Windows 8 Gott eða slæmt?


Höfundur
tolvuvirkni_
Nýliði
Póstar: 19
Skráði sig: Þri 18. Sep 2007 17:22
Reputation: 0
Staðsetning: Holtasmári 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf tolvuvirkni_ » Mán 24. Sep 2012 13:49

Mynd

Windows 8 kemur út þann 26. október og því er ekki úr vegi að líta yfir helstu kosti og galla kerfisins og notendaviðmótsins á borðtölvum og fartölvum sem eru ekki með snertiskjá.
En áður en við vindum okkur í það skulum við aðeins líta yfir sviðið í víðara samhengi.
Windows 8 verður sniðið að spjaldtölvum, með helling af smáforritum (öpp) í boði og góðum afköstum sem mun gera Microsoft kleyft að keppa við Apple og Google á þeim markaði, sérstaklega þegar kemur að kraftmeiri og dýrari vélum. Og einmitt í þessum kraftmeiri vélum, og jafnvel símum í náinni framtíð, verður hægt að keyra mikið af þeim hugbúnaði og leikjum sem við notum í dag, og ef tengikvír verða útbreiddar þá gengur þú um með tölvuna þína á daginn og stingur henni í samband við stærri skjá, lyklaborð og mús þegar þú þarft á því að halda. Þetta er framtíðasýn Microsoft og annarra tæknirisa og útskýrir þessa áherslu á annað viðmót en gamla góða skjáborðið og ef rétt reynist er mesta bylting í tölvuheiminum síðan Windows 95 kom út, eða jafnvel síðan IBM kom PC tölvunni á markaðinn árið 1981.
Með það frá getum við haldið áfram að einblína á þær milljónir tölvunotenda sem eiga ekki spjaldtölvur og þurfa að nota klassískar tölvur við leik og störf.
Stærsta breytingin, og það sem flestir hafa og munu kvarta yfir er nýja viðmótið (áður kallað Metro) og vöntun á ræsihnappnum sem hefur fylgt okkur síðan 1995. Þetta viðmót sem er sniðið að spjaldtölvum er ekki eins vel sniðið að klassískum tölvum og tekur töluverðan tíma að venjast. Sumir munu jafnvel ekki ná að venjast eða sætta sig við það, og af skiljanlegum ástæðum. Fjölverkavinnsla (e. multitasking) er nefninlega nánast ómöguleg á því viðmóti, en verður þó til staðar í klassíska gluggaumhverfinu. Að venjast því að ræsivalmyndin sem við höfum notað í 17 ár sé horfin á eftir að taka tíma að venjast, og eins hvernig best er að hafa hraðan aðgang að þeim hugbúnaði sem við notum mest mun valda mörgum notendum höfuðverk.
En á móti koma aðrar breytingar sem hefur farið minna fyrir í umfjöllun um þessa nýjustu útgáfu Windows stýrikerfisins. Flestar þær breytingar eru undir húddinu og eru t.d. hraðari ræsitími, minni vinnsluminnisþörf og mun snarpara kerfi en Windows 7, sem þó er snarpt. Vírusvörn er núna innbyggð í stýrikerfið sem er velkomin viðbót fyrir notendann og ný nálgun að geymslusvæðum sem heitir Storage Spaces gerir notenda kleyft að bæta hörðum diskum við eftir þörfum og skilgreina þá sem sama geymslupláss. Kerfið sér um að dreifa gögnunum á milli diskanna á þann hátt að þótt einn diskur bili ætti ekki að verða (mikið) gagnatap. Þetta er fyrsta skrefið í því að kveðja gömlu stafaskilgreiningarnar á drifunum sem er að mínu mati orðið löngu úrelt fyrirkomulag.
Án þess að fara ýtarlegar í kerfið get ég fyrir mitt leiti sagt að Windows 8 sé ekki lakara en Windows 7, þótt það sé ekki endilega betra. Vandamálið er að það er öðruvísi, og það getur verið of stór biti að kyngja fyrir suma.


Þessi grein var skrifuð í Word 2013 á Windows 8 stýrikerfinu.

