Clone á windowsuppsetningu

Skjámynd

Höfundur
bizz
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Fim 07. Ágú 2003 23:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Clone á windowsuppsetningu

Pósturaf bizz » Mið 24. Mar 2004 15:35

Góðann daginn.

Mig hefur lengi langað til þess að vita hvernig maður fer að því að gera clone af windowsuppsetingu.
Þannig að maður geti bara kóperað windowsið uppsett yfir á aðra tölvu.
Er einhver hérna sem hefur gert svona??
Hehe og kannski önnur spurning: er þetta hægt?

kv bizz




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mið 24. Mar 2004 16:00

Þetta er hægt ef þú ert með 2 alveg eins tölvur. Sá sem sá um tölvurnar í tölvuverinu í gamla skólanum mínum (þingó) gerði þetta alltaf, setti allt upp á eina vél og copyaði svo yfir á hinar, enda alltaf verið að setja eitthvað rusl á vélarnar.

Hef sammt ekki hugmynd um hvað aðferð er best.




vjoz
Fiktari
Póstar: 86
Skráði sig: Sun 18. Maí 2003 11:44
Reputation: 0
Staðsetning: Selfoss
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf vjoz » Mið 24. Mar 2004 17:44

Örugglega Norton Ghost.




Runar
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Pósturaf Runar » Lau 27. Mar 2004 21:17

Virkar fínt með Norton Ghost.. ef ekki alveg eins tölva ( sérstaklega móðurborðið ) þá verður mjög líklega að keyra WinXP setup eftir að það er búið að ghosta yfir á nýja tölvu og gera repair í því ( seinna repair'ið ), virkar í flestum tilvikum.

Annars er yndislegt að nota þetta bara sjálfur.. eftir að maður er búinn að setja upp vélina.. stilla allt og setja upp allan þann hugbúnaður sem maður notar alltaf að gera bara image af þessu og geyma það, svo ef það þarf að setja þetta upp aftur.. þá bara keyra þetta image yfir diskinn og komið.. tekur rúmlega 5min hjá mér að setja inn image'ið aftur.

Best er samt að hafa lítið partition bara fyrir stýrikerfið og taka svo image af því partition, þá er maður ekki að fá helling af auka dóti í image'ið sem er ekki beint hluti af stýrikerfinu og stækkar bara allt image'ið..




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Lau 27. Mar 2004 22:20

taka svona image ekkert mikið pláss?



Skjámynd

Sveinn
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Sun 07. Sep 2003 20:04
Reputation: 4
Staðsetning: Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Sveinn » Sun 28. Mar 2004 11:09

Snorri:
Svona image tekur akkuratt jafn mikið pláss og þú tókst image af.
Dæmi: Ef þú tekur image af einum 120 GB disk, þá er image-ið 120 gb :)