Draugasaga um þráðlaust net.

Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Draugasaga um þráðlaust net.

Pósturaf Daz » Fös 03. Okt 2003 01:28

Úff, ég er í nettu sjokki hérna og skil ekkert hvað er í gangi. En jæja, mig langar að segja alla söguna.
Hún byrjar á því að ég ákveð að gera nýjan 12 mánaða samning ADSL við OgVodafone og fá þráðlaust netkort og þráðlausan router/adsl módem. Eftir dálítinn biðtíma fæ ég mitt dót og fer hamingjusamur heim að fikta. Til að gera langa sögu stutta tekst routerinum að verða ónothæfur (algerlega hættir að virka og ekki hægt að resetta hann). Eftir dálítið þras fæ ég nýjan router og fer nú aðeins varlegar í fiktið.
Hægt og rólega stilli ég hann meira og meira eins og ég vill (önnur IP tala, ný password, dulkóðun á þráðlausa netið osfrv.) en kemst þá að því mér til furðu að það er ekki hægt að setja 128 bita dulkóðun á, þar sem vefviðmótið tekur ekki við nógu löngum streng sem "password". Ég skoða þá möguleika sem kallast "image update/upload" og virðast uppfæra firmwareið í routerinum. Hljómar vel svo ég ýti á það. Krassbangbúmm. Routerinn restartar sér strax og allt virðist vera í klessu. IP talan sem ég var búinn að stilla inn er augljóslega farinn, og DHCPið er ekki að virka, svo ég næ engu sambandi við routerinn. Úbs!
Ég dreg bara andann 2-3 og tek routerinn úr sambandi og smelli honum aftur inn. Ekkert, þessi router virðist vera dauður líka. Ég ákveð að prófa þennan reset takka og merkilegt nokk virðist hann reseta sig. Ég prófa að leita að honum og finn upphaflega netnafnið (connexant) og ég get tengst honum á upphaflegu IP tölunni (10.0.0.2). Ég bara hætti að vera í sjokki og ákveð að byrja að stilla routerinn aftur. Byrja að setja dulkóðunina á, Check, stilli netkortið mitt og allt í góðu. Næst að breyta um password. Krass!!
Ég næ ekki sambandi við routerinn! andsk...! Þarf ég að fá 3 routerinn? Ég panika nett, hvernig útskýri ég ÞETTA niðri OgVodafone! Á ég að resetta aftur? Ég leita að netum svona í veikri von. *spennuuppbyggitónlist* Ég finn netnafnið sem ég hafði stillt í routerinn. Ég finn routerinn á þeirri IP tölu sem ég hafði stillt hann á. Gamla passwordið er komið aftur. ADSLið er rétt uppsett. ÞAÐ ER ALLT EINS OG ÉG HAFÐI SETT UPP FYRIR KRASSIÐ!

Og þá er spurningin fyrir þá sem nenntu að lesa þetta og skildu hvað ég var að meina. Hvernig í skollanum gerðist þetta???

(Mórallinn í sögunni er sá að ég ætla bara að sætta mig við 64 bita dulkóðun og ekkert fikta meira í þessum image update/upload fítus).




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 03. Okt 2003 01:40

Mjög skrítið, það lítur út fyrir að þetta sé gallað. Ertu nokkuð með þetta á illa loftræstums stað (bakvið fatahengið, inni í skáp) eða hitnar hann mikið?



Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Fös 03. Okt 2003 01:55

Nei fín loftræsting, og hann nær því varla að vera við herbergishita (búinn að vera í gangi í 6 tíma).



Skjámynd

tms
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 00:56
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf tms » Fös 03. Okt 2003 17:27

Æ nú varð ég vonsvikinn!
Ég sast betur í stólinn minn og ætlaðist til að lesa góða draugasögu, og svo fæ ég bara þetta! Uss
(Mórall: ekki ljúga í topic)



Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Fös 03. Okt 2003 17:42

:oops:

mér fannst það draugalegt hvernig stillingarnar mínar komu aftur eftir að ég var búinn að reseta þær! :shock:



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Fös 03. Okt 2003 18:36

Ég verð að seigja ekki kaupa neitt sem heitir conexant eithvað mesta rusl firmware i router sem til er ég er með einn svona reyndar lan ef ég breyti portunum þá krass booom allt í klessu tekur 3 vikur að koma þessu drasli í lag.



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Fös 03. Okt 2003 18:46

Ég á planet router sem er með conexant kubbasetti, ég myndi ekki mæla með honum, en hann er samt alveg ágætur fyrir það.

Þú ert bara lélegur ef það tekur 3 vikur að koma honum í lag. :lol:


Voffinn has left the building..

Skjámynd

bizz
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Fim 07. Ágú 2003 23:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf bizz » Þri 07. Okt 2003 11:39

Mér finnst nú líklegast að þú hafir ekki gert save á config-ið sem þú varst að gera, þanning að næst þegar routerinn missti spennu (þegar þú restartaðir) þá fór hann bara í þá stillingu sem hann var í áður.
Ég hef oft lent í að aðstoða fólk með svona vandamál sem hefur gleymt að gera save en stillingarnar virka fínt þangað til að rafmagnið fer af eða e-ð álíka.
Svo þessi restart takki, það þarf að halda honum inni í minnst 5 sec. til að fara í upprunalegu stillingarnar.
Any way...mín kenning!!!!! :D



Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Þri 07. Okt 2003 12:09

Þegar ég hætti að ná sambandi við routerinn var það ekki spurning um að save-a settings, þær stillingar sem voru í honum áttu að vera löngu save-aðar. Og ekki datt hann aftur í defaults fyrr en ég resettaði hann.