Jæja, þetta er nú búið og gert. Þeir földu sig á bak við það að þetta hefði verið sýkt skrá sem hafi valdið þessu - og þegar ég ætlaði að nota
http://support.microsoft.com/?kbid=318728 að þá þarf maður administrator aðgang, og ég var hér í skólanum mínum að gera það, en ætlaði svo til þeirra sem sjá um tölvukerfið en sendi þeim email í staðinn og þeir sögðu að það væri ólíktlegt að þetta væri neinum að kenna nema harða disknum. En það er algjörlega ómögulegt fyrir mig að afsanna að þetta hafi verið vírus sem hafi valdið þessu
En mér skilst hinsvegar að það sé ekki hægt að flytja forrit á milli, en vinsamlegast leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál, og því var það kaldhæðnislega skemmtilegt (eða þannig) að þegar ég fékk tölvuna í hendur að þá var BitDefender hvergi að sjá - né heldur Ad-Aware sem þó er hægt að nálgast ókeypis á netinu, og því hefði verið leikandi létt fyrir þá að setja það upp.
Tölvan er rétt rúmlega mánaðargömul og samt voru sum documents ekki með, sem þeir hafa greinilega eytt út - t.d. einn þáttur af Extras og svo einn podcast þáttur með Ricky Gervais, og svo var íslenskt viðmót á tölvunni sem ég hafði sett upp, en þegar ég fékk hana í hendur var það ekki svo. Og svo var ein short-cut mappa á desktopinu sem á stóð "Afrit 21.02.06", en ég bjóst við henni uppsettri nákvæmlega eins og hún var þegar hún kom inn til viðgerðar hjá þeim.
Síðan er ansi greinilegt að þeir hafa verið að leika sér í ActuaSoccer 3, því að manual þess leiks var á pdf formi á tölvunni! En sá leikur hefur aldrei verið inni á tölvunni - í þann rétt rúma mánuð sem hún hefur verið í eigu fjölskyldunnar, hvort demo né full version.
Og svo þegar ég var að vinna verkefni í tölvunni í gærkvöldi og ætlaði að save-a fyrstu drögum, að þá kom upp einhver "BIOS" mappa í Save glugganum. Það þýðir væntanlega að þeir hafa eitthvað verið að gera í vélbúnaði tölvunnar?
Og þegar ég var loksins búinn að tengjast netinu á ný, að þá kom í efstu gluggaröndina "Internet Explorer provided by Opin kerfi" - er einhver leið að þurrka út "provided by Opin kerfi", því ég er ekki mesti aðdáandi þeirra um þessar mundir