Ég umtalaður er hjá vortex/hringiðunni. Er búinn að vera með tengingu hjá þeim frá því að adsl byrjaði á íslandi fyrir þónokkrum árum. (8-9ár? einfaldlega man ekki)
Þjónustan hjá þeim er svo persónuleg og æðisleg að allt annað er slor í samanburði. T.d um daginn þá fengum við nýjann router útaf uppfærslu á kerfinu og reyndist þráðlausa netið ólæst. Nágrannarnir fóru þá að nota tenginguna, og eftir nokkra daga hringdu þeir og létu vita að það væri búið að ná í 60+gb (af 40gb kvóta) erlendis. Ég sagðist náttúrulega ekkert búinn að vera að ná í og fór að skoða stillingarnar í routerinum og leiðrétti. Þrátt fyrir að hafa farið vel yfir kvótamörk var ekkert gert.
Aldrei er ég búinn að lenda í neinu caps eða neitt, tengingin skilar alltaf sínu. Ég mæli með því fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á stælum frá ISP-unum sínum að henda sér yfir.
Vill líka bæta því við að ég vinn ekki hjá vortex
og þeir pinga mjög lágt innlendis sem og erlendis