Axel Þór Kolbeinsson
Tæknimaður hjá Tölvuvirkni ehf.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3833
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 149
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf Daz » Mán 24. Sep 2012 13:58

Má ég fara yfir þess grein eins og íslenskukennari?
edit:
Vei! (Ég er enginn íslenskufræðingur, bara datt í hug að það mætti bæta aðeins til að greinin yrði betri).

" líta yfir sviðið í víðara samhengi." -> Samhengið sem þú velur er "kostir og gallar Windows 8 á tölvum sem hafa ekki snertiskjá", ég myndi lesa þetta sem svo að þú ætlaðir að skoða alla þá möguleika (stýrikerfi) sem til eru á þessar tölvur, en þú fjallar um þá kosti sem kerfið hefur á snjalltölvum. Mætti ekki orða þetta öðruvísi? T.d. "en lítum fyrst á þær breytingar sem verða vegna snjalltölva"?

"þurfa að nota klassískar tölvur " = þurfa að nota hefðbundnar/hefðbundnari
" er ekki eins vel sniðið að klassískum" = er ekki jafn hentugt fyrir hefðbundnar (losnar við að tvítaka "sniðið")
"breytingar eru undir húddinu" = breytingar undir yfirborðinu
"hraðari ræsitími" = styttri ræsitími/hraðari ræsing
"og mun snarpara kerfi en Windows 7, sem þó er snarpt." -> Þetta er bara persónulegt pirr frá minni hálfu, en er þessi setning ekki bara úr sölumannsræðu? Er windows 7 snarpara en Windows 98? Er þetta eitthvað sem við getum mælt eða skilgreint?

" Kerfið sér um að dreifa gögnunum á milli diskanna á þann hátt að þótt einn diskur bili ætti ekki að verða (mikið) gagnatap. Þetta er fyrsta skrefið í því að kveðja gömlu stafaskilgreiningarnar á drifunum sem er að mínu mati orðið löngu úrelt fyrirkomulag." -> S.s. Linux diskafyrirkomulag og einhverskonar raid? Má ekki segja að hér sé Microsoft loksins að kveðja gamla fyrirkomulagið sem allir aðrir voru búnir að kveðja?

", og" (kemur fyrir á nokkrum stöðum) -> nota annaðhvort, ekki bæði.

Vonandi virkar þetta ekki mjög neikvætt, allt er þetta gagnrýni til uppbyggingar.
Síðast breytt af Daz á Mán 24. Sep 2012 14:22, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
tolvuvirkni_
Nýliði
Póstar: 19
Skráði sig: Þri 18. Sep 2007 17:22
Reputation: 0
Staðsetning: Holtasmári 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf tolvuvirkni_ » Mán 24. Sep 2012 14:03

ekki málið .. bara velkomið



Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf Haxdal » Mán 24. Sep 2012 14:07

Búinn að nota Win8 í nokkrar vikur og ég verð að segja að ég er að fíla það ágætlega. tók mig enga stund að venjast start menuinu og eftir það þá er þetta bara good shit.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6350
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf AntiTrust » Mán 24. Sep 2012 14:14

Ágætis samantekt.

Mitt álit eftir nokkurra mánaða notkun er að ef Metro-dæmið er tekið út úr jöfnunni þá er þetta betra stýrikerfi að öllu leyti. Hraðara, sparsamara á vélbúnað og þar af eftirtakanlegri betri batterý ending per hleðsla. Loksins komin native pause function á c/p aðgerðir, native 3.0 USB support, native multimonitor taskbar support, eftir að þeir leyfðu metro-styled apps að færast á milli skjáa í multimonitor setupi hefur nýtnin aukist til muna. Persónulega fíla ég Metro start menjúið en það kemur væntanlega til með að vera stór breyting fyrir marga að kyngja.

Ég get ekki beðið eftir því að vappa um daginn með Surface-like vélina mína, koma heim og smella vélinni í dockuna sem inniheldur öflugra GPU, tengjast við skjáina mína og vera kominn með aðgang að full-blown borðtölvu. Já eða láta serverinn sjá um allt rendering með RemoteFX.



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1899
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf emmi » Mán 24. Sep 2012 14:30

Nei takk, ég segi pass við þessu. Læt Win7 duga þangað til þeir gefa sig með þetta Metro dæmi.



Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Reputation: 3
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf fannar82 » Mán 24. Sep 2012 14:45

emmi skrifaði:Nei takk, ég segi pass við þessu. Læt Win7 duga þangað til þeir gefa sig með þetta Metro dæmi.



Það venst samt furðu vel, þetta er bara einsog að vera með risastóran run glugga, ef þú skrifar eitthvað í metro gluggan þá svipar þetta til start->run . þegar ég fattaði það þá var þetta nokkuð fínt bara


(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1899
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf emmi » Mán 24. Sep 2012 14:50

Ef mig langar í stýrikerfi sem hentar fyrir spjaldtölvur þá fæ ég mér spjaldtölvu. Vona innilega að þetta eigi eftir að feila hjá þeim.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6350
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf AntiTrust » Mán 24. Sep 2012 15:16

emmi skrifaði:Ef mig langar í stýrikerfi sem hentar fyrir spjaldtölvur þá fæ ég mér spjaldtölvu. Vona innilega að þetta eigi eftir að feila hjá þeim.


Afhverju? Með e-rjum SPinum kemur bókað optionið um að velja hvort ræsist upp, desktop eða Metro en all in all þá erum við á hraðri leið í mikið meira unified umhverfi, ekki eins klassa skipt og tækin eru í dag. Þetta er bara eitt af þeim skrefum.



Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Reputation: 3
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf fannar82 » Mán 24. Sep 2012 16:22

AntiTrust skrifaði:
emmi skrifaði:Ef mig langar í stýrikerfi sem hentar fyrir spjaldtölvur þá fæ ég mér spjaldtölvu. Vona innilega að þetta eigi eftir að feila hjá þeim.


Afhverju? Með e-rjum SPinum kemur bókað optionið um að velja hvort ræsist upp, desktop eða Metro en all in all þá erum við á hraðri leið í mikið meira unified umhverfi, ekki eins klassa skipt og tækin eru í dag. Þetta er bara eitt af þeim skrefum.



Verð að taka undir með honum =)


(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf Danni V8 » Mán 24. Sep 2012 16:27

Ég prófaði Betuna en var ekki að líka alveg nógu vel við. Þetta Metro interface finnst mér alveg glatað í borðtölvu, en get alveg séð hversu þægilegt þetta getur verið í fartölvu með snertiskjá.

En ég ætla að bíða og sjá hvernig þetta stýrikerfi á eftir að reynast í leikjaheiminum, þar sem ég engan áhuga á að uppfæra í nýtt stýrikerfi ef að það verður síðan bölvað vesen að spila leiki á því.. þó ég hafi nú ekki miklar áhyggjur af því að sú verði raunin. En ég ætla samt að bíða og fylgjast með.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1899
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf emmi » Mán 24. Sep 2012 16:37

AntiTrust skrifaði:
emmi skrifaði:Ef mig langar í stýrikerfi sem hentar fyrir spjaldtölvur þá fæ ég mér spjaldtölvu. Vona innilega að þetta eigi eftir að feila hjá þeim.


Afhverju? Með e-rjum SPinum kemur bókað optionið um að velja hvort ræsist upp, desktop eða Metro en all in all þá erum við á hraðri leið í mikið meira unified umhverfi, ekki eins klassa skipt og tækin eru í dag. Þetta er bara eitt af þeim skrefum.


Af hverju ekki að bjóða uppá val um að geta slökkt á þessu frá byrjun bara? Ég er bara ekki par hrifinn af þessu, og að fá ekki val um að nota gamla dæmið er algjört turnoff fyrir mig. Ætli þetta sé ekki fyrsta skrefið í að útrýma desktop tölvunum og koma öllu í cloud.



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 41
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Tengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf gRIMwORLD » Mán 24. Sep 2012 16:53

emmi skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
emmi skrifaði:Ef mig langar í stýrikerfi sem hentar fyrir spjaldtölvur þá fæ ég mér spjaldtölvu. Vona innilega að þetta eigi eftir að feila hjá þeim.


Afhverju? Með e-rjum SPinum kemur bókað optionið um að velja hvort ræsist upp, desktop eða Metro en all in all þá erum við á hraðri leið í mikið meira unified umhverfi, ekki eins klassa skipt og tækin eru í dag. Þetta er bara eitt af þeim skrefum.


