GuðjónR skrifaði:Ég er búinn að eiga haug af pc tölvum, bæði office og laptops, ég hef líka átt eina iMac og þó ég sé ekki neinn sérstakur Mac áhugamaður þá get ég sagt að engin PC tölva hefur komist með tærnar þar sem Mac er með hælana.
Þeir sem halda öðru fram hafa greinilega ekki átt Mac.
Hmm ég hef átt marga Maca, þarf að ég held 5 MacBook Pro ef mig minnir rétt, 3 PowerBækur og 2 iBækur, 3 iMaca og einn PowerMac G4 og já 2x MacMini ( á einn núna, hann er SNILLD sem media centerið mitt ).
Mér finnst þær allar snilld, myndi örugglega hugsa í að fá mér aftur Mac einhvern tíman. Hins vegar finnst mér þetta ekki svona heilagt eins og mörgum finnst, mér finnst sumt vera gallar við Mac og sumt vera gallar við PC. Ég hef aldrei átt algjörlega hljóðláta ferðavél hvorki PC né Mac, þannig reynið ekki að halda þessu fram. Þær geta verið jú hljóðlátar, en það er alltaf samt þetta smá hljóð ( shitt verst var það bara 1G MacBook Pro þar sem að hátíðnihljóðið var að gera mig vitlausan, sem tók AIMC b.t.w endalausan tíma að gera við ).
Núna á ég XPS m1330 þar sem að mér fannst á þeim tíma ( og finnst enn ) Apple eiga ekkert til að svara þeirri vél. Mig langaði soldið í MacBook Air sem yrði í fyrsta skipti, en fjandinn, 1 USB, non user-replaceable batterí ( sem er líka komið í MBP 17", sama hvað þið reynið, þá er non-user replaceable batterí ALGJÖR SKITA og þið getið ekki réttlætt það fyrir mér ) og ekkert geisladrif. Ég nota það ekki oft, en ég nota það samt.
Þannig punkturinn minn er þessi, þetta er tölva. Þetta virkar mjög svipað. iMac er flott All-in-one-design, en það eru líka til PC vélar sem gera það sama. Mac OS X er flott stýrikerfi og hentar mörgum, en stundum viltu Windows eða Linux eða wtf, að það skuli vera hægt að rífast jafn mikið um einn hlut er ótrúlegt.