mrpacman skrifaði:Alltaf núna þegar ég ætla að spila HL2 þá kemur bara þessi villa
Hefur einhver lent í essu?
Viss um að diskurinn er í DVD-Drifinu?
Bendill skrifaði:Jæja, nú er ég búinn að spila þennan leik nokkuð og ég verð alltaf meira sáttari við að kalla þetta besta FPS leik síns tíma, hann gjörsamlega rúllar yfir alla aðra þegar á heildarmyndina er litið. Mér finnst gervigreindin betri en í FarCry og mikið betra gameplay en í Doom 3. Ég tel einnig grafíkina betri en í báðum þessum leikjum, að vísu býður FarCry upp á mikið flóknari og flottari útisenur.
Ég viðurkenni að ég er nú ekki búinn að klára kvikindið en ég get sagt það fyrir víst, ég er mikið smeykari við að spila þennan leik heldur en Doom3, þar óð maður bara í gegnum hann og þurfti hvorki að hugsa né að hafa fyrir neinu, en í HL2 er ég skíthræddur allan tíman, maður á aldrei skot í byssurnar og líf er af skornum skammti. Þá nefni ég sérstaklega Ravenholm, ég þurfti að byggja mér upp smá þor til að byrja á þeim kafla, skrölti í ísskápinn og náði í einn öl, svona aðeins til að róa taugarnar, og skellti mér síðan í þetta....
Svona eiga leikir að vera, það sem stendur upp úr þegar maður hugsar um þennan leik er "Gameplay" ekki grafík... og það er það sem skiptir máli!
hahallur skrifaði:Ég held að það sé til fullt af góðum gameplay leikjum.
Menn bjuggust líka alltaf við að gameplay-ið í þessum leik væri gott.
Svo voru allir að vona að grafíkin yrði svona revolution eins og í HL- 1.
Ég held að það hafi verið aðal pælinginn.
Að fá leik sem toppar allt og alla með yfirburðum.
Þeim tókst það ekki allveg
einarsig skrifaði:doom III var náttúrulega bara auglýsing á vélinni, held að ID munu græða meira á að selja vélina frekar en leikinn sjálfan.