Sælir allir og takk fyrir að lesa.
Ég ákvað að setja þetta undir "til sölu" þráðinn þó svo að ég sé ekki að selja þessa vél, en mér hefur verið boðin hún sem innborgun á útistandandi lán eftir að ég seldi íbúð (= hún er til sölu, fannst þessi þráður passa best - það má vel vera algjör firra í mér og biðst ég þá afsökunar).
Málið er að þetta er skuld upp á eina milljón, og hefur íbúðarkaupandinn boðið mér þessa tölvu sem innborgun á einnar milljónar lán sem stendur eftir okkar á milli, en þetta eru hins vegar "tölur" og "týpur" sem ég er ekki alveg nógu klár á, og myndi gjarnan þiggja ykkar álit á þessari vél vs. ásett verð hjá honum.
Um er að ræða Lenovo ThinkStation vinnustöð;
* Örgjörvi = Intel Xeon E5.1650v2 @ 3.50-3.90GHz, 6x kjarna örgjörvi og 12 þráða (Nýr eins örgjörvi fylgir með)
* C602, 12MB, Hyper-Threading, Turbo-Boost, VT-x, VT-d, AES
* RAM = 64 GB (8x8GB) 1333 MHz DDR3 ECC PC3-10600 UDIMM minni (8x raufa með 3x channel settuppi).
* Það eru 2x 3GB nVidia Quadro K4000 skjákort í vélinni (DVI+DP+DP tengi. 768 CUDA kjarnar)
* 4x 3GB Seagate BC 7200 rpm, 2x 1 TB Samsung Solid State PRO, auk 2x Plextor M5 Pro Xtreme 512 GB SSD (veit þó ekki hvort þeir eru allir í turninum, vona þó að hann taki þennan fjölda diska).
* ÖryggisCPU: built-in TPM 1.2 öryggisörgjörvi (come one, ég hef aldrei heyrt né lesið um neitt eins og þetta apparat sem ég nefni hérna nokkurn tímann áður.
* PSU = 1200 W (man engan veginn hver tegundin var því miður).
* Stýrikerfi sem fylgja með eru bæði Win8 PRO x64 sem og Windows Server 2012.
Hann gleymdi einnig að senda mér nafnið á "case-inu" utan um þetta, en þetta á víst að vera algjörlega hljóðproof sem og að vera byggt úr einhverri samsuðu af málmum þannig að þú beyglar þetta ekki einu sinni með sleggju (trúi því mátulega þó).
Þetta eru allra helstu specifications, en mér finnst vinnustöð upp á hálfa milljón fyrir græningja eins og mig svona heldur mikið "high-end", en EF þetta er þess virði fyrir mig (verð vs hvað ég fæ), þá er ég reyndar alveg til í að eiga svona grip - a.m.k. þar sem það dregur úr þessari skuld hans við mig sem og að það skiptir mig ekki öllu máli hvort ég fæ þetta greitt í peningum eða á þennan hátt.
Þeir sem nenntu að lesa alveg í gegn, KÆRAR ÞAKKIR. Þið megið endilega segja ykkar álit á þessu - endilega vera gagnrýnir og grimmir, eða ljúfir sem lömb - eftir því hvað á betur við hérna
Mínar innilegustu og kærustu þakkir til ykkar sem nennið hugsanlega að svara þessum pósti.
Bestustu kveðjur og hafið það sem best!
Vél sem mér hefur verið boðin til sölu, eða upp í annað
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 7
- Skráði sig: Fim 27. Mar 2014 14:36
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Vél sem mér hefur verið boðin til sölu, eða upp í annað
Hvað er það sem þú gerir þegar þú ert í tölvum og hvað hafðirðu hugsað þér að þessi tölva (skrímsli) gæti nýst þér í?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 7
- Skráði sig: Fim 27. Mar 2014 14:36
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Vél sem mér hefur verið boðin til sölu, eða upp í annað
Komdu sæll Bjosep og takk fyrir skjót svör.
Tölvuna "mína", sem hefur alltaf verið einhvers konar sæmilega öflug (þó ekkert í líkingu við þetta að því er mér sýnist), hana nota ég aðallega til að læra, en það felst í að hafa opin 5-7 Acrobat PRO skjöl (ofur þung vinnsla, ég veit það ), ásamt því já, basically að highlighta mikilvæg atriði skólabókanna, og svo að keyra 1-2 wordskjöl þar sem ég hendi inn glósum. Þetta er nú yfirleitt þyngsta vinnslan hjá mér (að undanskildum Football Manager leikjunum sem ég fer stöku sinnum í). Að öðru leyti er þetta bara að vafra og skoða reviews, leita mér að upplýsingum, senda mail, etc... Sennilega svona basic sem Amica (stafs.?) hefði leikið sér að því að keyra.