Af hverju ekki að bjóða uppá val um að geta slökkt á þessu frá byrjun bara? Ég er bara ekki par hrifinn af þessu, og að fá ekki val um að nota gamla dæmið er algjört turnoff fyrir mig. Ætli þetta sé ekki fyrsta skrefið í að útrýma desktop tölvunum og koma öllu í cloud.


"Metro" viðmótið er pluma sig alveg ágætlega. Það er óþarfi að halda öllum forritum sem sett eru upp inn í startinu og þó maður hendi linkum þaðan út þá eru þeir áfram í Apps listanum.

Þeir sem ekki fíla það myndu kannski vilja læra nokkur þægileg shortcut

WIN = Opnar Metro
WIN+Q = Opnar Apps listann *Virkar líka sem leit inn í Metro forritum (Mail, Store, Contacts ofl)
WIN+C = Charms / Stillingar fyrir stýrikerfið *Opnar líka stillingar í Metro forritum
WIN+X = Opnar menu yfir mikið notaðar admin aðgerðir, mjög þægilegt fyrir Power usera *fyrir hvert forrit/aðgerð í listanum er undirstrikaður shortcut hnappur...WIN+X & svo p = Opnar Control Panel

Eins og Microsoft hefur áður sagt þá er lyklaborðið mjög afkastamikið í nýja viðmótinu, meira en í windows 7. Það ættu því allir að geta aukið hraðann sinn í almennum aðgerðum töluvert með því að læra þessar aðgerðir á lyklaborðinu.


IBM PS/2 8086


cartman
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Sun 11. Des 2011 14:01
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf cartman » Mán 24. Sep 2012 18:08

Ég var fljótur að setja þetta upp: http://www.stardock.com/products/start8/ Mér fannst þetta breyta miklu.

Ég er búinn að vera að dual boota win7 og win8 í smá tíma núna og ég enda yfirleitt alltaf í windows 7. Ætla samt að gefa þessu aðeins meiri séns.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 24. Sep 2012 19:09

Æj fólki líkar nú sjaldnast við breytingar, hvað þá þegar einhverju er breytt sem hefur verið meira og minna eins í 17 ár.

En er þetta ekki bara eins og Facebook uppfærslurnar. "The old Facebook was once the new Facebook" eins og einhver sagði.

Ég minnist þess líka að menn hafi nú upp til hópa ekki verið allt of ánægðir með nýja taskbarinn í Win7.

Allt er breytingum háð og við getum lítið gert nema taka þeim breytingum með opnum örmum og reyna að aðlagast.



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf DaRKSTaR » Mán 24. Sep 2012 19:43

ég hélt að það yrði valmöguleiki í win8 að hafa metro eða gamla dæmið.

semsagt bara spjaldtölvu windows....


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

lifeformes
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 23:58
Reputation: 25
Staðsetning: 66°N
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf lifeformes » Mið 26. Sep 2012 07:41

Ég verð að segja að mér finnst win 8 algjör snilld og metro viðmótið er mjög flott og notendavænt þegar maður er búinn að venjast því, en ég verð að viðurkenna það að ég setti win8 upp í hraði og með metróið er ég með hotmail accountin uppsettan og Bing leitarvélina, er ekki hægt að breytta þessu í annan email account eða modda metróinn meira?



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1575
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf audiophile » Mið 26. Sep 2012 07:51

MS eru að taka stóran séns á þessu og ég held að þetta sé rétt move hjá þeim. Windows 7 var svo gott að það á eftir að lifa lengi og ef enginn uppfærir þá fær MS engan pening. Þeir sáu hvað spjaldtölvur og snertiviðmót er orðið stórt og í stað þess að aðskilja stýrikerfin eins og Apple gerir tóku þeir séns á að hafa þetta All-in-one sem ég held að til lengri tíma litið sé sterkari leikur.

