Jæja svo ég taki þátt líka. Þá allavega eins kom á öðrum þræði þá breytti Síminn skilmálum sínum en niðurhalsreglan er enn eins ( það er 30 daga tímabil sem er mælt ) svo ég sendi kvörtun á Neytendastofu og fékk svarið
Neytendastofa skrifaði:Ábending þín hefur verið meðhöndluð af ofangreindum umsjónarmanni sem sendir eftirfarandi svar: Sæll Davíð, eðli málsins samkvæmt þá taka þessar breytingar á skilmálum til tímabilsins eftir 1. ágúst. Sá reikningur sem þú vísar í er fyrir þann tíma og þ.a.l. gildir eldra ákvæði skilmálanna. Við munum samt sem áður fylgjast með hvort þessum breytingum verður ekki fylgt eftir af símanum.
Með bestu kveðju,
Skiptir ekki málison
Svo ég sendi á þá á aftur
Neytendastofa skrifaði:Sæll Skiptir ekki málison
Á reikningi mínum frá Símanum stendur
Notkun fyrir júlí 2009
Mánaðargjöld fyrir ágúst 2009
Sem þýðir að þetta skilyrði ætti að vera virkt núna en hins vegar á þjónustuvef Símans má glögglega sjá að enn er rukkað fyrir 30. Daga tímabil í stað rukkaðs tímabils ( sem sagt gagnamagn í Ágúst mánuði ), sjá á meðfylgjandi mynd tekna í dag ( 11.08.2009 12:50 )
M.b.kv
Davíð Fannar Gunnarsson
Meðfylgjandi er mynd af gagnamagnsmælingarsíðu Símans.
Einn kom hérna með að við ættum bara að skipta um símafélag en mér finnst þetta bara ekkert vera option fyrir alla. Ég bý í Kópavoginum og get ekki fengið ljósleiðara, Vodafone býður bara upp einn ADSL myndlykil og engan auka myndlykill. Ég er með Stöð 2 og vill hafa allar rásirnar á báðum myndlyklunum ( eitt tæki í stofu annað í eldhúsi ). Eini möguleikinn minn er að versla við Símann. Ennfremur er þjónustuvefur Símans the greatest thing since slice bread fyrir alla þá sem eru að vinna við að henda inn bókhaldi fyrir fyrirtæki og vilja hafa góða yfirsjón á fljótvirkan hátt yfir símreikning. Ennfremur ef það sé á forsendum GuðjónsR á því að þetta séu mennirnir sem settu þjóðina á hausina skal minnast á það að bankarnir ( ríkið + Straumur ) eiga Vodafone í gegnum Teymi og 51% hlut í TAL ásamt forstjóra Tals ( fyrrv. Landsbanka yfirmanni ) og Jóhanni Óla ( fyrrv. Securitas eigandi ), eignarhaldið þar á eftir að vera mjög skrítið þar sem það er búið að skylda Teymi til að selja og fyrirtækið veitir ekki neina þjónustu ( ok síma + reikningaþjónustu ) í raun sjálft heldur endurselur Internet, GSM og Heimasíma frá Vodafone. NOVA er í eigu Björgólfs Thor sem er nú kannski ekki uppháldsmaður marga í dag. Síminn í eigu Exista en miðað við Lánabók Kaupþings ( og örugglega með fleirri lán annars staðar ) dettur það örugglega ( Skipti ) í hendur bankanna any day now.
Þannig jamm staða fjarskiptafyrirtækjanna er ekki glæsileg. Erlendir carrierar er ekki í því að eyða CPU power eða eyðslu í ný tæki við að cappa Íslensku ISPana en það gæti verið að þeir hafi efni á enn minni bandvídd í gegnum FARICE en áður. En það er bara hreinasta gisk. Reyndar var Hringiðan að dumpa Deutshe Telekom sem sínum upstrema provider fyrir minni aðila. En hinir tveir ISParnir eru ennþá með sterka upstream aðila og með allt of mikla bandvídd í London eins og venjulega, en ekki alla leið til landsins.