Kortið er mjög basic, ekkert LED og bara frekar nett. Vifturnar gefa frá sér smávægilegt tikk hljóð þegar ég kveiki á tölvunni en það hverfur þegar ég er kominn inn í Windows og heyrist ekki undir álagi. Það eina sem ég hefði viljað til viðbótar væri Dual BIOS rofi en þar sem þetta er "ódýrasta" týpan af 4070 Ti Super, þá er ekki hægt að ætlast til neins auka. Meira svekkjandi er hins vegar að nVidia eða Inno3D eru búnir að læsa max power budget í 100% á þessum kortum.
Tölvan að öðru leiti inniheldur:
- Asus ROG Strix B460-I móðurborð.
Intel Core i7 10700 örgjörva.
G.Skill 2x16GB DDR4-3200 CL16 vinnsluminni.
Samsung 1TB 970 EVO Plus SSD diskur.
Noctua NH-D15S örgjörvakæling.
Tvær Noctua NF-P14s 1200RPM PWM kassaviftur.
Lian Li TU150 Mini ITX kassi.
*** Alyx var capped á 120 fps, svo 4070 TiS kortið hefði náð hærra ef það hefði verið uncapped. Hefði átt að keyra hann líka í 150% upplausn.
Útkoman er gróflega tvisvar sinnum hærra framerate í raw rasterization performance, meira í sumum titlum en minna í öðrum, oftast meira samt. Ofan á það bætist svo að sjálfsögðu nýjungar sem koma með nýrri kortum. Hins vegar, ef við ignorum nöfnin og berum bara saman MSRP á þessum kortum, þá lenda þau nánast hlið-við-hlið (4070TiS er dýrara, verðbólga, blabla). Út úr því fáum við að það hafi tekið nVidia u.þ.b. 3,5 kynslóðir (eða rúm 6 ár) að tvöfalda afköstin.
Ég vil taka fram að þetta eru ekki hávísindalegar mælingar, meira til gamans gert. Ég hafði þó samt vit á því að taka nokkur rönn og pikka út rönn sem lenti við miðju.