Ef þú skoðar þetta svona, Ipad er afþreyingartæki og Mac vinnutæki. Windows Surface (eða álíka) er afþreyingartæki+vinnutæki í einum og sama pakka. Ég held að það sé mikil framtíð í windows 8 spjaldtölvu sem verður fullblown workstation við það að smella henni í dokku og margir sem burðast með fartölvur út um allt vegna vinnu komi til með að meta nettari pakka.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3139
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 541
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 26. Sep 2012 08:37

Ég persónulega ætla að fylgjast með þegar Win8 kemur á almennan markað og sjá hvort þetta er stabílt kerfi eða hvort það er að fara koma annað Windows Vista tímabil. Miðað við sögusagnir forstjóra Intel skv Bloomberg er verið að releasea stýrikerfinu áður en það er full klárað. Ég get ekki mælt með þessu við neinn nema að vita að þetta sé stabílt kerfi.

http://venturebeat.com/2012/09/26/intel-ceo-told-staff-that-windows-8-is-being-released-before-its-done/


Just do IT
  √


starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf starionturbo » Mið 26. Sep 2012 08:41

Ég er búinn að vera með Windows 8 Developers Preview í ríflega eitt ár, og fyrsta sem ég gerði var að disable-a metro.

Frábært stýrikerfi.


Foobar

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf DJOli » Mið 26. Sep 2012 12:49

Án þess að hafa prufað windows 8 þá verð ég að segja að mér líkar ekki parturinn með samanlagða gagnageymslu.

Ég er einn af þeim sem flokka það sem þeir eru með í tölvunni.
Sér diskur undir öryggisafrit, sér diskur undir tónlist, sér diskur undir það sem ég er að vinna í hverju sinni, og svo nokkrir diskar, hver diskur tileinkaður því efni sem fer á hann (t.d. þættir, kvikmyndir, tónlistarmyndbönd) et cetera.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf starionturbo » Mið 26. Sep 2012 13:05

afhverju bara ekki möppur innan drifsins ... ? það er 0 gagnaöryggi í þessu ef þú hefur sér disk hvað þá fyrir "Vinnu". Pínu gáttaður að menn vinna beint á un-raidaðan hdd ...

En þú getur alveg búið til margar samanlagðar gagnageymslur þeas. mörg drif líka...


Foobar

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4330
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf chaplin » Mið 26. Sep 2012 13:35

Fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá W8 var.. shit.

Núna er ég hinsvegar orðinn mjög spenntur fyrir því - mv. þau review sem ég hef séð er það alveg þokkalegt stökk úr W7.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf upg8 » Mið 26. Sep 2012 14:02

Ég er virkilega spenntur fyrir þessu kerfi og það hefur verið að virka rosalega vel fyrir mig. Hef verið með það á borðtölvunni og á sjónvarpstölvunni.

Ég er bara með lyklaborð og mús á borðtölvunni og það er vel hægt að nota þetta án þess að vera með snertiskjái.

Betri stuðningur ef þú ert með nokkra tölvuskjái, stöðugara og hraðvirkara kerfi, uppfærður file manager með nákvæmum progress bar, nýr task manager og fullt af öðrum endurbótum sem hafa ekkert með "Modern UI" að gera.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6350
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Windows 8 Gott eða slæmt?

Pósturaf AntiTrust » Mið 26. Sep 2012 15:35

DJOli skrifaði:Án þess að hafa prufað windows 8 þá verð ég að segja að mér líkar ekki parturinn með samanlagða gagnageymslu.

Ég er einn af þeim sem flokka það sem þeir eru með í tölvunni.
Sér diskur undir öryggisafrit, sér diskur undir tónlist, sér diskur undir það sem ég er að vinna í hverju sinni, og svo nokkrir diskar, hver diskur tileinkaður því efni sem fer á hann (t.d. þættir, kvikmyndir, tónlistarmyndbönd) et cetera.


Ugh, kallaru það að flokka, sér diskur fyrir hvert material? :)

Storage pools eru klárlega málið fór stórnotendur, sbr. raid og aðrar drive extender lausnir. Storage Spaces er e-ð sem ég kem klárlega til með að nýta mér umfram dýrar raidstæður í serverunum hjá mér. Er búinn að prufa það núna í nokkra mánuði í virtual umhverfum og það virðist vera þokkalega solid, góðir r/w hraðar og parity möguleikinn í þessu er sambærilegur við RAID5 og virkar vel sem slíkur, so far.

Ég hef í mörg ár haft þetta allt poolað eða raidað á einn eða annan hátt og get ekki ímyndað mér að hafa þetta öðruvísi. Svo er ég með sér raidstæðu sem sér um afrit.