlutnum gagnast ekki. Það kemur aldrei neitt nýtt fram í vælugreinunum um LS.
Alltaf það sama: Einhver kvartar undan öllu. Einhver kemur svo og segir að þetta sé ennþá verra. Svo kemur kemmi og bendir á að alcatel-ruslinu verði skipt út fyrir Cisco.
Varð bara aðeins að tjá mig.
- Natti
Held ekki.
Þetta er ekki alltaf spurning um peninga.
Og eins og vandamálið er í dag, þá er það ekki svo gamalt.
Það er nú ekki svo langt síðan að bbrasinn yfirfylltist svona rosalega.
Þegar maður les yfir spjallborðið hérna fyrir Netkerf(eina sem ég les hér), þá er fólk voðalega mikið að endurtaka sömu hlutina, og oftar en ekki að reyna að sýnast voða klárt, með mislukkuðum árangri.
Nei ég vinn ekki hjá Landssímanum.
En já, Landssíminn +er+ að vinna í þessu.
Það er töluvert meiri vinna bakvið þetta heldur en að bara slökkva á einu tæki og kveikja á öðru.
Þið verðið að athuga að stóóóór meirihluti ADSL notenda fer í gegnum LS.
Upphaflega bréfið hér var mjög illa útsett. Því titillinn sem er "léleg afsökun" og svo kemur afsökunarbeiðni frá Margmiðlun, og svo er sagt neðst í póstinum að þetta sé fáránleg afsökun.
Seinna er svo sagt "uhh, já, ég hérna, ég meinti sko afsökunin sem LS er að gefa en ekki Margmiðlun" eftir að nokkrir eru búnir að benda á að þetta sé mjög valid afsökun frá Margmiðlun.
Þið eruð búnir að vera með NOKKRAR umræður um hvað Landssíminn sé ömurlegur og ADSL þjónustan ömurleg.
Ég skil alveg hvað þið eruð að fara, það er ENGiNN ánægð(ur) með að vera með þetta 'lagg'. Og þá segi ég nú skítt með leikjafíklana, ég er að meina fólk sem er að vinna t.d. heimanfrá sér í gegnum þessar tengingar.
Hörmung.
En að vera sítuðandi og vælandi yfir sama hlutnum gagnast ekki. Það kemur aldrei neitt nýtt fram í vælugreinunum um LS.
Alltaf það sama: Einhver kvartar undan öllu. Einhver kemur svo og segir að þetta sé ennþá verra. Svo kemur kemmi og bendir á að alcatel-ruslinu verði skipt út fyrir Cisco.
Varð bara aðeins að tjá mig.
- Natti
Mkay.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1198
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Reputation: 255
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Ferlega hefurðu lítið umburðarlyndi fyrir 'n00bum' Natti Það eru ekki allir starfandi eða sérmenntaðir í netmálum, og þetta spjallborð er ekki ætlað sem umræðuvettvangur eingöngu fyrir þessa sem vita allt. (Þeir sem vita allt hafa væntanlega engin not fyrir svona spjallborð) - Þetta er vettvangur fyrir alla sem hafa áhuga á þessum heimi, sama hversu klárir eða reyndir þeir eru. =)
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16567
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Rétt kiddi...en hann verður að koma á framfæri hvað hann er rosalega klár!
Maður þekkir nokkra svona "get allt - kann allt - veit allt" gaura...og þeir hafa flestir svona hrokafullt attitude gangvart þeim sem þeir telja að viti minna en þeir sjálfir.
But thats life...heimurinn er fullur af snillingum...
Maður þekkir nokkra svona "get allt - kann allt - veit allt" gaura...og þeir hafa flestir svona hrokafullt attitude gangvart þeim sem þeir telja að viti minna en þeir sjálfir.
But thats life...heimurinn er fullur af snillingum...