Ok.. ég tók stökkið og skipti út NVME disknum hjá mér og setti upp Linux Pop OS.
Ég er 94% ánægður með það en samt eru nokkrir hlutir að bögga mig.
Ég fékk mína aðalleiki til að keyra, Díablo 4-Factorio og Path of Exile.. það var stór plús.
Ég gat mappað drifin mín af Qnap'inum mínum svo að ég get horft á bíó og þætti. Smá fiddle en það gekk alveg.
Flest önnur vandamál gat ég fundið út úr með smá google hjálp.
En vandamálið sem ég er að lenda í er með á hvaða skjá forrit ræsast upp.
Ég er með 2 skái og sjónvarp(LG C2) og allt í góðu með það. Pop OS finnur alveg alla 3 skjátýpurnar. Finnur meira að segja þráðlausa prentarann sem ég er með án þess að ég þurti að gera nokkuð við það.
Ég er búinn að velja Primary Display hjá mér en ég er að lenda í því að forrit opnast á sjónvarpinu hjá mér.. sem er frekar bagaleg þar sem ég er ekki alltaf með kveikt á því.
Er búinn að setja upp (Gnome)Tweak forrit, minnir mig að það heiti en samt er eitthvað bögg.
Mér var bent á að ræsa upp forrit á einum skjá, loka því svo og næst þegar ég ræsi það forrit upp þá myndi það ræsast á sama skjá, eins og það gerist í Windows. En eftir endurræsingu þá fer yfirleitt allt í sama horfið. Ef að það er slökkt á sjónvarpinu þá getur forritið ræst aftur á því í staðin fyrir að ræsast á skjánum þar sem ég slökkti á því...

Ég er búinn að googla margar lausnir en flestar póstar eru 2-3 ára gamlir og eiga því ekki við í þeim forritum sem ég er með.
Er einhver sem getur hjálpað þessum nýliði hérna og sagt mér hver lausnin á þessu vandamáli er?
Ég er alveg tilbúinn að gefa Pop OS séns ef að ég finn lausn á þessu vandamáli.
P.S. Er í smá vandræðum með músina hjá mér. Er búinn að setja upp Solaar. Hún skánaði við það en ég er samt ekki sannfærður. Veit ekki hvort að þetta sé músin eða stýrikerið. Er með Logitech 502 mús.
Vona að einhver geti hjálpað mér að forðast Gates..
Kv. Molfo