Það er í rauninni ekkert annað sem ég sé fram á að ég myndi nýta þessa vél í, en ég hef reyndar alltaf verið mjög spes með það að þurfa að eiga a.m.k. 20x öflugri tölvu en ég þarf á að halda, en þegar ég fékk "spekksið" yfir þessa, þá basically skildi ég það ekki nógu vel og þar sem ég þarf að svara þessu í dag ákvað ég að skella þessu hérna inn.
Hvert er þitt álit á þessari vél? Verð vs. vélbúnaður fair?
Takk aftur fyrir svarið!
Tölvuna "mína", sem hefur alltaf verið einhvers konar sæmilega öflug (þó ekkert í líkingu við þetta að því er mér sýnist), hana nota ég aðallega til að læra, en það felst í að hafa opin 5-7 Acrobat PRO skjöl (ofur þung vinnsla, ég veit það ), ásamt því já, basically að highlighta mikilvæg atriði skólabókanna, og svo að keyra 1-2 wordskjöl þar sem ég hendi inn glósum. Þetta er nú yfirleitt þyngsta vinnslan hjá mér (að undanskildum Football Manager leikjunum sem ég fer stöku sinnum í). Að öðru leyti er þetta bara að vafra og skoða reviews, leita mér að upplýsingum, senda mail, etc... Sennilega svona basic sem Amica (stafs.?) hefði leikið sér að því að keyra.
Það er í rauninni ekkert annað sem ég sé fram á að ég myndi nýta þessa vél í, en ég hef reyndar alltaf verið mjög spes með það að þurfa að eiga a.m.k. 20x öflugri tölvu en ég þarf á að halda, en þegar ég fékk "spekksið" yfir þessa, þá basically skildi ég það ekki nógu vel og þar sem ég þarf að svara þessu í dag ákvað ég að skella þessu hérna inn.
Hvert er þitt álit á þessari vél? Verð vs. vélbúnaður fair?
Takk aftur fyrir svarið!
Re: Vél sem mér hefur verið boðin til sölu, eða upp í annað
Þó svo að þessi vél sé hálfrar milljónar virði fyrir einhver sem þarf hana (vegna vinnu eða slíkt) þá myndi ég ekki taka hana upp í lán á því verði. Horfðu bara á þetta svona: "Ef ég ætti hálfa milljón, myndi ég eyða því í þessa tölvu? Ef ekki, hversu mikið væri ég til í að borga fyrir hana?"
Bætt við:
Annars er þetta væntanlega þessi vél með helmingi meira minni og öðru skjákorti og fleiri diskum. Örugglega ekkert ósanngjarnasti díll í heimi að kaupa hana á hálfa milljón... Ég myndi samt ekki taka þetta uppí lán sjálfur (nema ég væri í rosalega þungri vinnslu).
Bætt við:
Annars er þetta væntanlega þessi vél með helmingi meira minni og öðru skjákorti og fleiri diskum. Örugglega ekkert ósanngjarnasti díll í heimi að kaupa hana á hálfa milljón... Ég myndi samt ekki taka þetta uppí lán sjálfur (nema ég væri í rosalega þungri vinnslu).
-
- Besserwisser
- Póstar: 3963
- Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
- Reputation: 0
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Re: Vél sem mér hefur verið boðin til sölu, eða upp í annað
dori skrifaði:Þó svo að þessi vél sé hálfrar milljónar virði fyrir einhver sem þarf hana (vegna vinnu eða slíkt) þá myndi ég ekki taka hana upp í lán á því verði. Horfðu bara á þetta svona: "Ef ég ætti hálfa milljón, myndi ég eyða því í þessa tölvu? Ef ekki, hversu mikið væri ég til í að borga fyrir hana?"
Sammála þessu.
Segjum sem svo að allt fer í fokk hjá þér næstu daga. Lán sem þú hefur eru gjaldfeld. Lánadrottnarar þínir munu ekki taka við þessum grip sem innborgun. Þú virðist heldur ekki hafa nein nota fyrir þessa tölvu. Þannig að þetta er engan veginn hagkvæmt fyrir þig.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Vél sem mér hefur verið boðin til sölu, eða upp í annað
Þú getur fengið vél sem er 20x öflugri en þú þarft m.v. uppgefna notkun fyrir rúmar 100.000kr. Þessi vél væri í raun mikið hæfari sem server vél frekar en workstation.
Það vantar hinsvegar sýnist mér aðalatriðið - á hversu mikið værir þú að taka hana uppí á?
PS. TPM er öryggiskubbur sem gerir þér kleift að nota dulkóðunarmöguleika á við BitLocker.
Það vantar hinsvegar sýnist mér aðalatriðið - á hversu mikið værir þú að taka hana uppí á?
