Daginn.
Langar aðeins að koma með punkt inní þetta.
Hopp 2 hjá Rapport er ip tala á netbúnaði inní neti GR - ekki á netaðgangstækinu sjálfu.
Léleg ping svörun frá þessari tölu segir ekkert til um gæði sambands.
Til að útiloka að það sé óeðlileg pakkatöf eða pakkatap í Ljósleiðaraneti GR er fínt að gera ping/traceroute á speedtest.gagnaveita.is.
Þessi server er staðsettur á jaðri netkerfis GR og er síðasta stopp áður en tenging fer inn til viðkomandi internet-þjónustuaðila.
Í þessi tiltekna traceroute frá Rapport sést að talan 213.190.126.1 svarar með 1ms svartíma og sú svörun staðfestir að öll leiðin frá heimili Rapport að þessari ip tölu (sem er inná netkerfi Hringiðunar) er í lagi. Það er ekki hægt að fá 1ms svartíma inn til Hringiðunar ef lagnir innanhús eða samband í netkerfi GR er ekki í lagi.
Kv, Einar.
Icarus skrifaði:andripepe: geturðu verið meira specific? Þetta ping er t.d. bara helvíti gott ef þú ert að spila á þjóni í Ástralíu, frekar slæmt ef þjónninn er í Bretlandi.
rapport: þú bendir sjálfur á hopp tvo sem eitthvað skrítið í þínu traceroute. Það er hopp frá router í ljósleiðarabox sem bendir til einhverja innanhús vandamála. Ætla ekki að fullyrða að það sé ekkert að okkar megin, routing er helvíti flókið dæmi og ákveðið listform að halda því í lagi. Erfitt þó að vinna með einn user sem lendir í vandræðum með einn server sem er staddur á vesturströnd Bandaríkjanna, er svo rosalega margt sem getur haft áhrif á svartíma.