AciD_RaiN skrifaði:Gerði svona ráð fyrir því að það borgaði sig að fá sér dýrari vöru. Maður er bara svo blankur vegna uppfærslu þessa dagana og notar þetta ekki mikið. Frekar að kaupa eitthvað ódýrt og kaupa svo almennilegt í sumar þegar uppfærslu er lokið En hvaða efni er hægt að fræsa í gegnum? Er þetta að ná í gegnum gler ef maður er með rétta bita og/eða plexy og það með snyrtilega skurði?
Hef ekki prufað gler, en plexy er ekkert mál, og stál upp að 3-4mm, fara bara nógu hægt í stálið til að slátra ekki skífum / bitum.
Hvort skurðurinn verði snyrtilegur fer mest eftir þolinmæði og vandvirkni hjá þér
Afhverju bíðurðu ekki frekar bara aðeins með að kaupa þetta til að eyða ekki í pening í eitthvað sem þú reiknar með að skipta út?