PS. TPM er öryggiskubbur sem gerir þér kleift að nota dulkóðunarmöguleika á við BitLocker.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 7
- Skráði sig: Fim 27. Mar 2014 14:36
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Vél sem mér hefur verið boðin til sölu, eða upp í annað
dori skrifaði:Þó svo að þessi vél sé hálfrar milljónar virði fyrir einhver sem þarf hana (vegna vinnu eða slíkt) þá myndi ég ekki taka hana upp í lán á því verði. Horfðu bara á þetta svona: "Ef ég ætti hálfa milljón, myndi ég eyða því í þessa tölvu? Ef ekki, hversu mikið væri ég til í að borga fyrir hana?"
Bætt við:
Annars er þetta væntanlega þessi vél með helmingi meira minni og öðru skjákorti og fleiri diskum. Örugglega ekkert ósanngjarnasti díll í heimi að kaupa hana á hálfa milljón... Ég myndi samt ekki taka þetta uppí lán sjálfur (nema ég væri í rosalega þungri vinnslu).
Komdu sæll.
Frábært svar hjá þér finnst mér, en ástæðan fyrir því að ég var að hugsa um að taka hana upp í er sú að ég get alveg virkilega auðveldlega leyft mér það án þess að lenda í vandræðum eða nokkru slíku fjárhagslega. Hins vegar er þetta alveg djöfulli góður punktur varðandi stöðuna "ég á hálfa milljón, tími ég að eyða henni í þessa vél eða hvað er ég tilbúinn til þess að borga"..Lógíkin í lagi þarna!
Re: Vél sem mér hefur verið boðin til sölu, eða upp í annað
Þó svo þú sért alveg góður fjárhagslega þá er þetta hálf milljón sem þú ert (tæknilega) að eyða í þetta. Ef þú þarft ekki á vélinni að halda get ég örugglega talið upp 10 skemmtileg hobbí sem ég myndi frekar eyða pening í (hjá mér væri svona ofur-workstation væntanlega nr. 20-25 á listanum yfir dót sem mig langar í).
En bottom line er að þú þarft að hafa í huga hvers virði vélin er fyrir þig og ekki taka hana uppí á meiri pening en það (svo verður hinn félaginn bara að ákveða hvers virði hún er fyrir hann). Ef þú ert ekki að fara að nýta þetta rosa afl í henni eru allar líkur á að hún sé meira virði fyrir hann en þig (þ.a.l. myndi hann halda henni og nota hana til að vinna sér inn pening til að borga þér).
En bottom line er að þú þarft að hafa í huga hvers virði vélin er fyrir þig og ekki taka hana uppí á meiri pening en það (svo verður hinn félaginn bara að ákveða hvers virði hún er fyrir hann). Ef þú ert ekki að fara að nýta þetta rosa afl í henni eru allar líkur á að hún sé meira virði fyrir hann en þig (þ.a.l. myndi hann halda henni og nota hana til að vinna sér inn pening til að borga þér).
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1075
- Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
- Reputation: 12
- Staðsetning: 108 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vél sem mér hefur verið boðin til sölu, eða upp í annað
Mesta beil í sögu beilsins að mínu mati þar sem 5 ára tölvur ráða við það sem þú gerir.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Vél sem mér hefur verið boðin til sölu, eða upp í annað
Í stað þess að fá 1 milljón sem þú getur hugsanlega lagt inn á bók og látið ávaxta sig þá færðu einhvern tölvugarm upp í sem hluta greiðslu sem mun ekki gera neitt nema hrynja í verði næstu árin.
Hún myndi eflaust nýtast þér í það sem þú ert að gera en þetta er þvílíkt overkill fyrir það, þú ættir frekar að fá peninginn og kaupa þér góða vél sjálfur.
Þessi íbúðaviðskipti eru örugglega öll á pappírum þannig að þú hefur þetta í þínum höndum, persónulega myndi ég ekki taka neitt annað en peninginn.
Hún myndi eflaust nýtast þér í það sem þú ert að gera en þetta er þvílíkt overkill fyrir það, þú ættir frekar að fá peninginn og kaupa þér góða vél sjálfur.
Þessi íbúðaviðskipti eru örugglega öll á pappírum þannig að þú hefur þetta í þínum höndum, persónulega myndi ég ekki taka neitt annað en peninginn.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
- Geek
- Póstar: 835
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 145
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Vél sem mér hefur verið boðin til sölu, eða upp í annað
spurningin hlýtur að vera hvort að þú fáir peningana einhverntímann. Ef að þetta er spurning um að taka þessa vél eða fá ekkert þá að sjálfsögðu tekurðu vélina, annars ekki.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
Re: Vél sem mér hefur verið boðin til sölu, eða upp í annað
tók mér smá tíma og skoðaði hvað allt þetta aukaviðbótardót sem hann hefur bætt við myndi kosta hingað komið.. og ég fékk töluna 538þ fyrir utan flutningskostnað og tolla (leitaði bara eftir ódýrasta hlutnum á ebay, nýjum) þannig að ert að fá vel fyrir peninginn held ég.....
ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV